Færsluflokkur: Dægurmál

Páll Lýðsson, Guðni og Pútín

Það kemur mér skemmtilega á óvart að Pútín skuli eiga sama afmælisdag og faðir minn sálugi Páll Lýðsson. Fyrir 22 árum síðan flutti Guðni Ágústsson föður mínum snilldarræðu í fimmtugsafmæli pabba.

Í dag komum við systkinin saman í Litlu-Sandvík og drukkum kaffi hjá mömmu - líka vegna þess að fyrir fimmtíu árum voru foreldrar okkar gefin saman af sr. Jóni Þorvarðarsyni.


mbl.is Guðni og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt stöðumat er gulls ígildi

Nú er svo komið að ég veit ekki í hvorn fótinn skal stíga. En Geir Hilmar Haarde talaði mjög skýr til þjóðarinnar í dag.  Nefnilega nú er alþjóðleg peningakreppa.  Hér á landi eru til risastórir bankar sem vaxnir eru íslensku hagkerfi yfir höfuð.  Væntanlega rétt stöðumat. Þetta reddast, núna, bráðum, seinna eða síðar.

Ég má reyndar ekkert vera að því að pæla í þessum hlutum, á föstudaginn var seldi ég húseign mína og nú liggur mér á að finna aðra áður en peningarnir brenna upp.

 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaðan stormur í vatnsglasi?

Nú hafa ráðamenn þjóðarinnar og helstu peningamennirnir fundað stíft og niðurstaðan komin í ljós: Staðan er ekki eins slæm og í fyrstu var talið. 

En nú bíð ég spenntur eftir gengisskráningunni á morgun.  Hvað gerist næst?  Fer krónan að styrkjast aftur? Gengur krónan til baka? Fellur allt í sama fína gengið og fyrir 12 mánuðum þegar krónan var mjög sterk og stöðug? Eða heldur krónan áfram að falla eftir lögmáli Newtons?

Annars hef ég engar áhyggjur.  Á fjögurra ára fresti veljum við 63 einstaklinga sem eiga að hafa áhyggjur fyrir okkar hönd! Mér fannst Egill Helgason í Silfrinu góður í dag þegar hann hvessti augum á Ágúst Ólaf og Pjetur Blöndal og spurði mjög ákveðið hvort þeir bæru ekki ábyrgð á stöðunni.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg mismæli

Á sunnudaginn var hitti ég í Gónhól á Eyrarbakka frænku mína Aldísi Hafsteinsdóttur sem þar var ásamt Lárusi manni sínum, Alberti yngsta barni þeirra og tveimur skiptimiðum frá Suður-Ameríku. Ja, ég segi bara bestu keðjur í Hveragerði.
mbl.is 900 byggingum slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að vera!

Já, ég tók strax eftir þvíað Selfoss hafði færst nær Eyrarbakka þegar ég ók að Litlu-Sandvík um sex leytið þann 29. maí sl.  Palli frændi er alveg ótrúlega talnaglöggur - eins og margir Hlíðarmanna.
mbl.is Selfoss færðist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er trúaður en ekki strangtrúaður!

"Samkvæmt Opinberunarbók Biblíunnar er talan 666 númer hinnar illu skepnu eða djöfulsins", segir í fréttinni.  En ég sem fæddur er í júní árið 1966 hlýt þá að bera númer þessarar illu skepnu eða djöfulsins.  Og ekki nóg með það, þrír síðustu stafir í kennitölu minni er 999 sem er 666 á hvolfi. -Ja nú vesnar í því! En sem betur fer er ég ekki strangtrúaður þannig að mér finnst þetta allt í lagi. Reyndar er ég bara mjög ánægður með kennitöluna mína.


mbl.is Óánægð með kennitöluna 666
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Ólafur Stefánsson stórriddarakross?

Ef ég man rétt fékk fyrirliðinn frækni Ólafur Stefánsson riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir nokkrum árum. Nú ætti hann því að fá Stórriddarakrossinn sem helstu fyrirmenni þjóðarinnar og erlend kóngaslekti fá.  Það væri vel við hæfi. "Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig." 

Gott mál!


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja til landsliðsins

Þessi árangur íslenska handboltalandsliðsins er frábær.

Kæru Alexander Pettersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Bjarni Fritzsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Guðmundur Þjálfari Guðmundsson, Hreiðar Leví Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Jakobsson. Aðstoðarþjálfarar, aðrir aðstoðarmenn og stjórn HSÍ! 

Ég og mín fjölskylda höfðum mikla ánægju af því að fylgjast með ykkur á Ólympíuleikunum í Peking. Fyrir það þökkum við ykkur kærlega. Óskum ykkur til hamingju með frábæran árangur. Annað sætið á Ólympíuleikum, í fyrsta sinn á verðlaunapall í hópíþrótt getur ekki kallast annað en frábær niðurstaða.  Þið voruð flestir löngu búnir að viðurkenna yfirburði Frakka og vonuðust til að þurfa ekki að mæta þeim fyrr en í úrslitaleiknum!

Hér á Eyrarbakka sem allstaðar annarsstaðar á skerinu okkar góða er íslenski fáninn dreginn að húni ykkur til heiðurs.

Til hamingju og góða heimferð til Íslands!


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringtorg fyrir ríðandi umferð

Þó það komi þessum sænska götuveta lítið við þá langar mig til að upplýsa blogglesendur um nýjustu stefnu Árborgar gagnvart hestafólki:

1. 0804106 - Umferðaskipulag í Tjarnarbyggð, áður á fundi 23. apríl sl.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg kt:650598-2029
Guðmundur Elíasson
Austurvegur 67, 800 Selfoss

lagt er til við bæjarstjórn að umferðarskipulag verði samþykkt. Skipulags- og bygginganefnd beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við lagfæringar við gatnamót tjarnarbrautar og Eyrarbakkavegs, að fyrir verði komið hringtorgi og undirgöngum fyrir ríðandi umferð. Jafnframt að hafist verð strax handa við gerð aðreinar við gatnamót til að auka umferðaröryggi.

(heimild www.arborg.is fundargerð Bygginga- og skipulagsnefndar Árborgar 15.8.2008)


mbl.is Guð býr í götuvitanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóta Gests og hennar kýr með skemmtilegt nafn

Kýrin Gulrót og Þórunn Gestsd

Hér gefur að líta ljósmynd sem Þórunn Vilbergsdóttir á Eyrarbakka tók fyrir nokkrum áratugum. Á ljósmyndinni eru amma hennar Þórunn Gestsdóttir - öðru og algengara nafni Tóta Gests og kýr hennar sem hafði skemmtilegt nafn. Tóta bjó í Garðbæ skammt frá Húsinu og var eflaust þekktasti nágranni Hússins og húsvörður Hússins. Hún stundaði stórfellda kartöflu- og þó einkum gulrótnarækt og átti meðal annars mikil viðskipti við afa minn Lýð Guðmundsson í Litlu-Sandvík sem hún mat mikils. Eitt sinn skiptu þau Tóta og Lýður á gulrótum og belju.

Fékk Lýður gulrætur, sennilega í miklu magni, en lét af hendi unga kú. Rak barnabarn Tótu, Ólafur Vilbergsson kúna niður á Eyrarbakka og átti Tóta hana í mörg ár.  En kýrin fékk hér að sjálfsögðu nafn við hæfi.  Kýrin hét Gulrót.

Söguna af Gulrót fékk ég fyrst að heyra hjá Halldóri Blöndal, fyrrverandi kaupamanni í Litlu--Sandvík og síðar forseta Alþingis,  þegar hann kom í góðum hópi vorið 2007 í Húsið á Eyrarbakka. Hann þekkti til beggja þessara staða, var kaupamaður í Litlu-Sandvík um níu ára skeið hjá afa og var stundum heimagangur hjá frænku sinni Ragnhildi Pétursdóttur kennda við Háteig og Engey sem átti Húsið á Eyrarbakka um mjög langt skeið miðlungann af 20. öld ásamt manni sínum Halldóri Þorsteinssyni.  Nafngiftina þekkti einnig Þórunn Vilbergsdóttir sem var svo góð að lána mér ljósmyndina.

Í viðtalsbók Guðmundar Daníelssonar rithöfundar og skólastjóra á Eyrarbakka Í húsi nánungans (1959) greinir Tóta nánar frá kúnni sinni.  Hún mjólkaði vel, stundum yfir 20 merkur og var ekki geld nema þrjár vikur fyrir burð. "Hún frú Ragnhildur í Háteigi skírði hana þetta. Ég keypti hana fyrir peninga sem ég fékk fyrir gulrætur. ... Allar skepnur skila afurðum í réttu hlutfalli við aðbúðina, sem þær njóta."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 59507

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband