Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Páll Lýđsson, Guđni og Pútín

Ţađ kemur mér skemmtilega á óvart ađ Pútín skuli eiga sama afmćlisdag og fađir minn sálugi Páll Lýđsson. Fyrir 22 árum síđan flutti Guđni Ágústsson föđur mínum snilldarrćđu í fimmtugsafmćli pabba.

Í dag komum viđ systkinin saman í Litlu-Sandvík og drukkum kaffi hjá mömmu - líka vegna ţess ađ fyrir fimmtíu árum voru foreldrar okkar gefin saman af sr. Jóni Ţorvarđarsyni.


mbl.is Guđni og Pútín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rétt stöđumat er gulls ígildi

Nú er svo komiđ ađ ég veit ekki í hvorn fótinn skal stíga. En Geir Hilmar Haarde talađi mjög skýr til ţjóđarinnar í dag.  Nefnilega nú er alţjóđleg peningakreppa.  Hér á landi eru til risastórir bankar sem vaxnir eru íslensku hagkerfi yfir höfuđ.  Vćntanlega rétt stöđumat. Ţetta reddast, núna, bráđum, seinna eđa síđar.

Ég má reyndar ekkert vera ađ ţví ađ pćla í ţessum hlutum, á föstudaginn var seldi ég húseign mína og nú liggur mér á ađ finna ađra áđur en peningarnir brenna upp.

 


mbl.is Neyđarlög sett í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Niđurstađan stormur í vatnsglasi?

Nú hafa ráđamenn ţjóđarinnar og helstu peningamennirnir fundađ stíft og niđurstađan komin í ljós: Stađan er ekki eins slćm og í fyrstu var taliđ. 

En nú bíđ ég spenntur eftir gengisskráningunni á morgun.  Hvađ gerist nćst?  Fer krónan ađ styrkjast aftur? Gengur krónan til baka? Fellur allt í sama fína gengiđ og fyrir 12 mánuđum ţegar krónan var mjög sterk og stöđug? Eđa heldur krónan áfram ađ falla eftir lögmáli Newtons?

Annars hef ég engar áhyggjur.  Á fjögurra ára fresti veljum viđ 63 einstaklinga sem eiga ađ hafa áhyggjur fyrir okkar hönd! Mér fannst Egill Helgason í Silfrinu góđur í dag ţegar hann hvessti augum á Ágúst Ólaf og Pjetur Blöndal og spurđi mjög ákveđiđ hvort ţeir bćru ekki ábyrgđ á stöđunni.


mbl.is Ekki ţörf á ađgerđapakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skemmtileg mismćli

Á sunnudaginn var hitti ég í Gónhól á Eyrarbakka frćnku mína Aldísi Hafsteinsdóttur sem ţar var ásamt Lárusi manni sínum, Alberti yngsta barni ţeirra og tveimur skiptimiđum frá Suđur-Ameríku. Ja, ég segi bara bestu keđjur í Hveragerđi.
mbl.is 900 byggingum slegiđ á frest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ hlaut ađ vera!

Já, ég tók strax eftir ţvíađ Selfoss hafđi fćrst nćr Eyrarbakka ţegar ég ók ađ Litlu-Sandvík um sex leytiđ ţann 29. maí sl.  Palli frćndi er alveg ótrúlega talnaglöggur - eins og margir Hlíđarmanna.
mbl.is Selfoss fćrđist í skjálftanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég er trúađur en ekki strangtrúađur!

"Samkvćmt Opinberunarbók Biblíunnar er talan 666 númer hinnar illu skepnu eđa djöfulsins", segir í fréttinni.  En ég sem fćddur er í júní áriđ 1966 hlýt ţá ađ bera númer ţessarar illu skepnu eđa djöfulsins.  Og ekki nóg međ ţađ, ţrír síđustu stafir í kennitölu minni er 999 sem er 666 á hvolfi. -Ja nú vesnar í ţví! En sem betur fer er ég ekki strangtrúađur ţannig ađ mér finnst ţetta allt í lagi. Reyndar er ég bara mjög ánćgđur međ kennitöluna mína.


mbl.is Óánćgđ međ kennitöluna 666
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćr Ólafur Stefánsson stórriddarakross?

Ef ég man rétt fékk fyrirliđinn frćkni Ólafur Stefánsson riddarakross hinnar íslensku fálkaorđu fyrir nokkrum árum. Nú ćtti hann ţví ađ fá Stórriddarakrossinn sem helstu fyrirmenni ţjóđarinnar og erlend kóngaslekti fá.  Ţađ vćri vel viđ hćfi. "Gefist tilefni til getur orđunefnd hćkkađ einstakling um orđustig." 

Gott mál!


mbl.is Fálkaorđan bćtist í orđusafniđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kveđja til landsliđsins

Ţessi árangur íslenska handboltalandsliđsins er frábćr.

Kćru Alexander Pettersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Bjarni Fritzsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guđjón Valur Sigurđsson, Guđmundur Ţjálfari Guđmundsson, Hreiđar Leví Guđmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarson, Sigfús Sigurđsson, Snorri Steinn Guđjónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Jakobsson. Ađstođarţjálfarar, ađrir ađstođarmenn og stjórn HSÍ! 

Ég og mín fjölskylda höfđum mikla ánćgju af ţví ađ fylgjast međ ykkur á Ólympíuleikunum í Peking. Fyrir ţađ ţökkum viđ ykkur kćrlega. Óskum ykkur til hamingju međ frábćran árangur. Annađ sćtiđ á Ólympíuleikum, í fyrsta sinn á verđlaunapall í hópíţrótt getur ekki kallast annađ en frábćr niđurstađa.  Ţiđ voruđ flestir löngu búnir ađ viđurkenna yfirburđi Frakka og vonuđust til ađ ţurfa ekki ađ mćta ţeim fyrr en í úrslitaleiknum!

Hér á Eyrarbakka sem allstađar annarsstađar á skerinu okkar góđa er íslenski fáninn dreginn ađ húni ykkur til heiđurs.

Til hamingju og góđa heimferđ til Íslands!


mbl.is Ísland í 2. sćti á ÓL
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hringtorg fyrir ríđandi umferđ

Ţó ţađ komi ţessum sćnska götuveta lítiđ viđ ţá langar mig til ađ upplýsa blogglesendur um nýjustu stefnu Árborgar gagnvart hestafólki:

1. 0804106 - Umferđaskipulag í Tjarnarbyggđ, áđur á fundi 23. apríl sl.
Umsćkjandi: Sveitarfélagiđ Árborg kt:650598-2029
Guđmundur Elíasson
Austurvegur 67, 800 Selfoss

lagt er til viđ bćjarstjórn ađ umferđarskipulag verđi samţykkt. Skipulags- og bygginganefnd beinir ţví til bćjarstjórnar ađ hafist verđi handa viđ lagfćringar viđ gatnamót tjarnarbrautar og Eyrarbakkavegs, ađ fyrir verđi komiđ hringtorgi og undirgöngum fyrir ríđandi umferđ. Jafnframt ađ hafist verđ strax handa viđ gerđ ađreinar viđ gatnamót til ađ auka umferđaröryggi.

(heimild www.arborg.is fundargerđ Bygginga- og skipulagsnefndar Árborgar 15.8.2008)


mbl.is Guđ býr í götuvitanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tóta Gests og hennar kýr međ skemmtilegt nafn

Kýrin Gulrót og Ţórunn Gestsd

Hér gefur ađ líta ljósmynd sem Ţórunn Vilbergsdóttir á Eyrarbakka tók fyrir nokkrum áratugum. Á ljósmyndinni eru amma hennar Ţórunn Gestsdóttir - öđru og algengara nafni Tóta Gests og kýr hennar sem hafđi skemmtilegt nafn. Tóta bjó í Garđbć skammt frá Húsinu og var eflaust ţekktasti nágranni Hússins og húsvörđur Hússins. Hún stundađi stórfellda kartöflu- og ţó einkum gulrótnarćkt og átti međal annars mikil viđskipti viđ afa minn Lýđ Guđmundsson í Litlu-Sandvík sem hún mat mikils. Eitt sinn skiptu ţau Tóta og Lýđur á gulrótum og belju.

Fékk Lýđur gulrćtur, sennilega í miklu magni, en lét af hendi unga kú. Rak barnabarn Tótu, Ólafur Vilbergsson kúna niđur á Eyrarbakka og átti Tóta hana í mörg ár.  En kýrin fékk hér ađ sjálfsögđu nafn viđ hćfi.  Kýrin hét Gulrót.

Söguna af Gulrót fékk ég fyrst ađ heyra hjá Halldóri Blöndal, fyrrverandi kaupamanni í Litlu--Sandvík og síđar forseta Alţingis,  ţegar hann kom í góđum hópi voriđ 2007 í Húsiđ á Eyrarbakka. Hann ţekkti til beggja ţessara stađa, var kaupamađur í Litlu-Sandvík um níu ára skeiđ hjá afa og var stundum heimagangur hjá frćnku sinni Ragnhildi Pétursdóttur kennda viđ Háteig og Engey sem átti Húsiđ á Eyrarbakka um mjög langt skeiđ miđlungann af 20. öld ásamt manni sínum Halldóri Ţorsteinssyni.  Nafngiftina ţekkti einnig Ţórunn Vilbergsdóttir sem var svo góđ ađ lána mér ljósmyndina.

Í viđtalsbók Guđmundar Daníelssonar rithöfundar og skólastjóra á Eyrarbakka Í húsi nánungans (1959) greinir Tóta nánar frá kúnni sinni.  Hún mjólkađi vel, stundum yfir 20 merkur og var ekki geld nema ţrjár vikur fyrir burđ. "Hún frú Ragnhildur í Háteigi skírđi hana ţetta. Ég keypti hana fyrir peninga sem ég fékk fyrir gulrćtur. ... Allar skepnur skila afurđum í réttu hlutfalli viđ ađbúđina, sem ţćr njóta."


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband