24.2.2008 | 21:23
Ég er Spurs-ari!
Nú loksins titill í höfn hjá ţví ensku-deildarfélagi sem ég hef haldiđ upp á frá árinu 1978-9. Ţegar ég byrjađi ađ halda međ ţví voru ţar leikmenn á borđ viđ Glen Hoodle, Steve Archibald og Argentínumennina Villa og Ardiles sem ţá voru nýkrýndir heimsmeistarar. Einnig kom til liđs viđ liđiđ Ray Clemence markvörđur.
Einnig gat ég ekki veriđ ţekktur fyrir ţađ ađ halda međ sama liđi og Kjartan Björns sem óspart hvatti alla í Gagnfrćđaskólanum á Selfossi til ađ gerast fylgismenn og - konur Arsenals. Nei ekki gat ég hugsađ mér ţađ. Hinsvegar var mikiđ Liverpool-ćđi međal skólafélaga minna, nokkrir héldu međ Everton, til voru Notthingham Forest fylgendur og einn skólafélagi minn hélt međ Aston Villa.
Já, eitthvađ hefur veriđ lítiđ um nýja bikara í verđlaunaskáp Tottenham undanfarin ár. Nú verđur vonandi breyting ţar á. Er ađ byrja nýtt gullaldarskeiđ hjá ţessu Lundúnafélagi?
Tottenham deildabikarmeistari í fjórđa sinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Íţróttir | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 19:45
Góđ niđurstađa
Mjög skynsamlegt - enda hefur Vilhjálmur ekkert gert af sér annađ en ađ stađfesta góđra manna ráđ og búa til marga milljarđa úr engu - međ ţví ađ fá öfluga fjárfesta til ađ leggja nafn sitt undir REI ef ég skil ţetta flókna mál rétt.
Hann verđur borgarstjóri ađ ári vona ég enda sé ég engan foringja í sexmenningahópnum. Sá vandi var ekki fyrir hendi árin 1978 til 1982. Ţá valdi íhaldiđ mann til forystu sem ekkert gerđi annađ en gagnrýna vinstri-meirihlutann fyrir ađ skipuleggja byggđ á meintu sprungusvćđi viđ Rauđavatn ţar sem nú er Mogginn.
Mjög sennilegt er ađ V og S nái hreinum meirihluta áriđ 2010. Ţá loksins mun ţessum farsa ljúka.
Ákvörđun síđar um borgarstjóra | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 00:46
Niđurstađan ljós
Ég hlustađi međ mikilli athygli á lögin átta í kvöld. Ekkert ţeirra skarađi fram úr. Lögin voru hinsvegar ekki léleg. Ţetta var bara ágćtt. Sjónvarpiđ á heiđur skiliđ fyrir glćsta umgjörđ.
Lagiđ sem vann mun ekki skara fram úr í Belgrad. Hinsvegar eru ţau Örlygur Smári, Regína Ósk og Friđrik Ómar vel ađ ţessum sigri komin. Gangi ţeim vel međ áframhaldiđ.
Eurobandiđ fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 00:10
Skemmtiefni!
Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég skemmti mér ágćtlega viđ ađ lesa pistil Össurar um Gísla Martein. En nota bene sem skemmtiefni - ekki sem stjórnmálaskýringu.
Nú reynir á yfirvegun Gísla Marteins. Ef ég vćri hann myndi ég ekki gefa út komment á pistilinn.
Eflaust mun brátt einhver góđur hćgrisinnađur stílisti taka ađ sér ađ ausa ofurlítiđ yfir Össur. Ég hlakka til. Össur eflaust líka!
Og ţá er bara ađ bíđa ţar til klukkan slćr tvö í nótt!
Pistill Össurar rćddur á ţingflokksfundi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 23:33
Játning!
Fyrir tćpum 20 árum spilađi ég póker upp á pening. Ţetta voru reyndar ekki háar upphćđir. Einungis tíkallar voru leyfileg mynt. Ég spilađi í hópi međ Gumma bróđur, Gumma Skúla, Svenna, Stulla og Davíđi Oddssyni og hafđi ég ekki hugmynd um ađ ţetta vćri bannađ. Ég held ađ ég hafi hvorki tapađ né unniđ.
Ég sé afskaplega mikiđ eftir ţessu. Vonandi er máliđ fyrnt.
Viđ hjónin eigum box međ pókerspilapeningum úr plasti. Lögin ná vonandi ekki yfir ţá. Viđ höfum reyndar aldrei tíma til ađ spila.
Tvískinnungur ađ ađrar reglur gildi um póker | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt 21.2.2008 kl. 00:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 17:54
Negri
Las mér til m ikillar ánćgju um daginn öndvegisritiđ "Tíu litlir negrastrákar" fyrir son minn.
Hvađ er ađ orđinu negri? Mér ţćtti gaman ađ fá útleggingu málfrćđings. Góđur kunningi minn í Osló Árni Torp, fyrrum fjósamađur í Litlu-Sandvík en núna prófessor í málvísindum viđ Oslóarháskóla tók ţátt í miklum umrćđum fyrir nokkrum árum í norsku sjónvarpi. Ţar vildu ýmsir nota allt önnur orđ um hörundsdökkt fólk en negra. Negri en hinsvegar afskaplega fínt orđ.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 14:00
Hvađ er strákurinn eiginlega gamall?
Á vef lögreglunnar segir:
Á föstudag fékk lögregla tilkynningu um ađ á Stokkseyri vćri á ferđ um götur ungur drengur á fjórhjóli og hefđi legiđ viđ slysi af akstri hans. Viđ nánari athugun kom í ljós ađ ţarna hafđi veriđ á ferđ 13 ára drengur. Foreldrum drengsins var gerđ grein fyrir ţeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórjóla. Drengurinn er ósakhćfur og verđur ţví ekki gerđ refsing fyrir brotiđ en mál hans verđur sent barnaverndaryfirvöldum til međhöndlunar.
Hinir virtu vefmiđlar visir.is og mbl.is hljóta ađ vita betur en lögreglan og segja piltinn 10 ára. En fyrri athugasemdir viđ ţessa frétt benda reyndar til annars - ađ hann sé 13 ára. Visir.is birtir mynd frá Eyrarbakka en mbl.is birtir mynd af stóru fjórhjóli til ađ komast frá ţeirri skömm ađ birta mynd af "vitlausu" ţorpi!
10 ára drengur á fjórhjóli | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
18.2.2008 | 11:44
Ţeir á Vísir.is kunna ekki muninn á Stokkseyri og Eyrarbakka
Tíu ára á fjórhjóli á götum Stokkseyrar
Lögreglan á Selfossi hafđi afskipti af óvenju ungum ökumanni á Stokkseyri á föstudag en ţar fór hann um göturnar á fjórhjóli.
Vegfarendur tilkynntu um ađ legiđ hefđi viđ slysi af akstri hans. Viđ nánari athugun kom í ljós ađ ţarna hafđi veriđ á ferđ 10 ára drengur. Foreldrum drengsins var gerđ grein fyrir ţeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórjóla.
Drengurinn er ósakhćfur og verđur ţví ekki gerđ refsing fyrir brotiđ en mál hans verđur sent barnaverndaryfirvöldum.
Eins og allir eiga ađ veta ţá er ljósmyndin sem fylgir fréttinni frá Eyrarbakka. Nú veit ég ekki hvort fréttin eigi viđ um textann eđa um myndina. Hvort krakkinn var á ferđ hjá Stígshúsi á Eyrarbakka eđa á Stokkseyri.
Viđbót kl. 18.40: Um kl. 16,30 var skipt um mynd á fréttinni hjá visir.is. Í stađ ljósmyndar frá Eyrarbakka sem sýndi Stíghús og SKjaldbreiđ ásamt hinni einu og sönnu Götu á Eyrarbakka var komin nćrmynd án bakgrunns af lögreglubifreiđ. Ţví miđur hafđi ég ekki haft vit á ţví ađ ýta á Print Screen takkann á tölvunni til ađ varđveita ţessi skemmtilegu mistök ágćtra blađamanna visir.is kv. Lýđur
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 19:36
Sagan endurtekur sig
Ég skil ekkert í ţessu havaríi yfir Vilhjálmi Ţorn. Hann hefur áratugareynslu í pólitík og var í heil tólf ár formađur Sambands ísl sveitarfélaga sem sýnir hversu mikils trausts hann nýtur međal sveitastjórnarmanna. Hann átti fyllilega skiliđ ađ verđa borgarstjóri 2006 og stóđ sig alla tíđ afskaplega vel í ţví starfi. Og hann kemur vonandi aftur.
ţađ sem er ađ fara međ glćstan stjórnmálaferil Vilhjálms er ađ mínu mati hiđ mikla offors og ákafi viđskiptajöfra ađ komast í samstarf viđ OR-gullkálfinn. Sömuleiđis hafa íslenskir fjölmiđlar ţá áráttu ađ leggja einstaklinga í einelti og herja á einstaklinga sem gefa á sér höggstađ og standa í varnarbaráttu á fleiri en einum stađ. Ađ blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri getur veriđ vandasamt og greinilegt ađ ýmsir stóđu beggja megin samningaborđsins í haust - en ekki ţó Villi - en vinir hans ýmsir og nánir samstarfsmenn ţví miđur.
Eru allir búnir ađ gleyma afsögn Guđmundar Árna Stefánssonar um 1990? Herferđ fjölmiđla sem undir öruggri bakstjórn formanns flokks sem ekki er lengur til réđust af miklu oforsi ađ Guđmundi Árna Stefánssyni ráđherra? Vegna mála sem komu hans ferli í ráđherrastól ekkert viđ? Ţá var sömu ađferđum beitt, fjađrir urđu ađ hćnum og svo framvegis, efnisatriđi meintra spillingaratriđa endurtekin og endurtekin, GÁS sagđur í pólitískri veikri stöđu og ađ lokum sagđi Guđmundur Árni af sér. Stöđ 2 gekk harđast í orrahríđinni gegn ráđherranum, ráđherrann í óvćgnum yfirheyrslum og Jón Baldvin tónađi undir á milli. Mágur Guđmundar Árna, Heimir Karlsson, hćtti störfum á Stöđ 2 í kjölfariđ. Sagđi upp. Nú um ţessar mundir ganga fjölmiđlar međ bláa ríkisfjölmiđilinn í farabroddi hart gagnvart Vilhjálmi ţannig ađ félagar hans í borgarstjórninni neyđast til ađ ganga út um bakdyr og láta sem Villi sé einn í heiminum. Og ein skeleggasta fjölmiđlakona landsins, dóttir Vilhjálms, segir upp í Kastljósi. Sagan endurtekur sig.
Ef ég er orđinn á ţreyttur á einhverju ástandi ţá er ţađ hiđ lága plan íslenskra fjölmiđla. Ađ gera mistök í hólmgöngu getur ţýtt dauđa. Ađ mismćla sig í Kastljósi getur líka ţýtt endalok stjórnmálaferils. Einhvernveginn finnst mér aukaatriđin vera orđin ađ ađalatriđum í ţessum höfuđborgarstjórnarfarsa. Ađalatriđiđ er ţađ ađ engin stjórnmálahreyfing fékk hreinan meirihluta í borgarstjórnarkosningunum 2006. Sömuleiđis áriđ 1978 fékk engin stjórnmálahreyfing hreinan meirihluta í borgarstjórnarkosningunum. Í hönd fóru fjögur glundrođaár - eins og ţessi fjögur ár eiga eftir ađ verđa allt til vorsins 2010. Sagan endurtekur sig.
Undir Vilhjálmi komiđ hver verđur nćsti borgarstjóri | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2008 | 16:51
Ég er dottinn í Google-Earth!
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni međ áratuga reynslu af ţjóđfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháđ blađ á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRĆĐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 59198
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar