19.5.2008 | 15:15
Vor í Árborg úti
Heiđur sé ţeim félögum Ţóri og Andrési fyrir skipulagningu menningarhátíđarinnar Vors í Árborg. Voriđ varđ nokkuđ langt ađ ţessu sinni, heilir tíu dagar og tólf ef viđ tökum međ ţjófstart krónprinsparsins sem ţann sjötta maí skođađi kirkju og gamalt hús á Eyrarbakka og át hamborgara og franskar í bílskúr á Stokkseyri.
Eftirfarandi atburđi og sýningar tók ég ţátt í eđa skođađi:
Ég tók á móti krónprinsparinu danska viđ Húsiđ á Eyrarbakka ţann 6. maí og sýndi ţeim safniđ.
Ţann 8. maí fylgdist ég međ Árna Valdemarssyni vígja Gallerý Gónhól í frystihúsinu gamla á Eyrarbakka, ţar opnađi Jón Ingi sýningu og í sama húsi opnađi Hallur Karl vinnustofu sína.
Ţann 9. maí opnađi Byggđasafniđ sýningu á gömlum millipilsum og Sjóminjasafniđ sýningu á efni tengdu Eyrarbakka.
Laugardaginn 10. maí fylgdist ég međ glímuflokki í garđi Hússins á Eyrarbakka og fór á stórmarkađ í frystihúsinu. Ég heilsađi upp á Regínu í Litlu Vesturbúđinni. Hlustađi á Lúđrasveit Selfossi viđ Sólvelli. Og á laugardagskvöldinu 10. maí fór ég um Eyrargötuna á Eyrarbakka, las á staura ljóđ og annađ efni um Bakkann, og kom viđ í Sjónarhóli ţar sem Magnús Karel og Inga Lára voru ađ forsýna myndir í glugga af Eyrbekkingum í búđarglugga Laujabúđar.
Ţriđjudaginn 13. maí bar ég 25 klappstóla í Sjóminjasafniđ á Eyrarbakka og ţar kl. 15 mátti heyra í Margréti Hallmundsdóttur fornleifafrćđingi kynna fornleifaskráningu í Árborg. Ţađ var setiđ í öllum 25 stólunum.
Fimmtudaginn 15. maí fórum viđ Gurra á opnun ljósmyndasýningar í Tryggvaskála, sýningar sem Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari á heiđurinn af. Hann safnađi saman ljósmyndum teknum af lögregluţjónum á Selfossi og af flóđum á Selfossi.
Laugardaginn 17. maí fylgdist ég međ ótrúlegum fjölda gamalla Selfossbíla renna framhjá mínu einbýlishúsi viđ Túngötuna á Eyrarbakka.
Og laugardaginn 17. maí fengum viđ Kristinn Valberg okkur pylsu og kók í bođi Atlantsolíu á Selfossi.
Ţannig ađ ţessi veglega menningarhátíđ fór ekki fram hjá mér.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 23:56
Góđir gestir á Eyrarbakka
Í gćr komu góđir gestir á Eyrarbakka. Sjá heimasíđur ţeirra hér og hér.
Ég er nú yfirleitt ekki vanur ađ blanda fjölskyldu minni né vinnu í bloggiđ mitt en hér geri ég smá undantekningu. Hér ađ neđan gefur ađ líta mig ásamt Kristni syni mínum í góđum hópi gesta í Assistentahúsinu.
Dćgurmál | Breytt 8.5.2008 kl. 00:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 18:32
Litla-Sandvík
Dćgurmál | Breytt 9.4.2008 kl. 14:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
19.3.2008 | 08:37
Allt í sómanum í Árborg
Í gćr fór ég bćđi í sund og til rakara. Í sund til ađ liđka mínar fćtur og til rakarans til ađ snyrta minn haus.
Ekkert markvert bar til frásagnar í lauginni sem fréttnćmt ţćtti amk hvađ varđar fréttina sem bloggađ er um.
Á Rakarastofu Árborgar í Miđgarđi var hinsvegar mikiđ rćtt um ţetta mál alltsaman og í ţví sambandi má ţess geta ađ á stofunni voru einungis karlmenn sem tóku ţátt í misjafnlega rismiklum umrćđum um Svíann í sundlauginni í Laugarskarđi.
Eldri rakarasonurinn sagđi frá óförum sínum er hann skrapp í sauna eitt sinn í útlöndum og allt í einu fylltist saunaklefinn af nöktum konum. Og ţetta var ekki kvennatími bćtti hann viđ. Ađ endingu hrökklađist hann úr klefanum enda hann sá eini sem var í sundfötum og stakk ţví skynjanlega í stúf viđ ađra gufubađsiđkendur ţar.
Og Lalli, sem beiđ eftir hárklippingu eins og ég, sagđi frá mjólkurbílstjóra einum sem í rigningu einn dag tók erlendan kvenkyns puttafarţega á leiđ sinni um blómlegar sveitir Suđurlands. Og stúlkan tók allt í einu upp á ţví ađ ţurrka fötin sín enda rennandi vot og varđ ţví skjótt ber ađ ofan. Og hvađ gerđi Kiddi viđ ţá óvćntu uppákomu? Jú, hann ók mjólkurbílnum hrađar.
Bannađ ađ bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2008 | 00:10
Gettu enn enn og ennţá betur
MR í úrslit í Gettu betur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 22:28
Síminn hf stendur sig illa
Frétt Magnúsar Hlyns Hreiđarssonar sjónvarpsfréttaritara RUV á Suđurlandi um lélegt gsm samband í Flóahreppi olli mér bćđi kátínu og gremju í gćr. Kátínu vegna ţess hversu snilldarlega fréttin var sett upp međ Margréti sveitarstjóra á Ţingborg ađ tala í gsm síma út um glugga til ađ ná sambandi - en jafnframt gremju vegna vonlausrar baráttu minnar á Eyrarbakka viđ sama vandamál.
Ţađ vill svo til ađ skrifstofa mín er til húsa í byggingu sem er mjög vel einangruđ - í ţeim tilgangi ađ halda hita og raka stöđugu í kringum ţau verđmćti sem ţar eru jafnframt varđveitt. Ţessvegna nćst ekkert gsm samband hjá gsm-símtćkjum sem skráđir eru hjá Símanum. Hinsvegar eru símar hjá Voddafóni vel tengdir innandyra.
Ég sendi kvörtun til Símans fyrir tćpum ţremur árum, fékk svar fyrir tveimu árum og lofađ úrbótum en ekkert hefur gerst.
Ţolinmćđi mín mikla er hinsvegar alkunn.
6.3.2008 | 10:36
Slćm tíđindi af Swayze
Patrick Swayze međ krabbamein | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 00:46
Er Patrick Swayze feigur?
Á síđu minnsta keppinautar mbl.is er frétt um ágćtan Hollywood-leikara Partrick Swayze sem leikiđ hefur í fjölmörgum kvikmyndum en ţó ađeins tveimur sem haldiđ hafa nafni hans á lofti og gert hann heimsfrćgan. Myndirnar eru Dirty Dancing sem ég sá á mínu öđru háskólaári, sýnd í Regnboganum og ţótti mér feikna vel heppnuđ, og hin stórkostlega og ógeđslega vćmna Ghost sem ég hefi séđ oftar en einu sinni. Ţar lék hann ađalhlutverkiđ međ Demi Moore og er ţar ţekktast hiđ ógleymanlega atriđi ţegar ađalpersónurnar elskast á heldur óvenjulegum stađ, nefnilega viđ leirkersrennibekk. Í myndinni Ghost eiga líka eftirminnilega spretti Woopy Goldberg og hinn frábćri leikari Vincent Schiavelli (1948-2005) sem ađ jafnađi lék heldur ógćfusamar persónur í sínum myndum. Í Ghost lék hann draug - og undarlegt sem ţađ er ţá lék Schiavelli í síđustu mynd sinni rúmu ári eftir dauđa sinn ef eitthvađ er ađ marka ţessa heimild.
Í Dirty Dancing segir Swayze setninguna "Nobody puts Baby in a corner". Heldur undarleg málsókn átti nýlega sér stađ í Bandaríkjunum en ţar í landi hafa ráđamenn hjá Lionsgate kvikmyndaframleiđandanum fariđ í mál viđ nokkra barnafataframleiđendur. Ástćđan er sú ađ síđastnefndir framleiđendur hafa notađ ófrjálsri hendi ţessa ţekktustu setningu ţessarar bíómyndar sem jafnframt er talin í hópi ţekktustu setningar í sögu kvikmyndanna.
En svo ég botni ţennan pistil ţá fjallar ţessi sorglega frétt á DV um krabbamein sem hinn geđţekki leikari Patrick Swayze ţjáist af og hefur ţví miđur breiđst út um allan líkamann. Segir fréttin ađ ţessi leikari sem er 55 ára gamall eigi einungis fimm vikur eftir ólifađar. Fréttin er hér.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 12:27
Góđur vafrari lagđur niđur
Ég man ekki hvađa tegund af vafrara ég notađi voriđ 1992 ţegar ég kynntist netinu í Fjölbrautaskóla Suđurlands ţar sem ég var bókavörđur um ţriggja mánađa skeiđ. Ragnar Geir getur eflaust svarađ ţví. Tengt var viđ tölvu á Kópaskeri af öllum stöđum landsins. Ţar bjó eđa býr mađur sem var mikill frumkvöđull. Ragnar Geir getur líka upplýst meir um ţađ.
Haustiđ 1995 fékk vinnustađur minn í fyrsta sinn veftengingu og nýja Macintosh-tölvu. ţá var ţessi bylgja ađ bresta á og netţjónafyrirtćki ađ spretta upp. Vefskođunarforritiđ var Netscape sem ég notađi allt ţar til stofnunin var PC-vćdd upp úr 2002. Ég kunni betur viđ Netscape en Explorer.
Nú hefur Netscape veriđ lagđur niđur sennilega vegna yfirburđastöđu Explorer á heimsmörkuđum.Netscape lagđur niđur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 17:14
Hlaupársdagur
Hlaupársdagar eru merkilegir dagar. Ég er reyndar búinn ađ gleyma hvađ gerđist fyrir fjórum árum, eđa átta árum, hvađ ţá tólf árum.
Í dag hefur svosem ekkert markvert gerst. En eitt finnst mér ţó gleđilegt viđ ţennan dag. Ţađ eru gullhamrar sem ég hef veriđ sleginn í tölvuskeytum frá ónefndum telpum á mínum aldri sem ég á ágćt samskipti viđ um ţessar mundir. Dćmi:
Bara ţetta; Lýđur, ţú ert FRÁBĆR!
og
Ég tek undir ... ađ Lýđur ţú ert frábćr !
og
Einmitt!
Ég varđ satt ađ segja blóđrauđur í framan ţegar ég las ţetta hrós og frá einum kk til viđbótar kom svo ţetta:
Tek undir gullhamra kvenţjóđarinnar til Lýđs.
Ég á eiginlega ekki svona hrós skiliđ. Var bara sinna skyldum mínum á lokadegi ákveđins umsóknarfrests.
Eigiđ góđan hlaupársdag!
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggiđ
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni međ áratuga reynslu af ţjóđfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháđ blađ á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRĆĐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar