Flytjum á Jótlandsheiđar!

KollundÍ morgun fékk ég símtal frá Steina vini mínum sem nú býr í Kollund á Jótlandi, rétt hjá Flensborg í Ţýskalandi.  Í okkar langa símtali kom međal annars fram ađ Steini fer nú brátt ađ huga ađ fyrsta slćtti. Fariđ er ađ grćnka í Kollund og hann gat lýst veđrinu svo ađ ţar vćri komiđ vor. Hann sat út á veröndinni heima hjá sér ţegar hann talađi viđ mig.  Viđ rifjuđum upp nokkra hressilega íslenska vetra, m.a. veturinn 1999-2000 og janúar til febrúar 1991. Ţá gustađi vel um okkar kalda sker.

Ég gćti alveg hugsađ mér ađ flytja á Jótlandsheiđar.  Ţađ var svosem ekki vitlaus hugmynd ţarna fyrir nokkrum öldum síđan hjá dönskmenntuđu embćttismönnunum okkar ađ flytja ţjóđina alla á hlýrri slóđir. Nú ţarf ekki ráđgjöf embćttismanna. Í dag höfum viđ val og ekkert sem heftir okkur annađ en heimabakađar skuldir og ósýnileg bönd sem kallast ćttjarđarást.


mbl.is Versta óveđriđ í vetur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vatnsdeigsbollubakstur í kuldatíđ

Etv. ekki heppilegt veđur til útivistar ţessa dagana en tilvaliđ er ađ nota ţessa helgi til ađ baka vatndeigsbollur ţar sem bolludagurinn er nú á mánudaginn.

Ţađ hefur ekki veriđ mín sterkasta hliđ ađ baka. Eina uppskrift kann ég ţó utan ađ. Ţađ er uppskrift ađ vatnsdeigsbollum sem ég baka án undantekningar helgina fyrir bolludag ár hvert, gjarnan ţrefalda uppskrift. 

Hér kemur uppskriftin. 

 

  

60 gr. smjörlíki

2,5 dl. vatn

Ögn af salti

120 gr. hveiti

2 egg

Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrćrt og sođiđ. Hveitinu hrćrt út í. Ţá er degiđ kćlt ţar til ţađ er orđiđ kalt (ekki volgt). Best er ađ láta pottinn međ deginu fljóta í fullum vaski af köldu vatni. Ţegar degiđ er orđiđ kalt er ţađ sett í hrćrivél og tveimur eggjum bćtt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigiđ í vatnsdeigsbollurnar er ţá tilbúiđ og hentar ágćtlega í átta stórar bollur eđa 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakađ í ofni viđ 225 gráđur í 20-25 mín.

Verđi ykkur svo ađ góđu.


mbl.is Mikil notkun á heitu vatni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óvćnt ánćgja!

Ţessi mynd var tekin á ţorrablótinu á Eyrarbakka síđasta laugardagskvöld. Skemmtinefnd var međ langan og skemmtilegan leikţátt um mannlífiđ á Eyrarbakka.  Ţarna eru Ragna Kristín Jónsdóttir í hlutverki Rauđhettu en Hafţór Oddur Jóhannesson í hlutverki Lýđs Pálssonar safnstjóra sem verđur á hennar leiđ. Sjá nánar á www.eyrarbakki.is

  IMG_1263


Hinn nýji Gúttóslagur?

Ótrúlegt ađ horfa á ţessi ósköp í Sjónvarpinu.  Ég hef ekki séđ svona lćti í íslenski pólitík áđur.  Reyndar létu ýmsir sjálfstćđismenn í Árborg ófriđlega á bćjarstjórnarfundi einum í desember 2006 ţegar nýr meirihluti var myndađur. En varla svona.
mbl.is Hávćr mótmćli í Ráđhúsinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lék fangavörđ

Ég hef séđ tvćr myndir međ Ledger.  Í annari ţeirra Monsters Ball átti hann stórleik, reyndar í litlu hlutverki. Hann lék ungan fangavörđ sem bugađist viđ störf á dauđadeild. Eftirminnilegt.  En ég man ekki hvađ hin myndin hét, jú Brćđurnir Grimm. Og etv. hef ég líka séđ A Knights Tale  - og jú og hvađ lék hann í Casanova líka?  Ţćr eru ţá fjórar bíómyndirnar sem ég hef séđ hann leika í eftir allt saman. Brokeback Mountain á ég eftir ađ sjá. 
mbl.is Ledger virđist hafa látist af slysförum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Björn Ingi mun koma aftur

Fyrr eđa síđar mun Björn Ingi Hrafnsson stíga inn í stjórnmálin aftur.  Enginn skal afskrifa hann ţrátt fyrir ţessa orrahríđ nú um ţessar mundir.
mbl.is Framsóknarmenn slíđri sverđin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Söfn í Skotlandi

Dagana 18. til 25. sept. sl. dvaldi ég í Skotlandi. Fyrst međ íslenskum safnamönnum í hinum svonefnda farskóla safnamanna sem starfrćktur hefur veriđ frá 1988 á hinum ýmsustu stöđum á Íslandi - ađ ţessu sinni ţó utan skersins og flogiđ til Skotlands. Ađ farskóla loknum dagana 21.til25. dvaldi ég ásamt Gurru minni í Roslyn ţorpi mjög vinalegu fyrir utan Edinborg. 

Međ safnamönnum frćddist ég um starfsemi safna í borgunum Edinborg og Glasgow.  Hin fróđlegasta ferđ.  Og ósköp eru nú íslensk söfn lítil miđađ viđ  ţađ sem sjá mátti í Skotlandi.  Allt miklu eldra og stćrra í sniđum. Ýmsar hugmyndir fćddust í ţessari ferđ sem eflaust má vćnta ađ muni sjást í starfsemi íslenskra safna í framtíđinni.  Söfn í Skotlandi gegna mjög mikilvćgu samfélagshlutverki og eru ekki bara stofnanir sem safna, rannsaka, varđveita og sýna. Ţau hrćrast líka mjög mikiđ í ţví samfélagi sem ţau lifa í.  

Athyglisverđasta safniđ sem ég sá í ferđinni var í miđborg Glasgow, safn sem Hörđur á Akureyri fann fyrir tilviljun og tókst ađ draga eins og ţriđjung farskólanemenda međ sér í skođunarferđ. Safniđ heitir Reflex Museum.  Ţađ fjallar um ákveđiđ fjölmenningarlegt fyrirbćri sem tröllreiđ öllum heiminum á árunum 1980 til ca. 1990. Höfđar til listgeirans, nánar tiltekiđ tónlistar.   Í safninu er spiluđ úr hávćrum glymskröttum tónlist sem tilheyrir ţessari menningu.  Veggir safnsins eru ţakktir frćgum einstaklingum sem ţekktir voru fyrir ađ semja og flytja ţessa tilteknu tónlist. Má ţar nefna A. Ridgelay og G. Michael.  Á skjám mátti sjá hljómsveitir og listamenn sem viđurvćri höfđu af ţessari list. Sérstakir stađir voru hannađir og stofnsettir víđa um hinn vestrćna heim til ađ spila ţessa tilteknu tónlist og voru ţar innréttuđ sérstök dansgólf  til ađ dansa undir ţessari tilteknu tónlist. Sérstök lýsing einkennir ţetta fyrirbćri og kringlóttar glerkúlur snúast iđulega fyrir ofan dansiđkendur. Lýsingin er reyndar mjög óvenjuleg af söfnum ađ vera, ljós sem blikka í öllum litum og snúast til og frá.  Var ţví stundum erfitt ađ lesa hina fáu sýningatexta sem nćr eingöngu voru heiti hljómlistarmanna ţeirra sem iđkuđu ţessa tónlist.  Gjarnan eru barir á ţessum tilteknum stöđum sem á alţjóđamáli kallast discoteque.  Reflex Museum er endurgerđ slíks stađar ađ mér virđist sem útskýrir hiđ sérstaka layout safnsins.  Ég er reyndar ekki alveg viss um ađ ţetta hafi í raun veriđ safn. Var ţetta safn?  Međfylgjandi myndir sýna mig í vettvangsferđinni á Reflex Museum í Glasgow.

Meira skemmtilegt frá Skotlandsferđinni síđar.Skrýtiđ safn?

  Safnstjóri á safni?


Err eđa ekki err?

Nú er ég í vandrćđum.  Ţađ er orđiđ "heimildarmynd" eđa heimildamynd".  Er err eđa er ekki err? Ţađ er stóra spurningin.

Á heimasíđu Kvikmyndamiđstöđvar Íslands titlar Laufey frćnka Pál Baldvin sem ráđgjafa heimildamynda - ekki međ erri.

Í Mogganum er talađ um heimildarmynd međ erri í ritdómi eftir Snćbjörn Valdimarsson gagnrýnanda. 

Í íslenskri orđabók er talađ um heimildarkvikmynd og heimildarmann međ erri.

Ef slegiđ er inn orđiđ heimildamynd err-laust á leit.is koma fram 2.261 niđurstöđur en ţegar á sömu slóđ er slegiđ inn orđiđ heimildarmynd međ erri koma fram 6.622 niđurstöđur.

Ég leitađi eftir ráđleggingum Ásmundar Sverris míns gamla íslenskukennara, sem reyndar vill núna gefa íslenska stafsetningu frjálsa! Hann segir ađ úr ţví ég sé ađ fara nota orđiđ í opinberru plaggi skuli ég ţessvegna stafa ţetta títtnefnda orđ međ erri - sem er málvenjan. 

Heimildarmynd verđur ţađ heillin mín! Ţar hafiđ ţiđ ţađ kćru lesendur!


Sem betur fer lítill bókstafur!

{FCA0F215-0413-4F47-95FE-31B0669BC608}_husid_a_eyrarbakkaJa, mér hálfbrá fyrst ţegar ég las fréttina. Eina málsgreinina las ég svona: "Í Húsinu á Eyrarbakka fundust efnisleifar og neysluáhöld en engin fíkniefni."  Er í ţessari fornu byggingu, sem nú hýsir safn, ef til vill ađ finna efnisleifar frá Lambertsenunum sem sátu í Húsinu fyrir 200 árum? Einn ţeirra Lambert Lambertsen var nú ţekktur fyrir neyslu fíkniefna, ţ.e. brennivínsneyslu.

Jćja, en sem beturfer er bara lítiđ h í fréttinni!


mbl.is Húsleitir á Stokkseyri og Eyrarbakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kotferjutjörnin ţurr

Í gamla daga fór ég reglulega međ stöng og veiddi silunga í Kotferjutjörninni.  Enginn vissi eiginlega hver átti ţessa tjörn ţví allir virtust veiđa ţarna, viđ krakkarnir í Litlu-Sandvík og Stóru-Sandvík og Stekkum einstaka sinnum. Svana frćnka átti ţá Kotferjuna sem hún erfđi eftir föđur sinn, langafa minn Guđmund Ţorvarđarson í Litlu-Sandvík. Eftir hana eignuđust synir hennar Doddi og Dúddi eyđijörđina en svo háttar held ég til međ tjörnina ađ hún liggur bćđi ađ landi Kotferju og Stóru-Sandvíkur en líklega er tjörnin óskipt eign Sandvíkurtorfunnar og Kotferju. 

Ég brá mér í bíltúr í dag ásamt Kristni syni mínum og ók ađ tjörninni.  Hún er nćstum ţurr. Ég hef aldrei séđ svona lítiđ vatn í tjörninni.  Ég tók nokkrar myndir af tjörninni og sömuleiđis stórkostlegri byggingu sem risin er á gamla bćjarhól Kotferju og vakti óskipta athygli mína í fjarlćgđ. Ţar rís sumarhöll dr. Magga Jónssonar arkitekts sem keypti Kotferjuna á hagstćđu verđi af frćndum mínum ţeim Dúdda og Dodda.  Eiginlega ćtti ţessi eyđijörđ í framtíđinni ađ heita Kastalaferja.

 Kotferjutjörn Kotferja og SkálafellKotferja og hengill

 Kotferja og Ingólfsnáma  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 59198

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband