Bæjarnafni misþyrmt í Hádegismóum

Ég var að fletta gagnasafni Moggans vegna greinar sem ég hafði haft spurnir af um ólán góðs nágranna míns úr Sandvíkurhreppnum, Guðmundar Lárussonar í Stekkum.  Og ég rataði á tvær slíkar greinar. Í þeirri fyrri segir: „Nú er ljóst hvað Landsbankinn borgar út með góðu,“ segir Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekkjum II við Selfoss og fyrrverandi formaður Landssambands kúabænda." Og í annari grein segir:  "Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekkjarstöðum II við Selfoss, einn þeirra sem áttu ævisparnaðinn inni í peningabréfum og verður af milljónum þar sem bankinn borgar aðeins 69 prósent."

Já - og svona til fróðleiks þá er álíka langt frá Stekkum á Selfoss og frá Hádegismóum að Lækjartorgi.  Hádegismóar eru semsagt við Lækjartorg ef eitthvað er að marka okkar annars ágæta Mogga.

 


Síminn styður ofsaakstur

Undarleg niðurstaða.  Ákvæði um friðhelgi einkalífs ofar almannahagsmunum um að hafa upp á glæpamönnum sem aka á yfir 200 km hraða á klukkustund.  Því miður eru Eyrarbakkavegur og Flóavegur helstu kappakstursbrautir hér Sunnanlands - beinir og breiðir vegir -  og eflaust ekki langt að bíða að þessi hraðakstur verði einhverjum að fjörtjóni.


mbl.is Fá ekki upplýsingar um GSM-síma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættfræði Moggans

Það kom mér reglulega á óvart að lesa í Morgunblaðinu í morgun að Bjarni Harðarson bóksali og fyrverandi alþingismaður og Eygló Harðardóttir framkvæmdastjóri, ráðgjafi og nýorðinn alþingismaður væru systkin. Eða var ég svona svakalega syfjaður þegar ég las blaðið? En er þá líka nýorðinn alþingismaður Helga Sigrún Harðardóttir systir þeirra?  Morgunblaðið verður að svara þessu. Hann lýgur aldrei.
mbl.is ESB „ýtti við“ Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins góð tíðindi frá Lundúnum

Mínir menn komnir á beinu brautina. Gott að þeim hjá Spurs tókst að losa sig við útlenda þjálfarann.


mbl.is Tottenham sló Liverpool út úr deildabikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg afsögn

Mitt í allri fjármálakreppunni þar sem ýmsir virðast hafa gert milljarða mistök í efnahagsstjórn og eftirlitsstörfum segir alþingismaðurinn Bjarni Harðarson af sér!  Þá mættu fleiri hausar fjúka ef ein Cc: mistök eru einu orsök afsagnar Bjarna.  Gott hinsvegar fyrir sunnlenskt fræðastarf og nú fer væntanlega bóksalinn, blaðamaðurinn, álfatröllaogdraugasagnamaðurinn Bjarni á stjá. En hvaða draugur skyldi hafa verið að fikta í tölvu Bjarna? 
mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafár vísvitandi?

Nú fær ríkisstjórn Geir H. Haarde vinnufrið í nokkra daga! En skyldi Bjarni nokkuð hafa gert þetta óvart? Sá Bjarni sem ég þekki svo vel kann vel að nota tölvur og að mínu mati þarf mikla lagni til að geta ruglast á að senda aðstoðamanni  eða tug fjölmiðla.

Í bréfi flokksbræðranna koma engin ný tíðindi.  Allir vita að innan Framsóknarflokksins eru mjög skiptar skoðanir um Evrópumálin og verið hart deilt um þau í nokkur ár. Þetta bréf hefði hvort sem er orðið opinbert.  Þetta er eiginlega ekkifrétt. 


mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapaðir vextir?

Ef ég les fréttina rétt þá virðist sveitarfélagið hafa tapað vöxtunum af því að geyma féð í peningabréfum Landsbankans.  Þessi umræða er því stormur í vatnsglasi. 
mbl.is Árborg tapar 110 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhugsað viðtal?

Þetta viðtal Heilagrar Agnesar við aðaleiganda Morgunblaðsins virðist virka sem olía á eldinn ef eitthvað er að marka hinar fjölmörgu bloggfærslur hér á undan. 
mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 58933

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband