Ţađ snjóar

Í dag snjóar á réttláta sem rangláta, fátćka sem ríka. Hlutafjáreigendur sem skuldaeigendur. 

Snjósköfun


mbl.is Rannsóknin hefur forgang
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er gamli skólinn minn ađ verđa ađ stórveldi í íslenskum körfuknattleik?

Ţađ eru 22 ár síđan ég lauk námi viđ Fjölbrautaskóla Suđurlands á Selfossi.  Ţá var jú lítillega stundađur körfubolti viđ skólann og man ég eftir ađ skólafélagi minn Sveinn Helgason  - sem er ekkert sérstaklega hávaxinn eđa minni en 184,5 sm - var í fararbroddi ţeirra sem stunduđu körfubolta á Selfossi í ţá tíđ. 

ţađ kemur mér ţví reglulega á óvart ađ nú skuli skólinn minn gamli og góđi reka heilt körfuboltaliđ í úrvalsdeild Íslandsmótsins í ţessari grein. Og ţeir leggja eitt stórliđiđ af Suđurnesjum af velli í sínum fyrsta leik!  Vel af sér vikiđ Örlygur!


mbl.is Stórsigur FSu gegn Njarđvík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mótsagnir

Viđ eigum semsagt von á ađstođ alţjóđasamfélagsins og einnig ađ borga allar skuldir sem útrásarhetjurnar stofnuđu til.  Af hverju fékk ţjóđin ekki ađ kjósa um EES samninginn á sínum tíma?
mbl.is Ísland standi viđ alţjóđlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar Eyjólfur glímdi viđ blámanninn

Hér í Flóanum er allkunn sagan um hann Eyjólf sem fćddur var á 18. öld einhversstađar í Stokkseyrarhreppi hinum forna og var heljarmenni ađ burđum og sterkur mjög. Hann reisti viđ stóra hraunhellu sem sést enn viđ Eyrarbakkaveg  og er ekkert langt frá Litla-Hrauni. Eitt voriđ kom kaupmađur einn međ blámann međ sér.  Hann var líka heljarmenni.  Kaupmađur skorađi á  bćndurna og sjómennina ađ leggja blámanninn. Enginn ţorđi nema Eyjólfur ţessi. Svo fór ađ Eyjólfur vann.  Ég las ţessa frásögn í bók eftir dr. Guđna Jónsson og gefur hann ţađ í skyn ađ einn af afkomendum Eyjólfs hafi veriđ barnabarniđ Halldóra Guđmundsdóttir húsfreyja í Litlu-Sandvík kona Brynjólfs Björnssonar vefara og langalangalangalangai og -amma mín. 

Nú ţegar ég blogga ţessa fćrslu ţá hef ég ekki bók Guđna viđ hendina og ekki hef ég enn fengiđ ţađ stađfest t.d. í Íslendingabók.is hvort ţađ geti veriđ ađ ég sé útaf Eyjólfi ţessum kominn ţar sem islendingabok.is getur ekki um framćttir Halldóru í Litlu-Sandvík.  FélagarnirEtv. er einhver ónákvćmni í ţessum texta mínum og mun ég gjarnan leiđrétta ef villur koma í ljós. Og ađ sjálfsögđu tek ég öllum upplýsingum fengins hendi.


mbl.is Síđustu sjónvarpskapprćđurnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Páll Lýđsson, Guđni og Pútín

Ţađ kemur mér skemmtilega á óvart ađ Pútín skuli eiga sama afmćlisdag og fađir minn sálugi Páll Lýđsson. Fyrir 22 árum síđan flutti Guđni Ágústsson föđur mínum snilldarrćđu í fimmtugsafmćli pabba.

Í dag komum viđ systkinin saman í Litlu-Sandvík og drukkum kaffi hjá mömmu - líka vegna ţess ađ fyrir fimmtíu árum voru foreldrar okkar gefin saman af sr. Jóni Ţorvarđarsyni.


mbl.is Guđni og Pútín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rétt stöđumat er gulls ígildi

Nú er svo komiđ ađ ég veit ekki í hvorn fótinn skal stíga. En Geir Hilmar Haarde talađi mjög skýr til ţjóđarinnar í dag.  Nefnilega nú er alţjóđleg peningakreppa.  Hér á landi eru til risastórir bankar sem vaxnir eru íslensku hagkerfi yfir höfuđ.  Vćntanlega rétt stöđumat. Ţetta reddast, núna, bráđum, seinna eđa síđar.

Ég má reyndar ekkert vera ađ ţví ađ pćla í ţessum hlutum, á föstudaginn var seldi ég húseign mína og nú liggur mér á ađ finna ađra áđur en peningarnir brenna upp.

 


mbl.is Neyđarlög sett í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Niđurstađan stormur í vatnsglasi?

Nú hafa ráđamenn ţjóđarinnar og helstu peningamennirnir fundađ stíft og niđurstađan komin í ljós: Stađan er ekki eins slćm og í fyrstu var taliđ. 

En nú bíđ ég spenntur eftir gengisskráningunni á morgun.  Hvađ gerist nćst?  Fer krónan ađ styrkjast aftur? Gengur krónan til baka? Fellur allt í sama fína gengiđ og fyrir 12 mánuđum ţegar krónan var mjög sterk og stöđug? Eđa heldur krónan áfram ađ falla eftir lögmáli Newtons?

Annars hef ég engar áhyggjur.  Á fjögurra ára fresti veljum viđ 63 einstaklinga sem eiga ađ hafa áhyggjur fyrir okkar hönd! Mér fannst Egill Helgason í Silfrinu góđur í dag ţegar hann hvessti augum á Ágúst Ólaf og Pjetur Blöndal og spurđi mjög ákveđiđ hvort ţeir bćru ekki ábyrgđ á stöđunni.


mbl.is Ekki ţörf á ađgerđapakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skemmtileg mismćli

Á sunnudaginn var hitti ég í Gónhól á Eyrarbakka frćnku mína Aldísi Hafsteinsdóttur sem ţar var ásamt Lárusi manni sínum, Alberti yngsta barni ţeirra og tveimur skiptimiđum frá Suđur-Ameríku. Ja, ég segi bara bestu keđjur í Hveragerđi.
mbl.is 900 byggingum slegiđ á frest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ hlaut ađ vera!

Já, ég tók strax eftir ţvíađ Selfoss hafđi fćrst nćr Eyrarbakka ţegar ég ók ađ Litlu-Sandvík um sex leytiđ ţann 29. maí sl.  Palli frćndi er alveg ótrúlega talnaglöggur - eins og margir Hlíđarmanna.
mbl.is Selfoss fćrđist í skjálftanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég er trúađur en ekki strangtrúađur!

"Samkvćmt Opinberunarbók Biblíunnar er talan 666 númer hinnar illu skepnu eđa djöfulsins", segir í fréttinni.  En ég sem fćddur er í júní áriđ 1966 hlýt ţá ađ bera númer ţessarar illu skepnu eđa djöfulsins.  Og ekki nóg međ ţađ, ţrír síđustu stafir í kennitölu minni er 999 sem er 666 á hvolfi. -Ja nú vesnar í ţví! En sem betur fer er ég ekki strangtrúađur ţannig ađ mér finnst ţetta allt í lagi. Reyndar er ég bara mjög ánćgđur međ kennitöluna mína.


mbl.is Óánćgđ međ kennitöluna 666
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband