Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ćttfrćđi Moggans

Ţađ kom mér reglulega á óvart ađ lesa í Morgunblađinu í morgun ađ Bjarni Harđarson bóksali og fyrverandi alţingismađur og Eygló Harđardóttir framkvćmdastjóri, ráđgjafi og nýorđinn alţingismađur vćru systkin. Eđa var ég svona svakalega syfjađur ţegar ég las blađiđ? En er ţá líka nýorđinn alţingismađur Helga Sigrún Harđardóttir systir ţeirra?  Morgunblađiđ verđur ađ svara ţessu. Hann lýgur aldrei.
mbl.is ESB „ýtti viđ“ Guđna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Halldór Gestsson kvaddur

Í dag liggur leiđ mín í Hrunakirkju til ađ kveđja gamlan ćskufélaga Halldór Gestsson sem var vetrarmađur hjá pabba og afa ţegar ég var lítill. Ţessa grein skrifađi ég í Moggann og mun vćntanlega birtast nćstu daga.

Ţegar ég var ungur héldu fađir minn Páll Lýđsson og afi Lýđur Guđmundsson, sem ráku félagsbú í Litlu-Sandvík, vetrarmann til ađ ţeir gćtu betur sinnt hreppsstjórn, félagsmálum, kennslu og frćđistörfum.  Einn ţeirra var Halldór Gestsson frá Syđra-Seli í Hreppum sem kvaddur er í dag. Halldór starfađi í Litlu-Sandvík öđru hvoru á 7. áratugnum og allt til 1971. Ég man eftir honum fjögurra eđa fimm ára gamall og ég minnist enn ilmsins úr pípu Halldórs sem barst úr vetrarmannsherberginu sem löngu síđar varđ bóka- og vinnuherbergi föđur míns. 

Á ţessum tíma hafđi Halldór krafta í kögglum og segir sagan ađ hann hafi haft betur í sjómanni viđ ţá Geira í Stóru-Sandvík og Dodda í Stekkum.  Halldór Gestsson og LýđurPEkki veit ég hvort ţađ var satt en sterkur var Halldór ţví lítiđ mál var fyrir hann ađ jafnhatta mig hátt á loft og er til ágćt ljósmynd af ţví.  

Halldór bjó á Flúđum eftir ađ hann hćtti ađ starfa sem farandverkamađur í ţjónustu bćnda. Ég hitti hann öđru hvoru ađ störfum í ţágu Hrunamannahrepps. Meiri samskipti hafđi ég viđ Halldór vegna sameiginlegs verkefnis hans og föđur míns sem var ábúendatal Árnessýslu, langt og viđamikiđ skjal sem segir frá ábúendum á öllum jörđum Árnessýslu eins lengi og heimildir greina. Tölvubréf međ nýjum “uppfćrslum” og leiđréttingum bárust međ reglulegu millibili til mín sem ég sá svo um ađ prenta út og koma upp í Litlu-Sandvík.  

Halldór Gestsson var nefnilega ötull frćđimađur og safnađi saman margvíslegum upplýsingum um samfélag sitt.  Hann var, ólíkt föđur mínum, mikill tölvumađur og er ekki ađ efa ađ í tölvu Halldórs Gestssonar og á heimili hans má finna margvíslegar uppskriftir ćttfrćđibóka og handrita. Af hógvćrđ sinni flíkađi hann ekki gögnum sínum né frćđiskrifum en  í fórum Halldórs finna merkar upplýsingar um sögu sunnlenskra sveita. Samskipti Halldórs og Páls föđur míns  voru náin og farsćl eins og ábúendataliđ ber međ sér.  Ţađ er leitt ađ ţeir skuli báđir vera farnir úr ţessari jarđvist – svona allt of snöggt á ţessum vormánuđum 2008.     

Ég á einungis góđar minningar um Halldór Gestsson. Blessuđ sé hans minning. Ég votta systkinunum samúđ.

Lýđur Pálsson

 


Hún á afmćli í dag!

Elínborg og hundurŢessi mynd var tekin í túninu á Ţorfinnsstöđum í Vesturhópi á 5. áratug síđustu aldar og sýnir heimasćtuna yngstu á bćnum međ fjárhundinum. 

Heimasćtan heitir Elínborg Guđmundsdóttir og er móđir mín.  Hún fćddist á ţessum bć fyrir norđan ţann 28. maí 1937 og er ţví óhjákvćmilega, hvort sem henni líkar ţađ betur eđa verr, sjötug í dag. 

Mikil umskipti urđu í hennar lífi er hún kynntist viđ Menntaskólann ađ Laugarvatni strák úr Flóanum nefnilega honum föđur mínum.  Ţau hafa í yfir  fjörutíu ár veriđ bćndur í Litlu-Sandvík.

 

Ţađ eru ekki margir sem vita ţađ ađ mamma er ágćtur ljósmyndari.  Lesendum ţessa bloggs ćtla ég ađ leyfa ađ njóta ţessarar myndar sem tekin var viđ heyhirđingu á Kotferjutúni sumariđ 1981.

Kotferjuheyskapur81-2Mynd ţessi sýnir hinn algenga baggaheyskap sem tíđkađist í íslenskum sveitum frá ca. 1975 til 1990 er rúlluheyskapur varđ hiđ algengasta heyskaparform hérlendis. Ljósmyndin sýnir svo ekki sé um villst ađ Páll Lýđsson er spretthlaupari ţegar svo ber undir.  Hér hleypur hann ásamt tveimur kaupamönnum Bjarka Sverrissyni (t.vinstri), núverandi starfsmanns Reiknistofu bankanna, og Kolbeini Gunnarssyni, sem nam rafmagnsverkfrćđi. Og hirđingin gekk fljótt og vel.  Undir stýri Nýja-Massa er Sigurjón Örn Ólason, sem nú er flugvélavirki. Á vagninum glittir í systur mína Aldísi Pálsdóttur.  


Ingólfur Guđnason

IngóIngólfur var mađurinn hennar Önnu móđursystur. Ţegar ég var lítill bjuggu Anna og Ingólfur á Hvammstanga. Ţađ var gaman ađ fara til ţeirra. Ingólfur átti sparisjóđinn – og jćja – hann var sparisjóđsstjóri.

Anna og Ingólfur bjuggu yfir sparisjóđnum í svaka stórri íbúđ.

Ingólfur var skemmtilegur kall. Hann var líka pípukall. Hann var rćđinn og áhugasamur um nánungann.  Ingólfur var spaugari. Mér er minnistćtt ţegar ég var međ foreldrum mínum á Hvammstanga í ágúst 1980 og viđ fórum í bíltúr út í Vesturhóp. Obba hin móđursystirin líka. Ingólfur var heima í sparisjóđnum og fékk ţannig smá hvíld frá gestunum ađ sunnan. - Og ţegar viđ komum á Tangann aftur úr bíltúrnum sagđi Ingólfur okkur ţau stórmerku tíđindi ađ Hekla vćri farin ađ gjósa. “O, trúiđ ekki öllu sem hann segir!”sagđi ţá Obba hlćjandi.  Kveikt var á útvarpinu og ţađ fyrsta sem í útvarpinu heyrđist var ađ Hekla vćri farin ađ gjósa og ferđamannastraumurinn lćgi austur ađ Heklu. “Hvađ er ţetta! Er sjálft útvarpiđ gengiđ í samsćri međ mér um ađ ljúga ađ ţér Obba?”spurđi ţá Ingólfur.  – Svona var spaugarinn Ingólfur.

Ingólfur var hreppstjóri. Hann var líka í hreppsnefndinni. Hann var vinsćll. Ingólfur skammađi um tíđ ţingmenn kjördćmisins fyrir ađ vinna ekki vinnuna sína. Ingólfur var ţessvegna kosinn á ţing. Hann féll svo af ţingi.

Anna og Ingólfur fluttu til Reykjavíkur áriđ 1995.  Önnu og Ingólf var gaman ađ heimsćkja í Laugarteiginn. Hjá Önnu og Ingólfi var gaman ađ verđa veđurtepptur. 

En viđ lifum víst ekki endalaust. Ingólfur lést af völdum krabbameins ţann 14. mars 81 árs ađ aldri. Ég, eins og margir ađrir munu sakna hans. Jarđarförin var í gćr 22. mars. Mjög virđuleg og falleg athöfn ţar sem Álftagerđisbrćđur voru í ađalhlutverki. Erfidrykkja í Súlnasal Hótel Sögu. 

Blessuđ sé minning Ingólfs Guđnasonar. Mér finnst eiginlega ótrúlegt ađ hann skuli vera farinn. Hugur minn er hjá Önnu og ţeirra niđjum.    


Doddi í Stekkum

Ég var ađ koma úr jarđaför sveitunga míns Ţorvarđar Guđmundssonar í Stekkum sem lést sl. helgi af völdum krabbameins 63 ára ađ aldri. Ţorvarđur Guđmundsson Ef ég ćtti ađ lýsa honum í nokkrum orđum ţá vćru ţađ orđ eins og hćglátur, húmoristi, traustur og hjálpsamur.  Hans verđur sárt saknađ í sveitinni minni og ekki síst međal fjölskyldunnar  í Stekkum.

Blessuđ sé minning Dodda í Stekkum.

Um Dodda birtust greinar í Mogganum. Ein ţeirra eftir föđur minn Pál Lýđsson.

"Meira en gott nágrenni bar vináttu okkar Ţorvarđar Guđmundssonar uppi. Feđur okkar, Guđmundur Hannesson í Stekkum og Lýđur í Sandvík, voru fóstbrćđur. Ađ föđur sínum látnum kom Guđmundur barnungur í fóstur frá Stóru-Sandvík til föđurforeldra minna, Guđmundar hreppstjóra Ţorvarđarsonar og Sigríđar Lýđsdóttur. Ţar ólst hann upp fram á fullorđinsár er hann hóf búskap í Stekkum, kvćntur ungri konu sinni, Önnu Valdimarsdóttur.

Ţorvarđur fékk ađ reyna ţađ sama og fađir hans, föđurmissi á unga aldri. Til ţess var tekiđ hversu samhent Stekkafjölskyldan var í ţessum sára missi. Allir unnu eftir bestu getu til ađ halda heimilinu saman. Vissi ég ađ Ţorvarđur sást fimm ára gamall međ skóflu í hendi úti í fjósi og vann ţar eftir getu sinni. Fljótt hóf Anna búskap međ öđrum öndvegismanni, Lárusi Gíslasyni frá Björk, og blómstrađi áfram búskapur ţessarar víkingskonu. Ţorvarđur hóf nám í bifvélavirkjum sem hann lauk međ sóma um tvítugt. Hann náđi ţađ miklu áliti hjá meistara sínum í iđninni, Ţórmundi Guđmundssyni, verkstćđisformanni KÁ, sem kvađ Ţorvarđ snilling ađ sjá út bilanir. Ţá réđ ţar hyggjuvitiđ eitt; tölvutćknin í bilanaleit átti enn langt í land.

Ţorvarđur var orđinn vel reyndur sem bifvélavirki er Lárus stjúpfađir hans féll skyndilega frá 1963. Brátt réđst ţađ svo ađ hann gekk inn í félagsbú í Stekkum međ móđur sinni og Guđmundi bróđur sínum, Lárussyni. Var ţađ farsćl lausn. Ţeir Guđmundur voru báđir vel gerđir fyrir búskap, auk ţess fćrir vélamenn, eins og bćndur ţurfa jöfnum höndum ađ vera. Jörđina tókst ţeim ađ stćkka um helming međ kaupum á grannjörđinni, Eystra-Stokkseyrarseli og allt ţetta varđ undirstađa ţess ađ stórbúskapur varđ í Stekkum í áranna rás. Nýtt fjós var byggt upp úr 1970, ţađ stćkkađ nú fyrir skemmstu og vélbúnađur ţannig settur niđur ađ ţeir brćđur réđu vel viđ ţá stćkkun sem fólst í kúabúi međ um 300 ţúsund lítra ársframleiđslu.

Ţorvarđur í Stekkum var rćktunarmađur, hann kunni vel skil á ţví hvađa vélar hentuđu til ađ brjóta landiđ, valdi rćktunarspildur međ kostgćfni, rćsti ţćr vel fram svo ţessi erjan bar ríkan ávöxt. Út á viđ bar ekki mikiđ á honum í félagsstörfum, hann sóttist ekki eftir mannaforráđum. En innan sveitar var hann ákaflega félagslyndur, skorađist ţar hvergi undan störfum. Var gjaldkeri Skógrćktarfélags Sandvíkurhrepps um árabil og tók virkan ţátt í starfsemi Búnađarfélagsins. Var hann vélavörđur ţess hin síđustu ár.

Ţá var hann hjálparhella sveitunga sinna hvenćr sem bilun bar ađ. Vani var ađ kalla á Dodda í Stekkum áđur en meiri ađilar yrđu ákallađir. Einföldustu hluti leysti hann skjótt. Mér er í minni er ég átti eitt sinn Fiat-fólksbíl, vondan og vanstilltan. Í ţví ástandi var hann er Dodda bar ađ garđi. Ég bađ hann ađ líta ofan í vélina. "Sćktu lykil númer sautján," sagđi hann strax og skrúfađi svo einn bolta til. Bíllinn gerbreyttist viđ ţessi umsvif.

Dodda var gefiđ létt geđ og ţađ vissu kunnugir ađ hann átti frábćran húmor, góđviljađan og án ţess ađ sćra neinn. Vandamálum gat hann vikiđ frá međ einni hnyttinni athugasemd. Stórfjölskylda hans var honum allt og einnig nágrenniđ sem ekki vissi af vinsćlli manni. Nú á hann góđa heimvon til foreldra sinna og fyrir honum mun upplokiđ verđa til ćđra heims međ öđrum lyklum en honum var tamast ađ beita.

Ég votta systkinum hans og öđrum ađstandendum dýpstu samúđ mína.

Páll Lýđsson. "


Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@husid.com (safnstjórinn)

Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband