7.9.2008 | 11:34
Herra Sigurbjörn biskup
Einhver innri gæfa og farsæld virðist hafa fylgt herra Sigurbirni. Guð blessi hans minningu.
Eitt sinn ók ég um hans fæðingarbyggð í Meðallandinu með föður mínum. Við heimsóttum Vilhjálm Eyjólfsson í Hnausum. Villi var ekki með gestabók á sínu heimili en lét gesti gjarnan rita nöfn sín í afmælisdagabók sem byrjað var að skrifa í á tímum foreldra hans. Villi bauð okkur súpukjöt. Og við feðgar fengum svo að skrifa í bókina. Í afmælisdagabók Hnausa í Meðallandi má því sjá mína fögru rithönd fyrir neðan rithönd Sigurbjörns Einarssonar en hann var fæddur á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Ég fæddur 55 árum síðar. Það var varla að mér þætti viðeigandi að rita nafn mitt fyrir neðan svona göfugan mann. En mér þótti upphefð af því.
Allir hlustuðu þegar hann talaði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2008 | 14:40
Fær Ólafur Stefánsson stórriddarakross?
Ef ég man rétt fékk fyrirliðinn frækni Ólafur Stefánsson riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir nokkrum árum. Nú ætti hann því að fá Stórriddarakrossinn sem helstu fyrirmenni þjóðarinnar og erlend kóngaslekti fá. Það væri vel við hæfi. "Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig."
Gott mál!
Fálkaorðan bætist í orðusafnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 14:28
Flúðasvæðið?
Æ,æ! Flúðasvæðið? Væri ekki nær að segja bara Grænmetisbændur í Hrunamannahreppi? Eða upp í Hreppum? Eða Ytri-hrepp? Eða öðrum Gullhreppnum? (Grímsnesið góða, Sultartungur, Gullhrepparnir og Svarti-Flói! - sagði biskup einn.)
Grænmetisuppskera í fullum gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 16:45
Kveðja til landsliðsins
Þessi árangur íslenska handboltalandsliðsins er frábær.
Kæru Alexander Pettersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Bjarni Fritzsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Guðmundur Þjálfari Guðmundsson, Hreiðar Leví Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Jakobsson. Aðstoðarþjálfarar, aðrir aðstoðarmenn og stjórn HSÍ!
Ég og mín fjölskylda höfðum mikla ánægju af því að fylgjast með ykkur á Ólympíuleikunum í Peking. Fyrir það þökkum við ykkur kærlega. Óskum ykkur til hamingju með frábæran árangur. Annað sætið á Ólympíuleikum, í fyrsta sinn á verðlaunapall í hópíþrótt getur ekki kallast annað en frábær niðurstaða. Þið voruð flestir löngu búnir að viðurkenna yfirburði Frakka og vonuðust til að þurfa ekki að mæta þeim fyrr en í úrslitaleiknum!
Hér á Eyrarbakka sem allstaðar annarsstaðar á skerinu okkar góða er íslenski fáninn dreginn að húni ykkur til heiðurs.
Til hamingju og góða heimferð til Íslands!
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 17:38
Stór dagur í Íslandssögunni!
Það var alveg stórkostlegt að verða vitni að þessu afreki íslenska handboltalandsliðsins. Þetta er mesta afrek sem íslenskir íþróttamenn hafa unnið fyrr og síðar - og þeir geta jafnvel gert ennþá betur á sunnudag ef þeir spila þá af hjartans list (hjartans lyst?) eins og þeir hafa gert allan tímann. Nú hafa þeir engu að tapa - en allt að vinna.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 21:09
Er forsetinn okkar pínulítill?
Ég hef nokkrum sinnum á minni æfi hitt Ólaf Ragnar Grímsson forseta. Hann hefur alltaf virkað á mig sem mjög hávaxinn, hann er amk hærri en 184,5 sm sem er mín hæð og þótti harla góð hæð að áliti ömmu minnar.
Svo sér maður ljósmyndir af vorum ágæta forseta við hlið okkar frábæru handboltakappa og virkar þar sem peð við hlið þeirra!
Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson hefur sýnt það og sannað í mjög svo athyglisverðum viðtölum síðustu daga að þar er vænlegt forsetaefni á ferð. Bara jákvæðar ræður - ekkert píp.
Það yrði nú frábært ef þeir ynnu Spánverja. Og það yrði líka frábært ef þeir ynnu leikinn á sunnudaginn - gull eða bronsleikinn. Ég bíð með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leikjum.
Forsetahjónin í ólympíuþorpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2008 | 12:02
Að toppa á réttum tíma
Það vesta sem getur komið fyrir stjórnmálahreyfingu er að fá góða útkomu í skoðanakönnun löngu áður en gengið er til kosninga. Góð útkoma nú er að sjálfsögðu dómur almennings um tíð meirihlutaskipti. Að sjálfsögðu er glundroði borgarstjórnar-elítunnar aðhlátursefni og í raun hefur verið ótrúlegt að fylgjast með framvindu mála í Reykjavík frá þeirri stundu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri R-listans gaf kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík til Alþingis í janúar 2003. Síðan þá hafa sex borgarstjórar sest í stólinn og sá sjöundi á fimmtudaginn kemur. Að meðaltali situr hver borgarstjóri í eitt ár. Merkilegt nokk!
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2008 | 14:43
Hringtorg fyrir ríðandi umferð
Þó það komi þessum sænska götuveta lítið við þá langar mig til að upplýsa blogglesendur um nýjustu stefnu Árborgar gagnvart hestafólki:
1. 0804106 - Umferðaskipulag í Tjarnarbyggð, áður á fundi 23. apríl sl.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg kt:650598-2029
Guðmundur Elíasson
Austurvegur 67, 800 Selfoss
lagt er til við bæjarstjórn að umferðarskipulag verði samþykkt. Skipulags- og bygginganefnd beinir því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við lagfæringar við gatnamót tjarnarbrautar og Eyrarbakkavegs, að fyrir verði komið hringtorgi og undirgöngum fyrir ríðandi umferð. Jafnframt að hafist verð strax handa við gerð aðreinar við gatnamót til að auka umferðaröryggi.
(heimild www.arborg.is fundargerð Bygginga- og skipulagsnefndar Árborgar 15.8.2008)
Guð býr í götuvitanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 14:11
Áfram svo!
Mikið var gaman að horfa á leikinn við Þjóðverja. Og einhvernveginn finnur maður að allt leikur í lyndi hjá piltunum, þeir eru afslappaðir en svona rosalega einbeittir og markvissir í sínum leik. Lykilmenn eru frískir, nema kannski Guðjón Valur, en nú virðist breiddin vera meiri en í fyrri mótum, amk. var ekkert mál að leysa stöðu Guðjóns af í Rússaleiknum. Liðið er líka afskaplega reynsluríkt, sterkir karakterar, flestir þeirra búnir að verða viðloðandi liðið í mörg ár. Þeir eiga eftir að komast langt á ólympíuleikunum - ef þeir halda sér á jörðinni og einbeita sér að verkefninu. Áfram mínir menn!
Snorri er einn sá besti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2008 | 13:41
Tóta Gests og hennar kýr með skemmtilegt nafn
Hér gefur að líta ljósmynd sem Þórunn Vilbergsdóttir á Eyrarbakka tók fyrir nokkrum áratugum. Á ljósmyndinni eru amma hennar Þórunn Gestsdóttir - öðru og algengara nafni Tóta Gests og kýr hennar sem hafði skemmtilegt nafn. Tóta bjó í Garðbæ skammt frá Húsinu og var eflaust þekktasti nágranni Hússins og húsvörður Hússins. Hún stundaði stórfellda kartöflu- og þó einkum gulrótnarækt og átti meðal annars mikil viðskipti við afa minn Lýð Guðmundsson í Litlu-Sandvík sem hún mat mikils. Eitt sinn skiptu þau Tóta og Lýður á gulrótum og belju.
Fékk Lýður gulrætur, sennilega í miklu magni, en lét af hendi unga kú. Rak barnabarn Tótu, Ólafur Vilbergsson kúna niður á Eyrarbakka og átti Tóta hana í mörg ár. En kýrin fékk hér að sjálfsögðu nafn við hæfi. Kýrin hét Gulrót.
Söguna af Gulrót fékk ég fyrst að heyra hjá Halldóri Blöndal, fyrrverandi kaupamanni í Litlu--Sandvík og síðar forseta Alþingis, þegar hann kom í góðum hópi vorið 2007 í Húsið á Eyrarbakka. Hann þekkti til beggja þessara staða, var kaupamaður í Litlu-Sandvík um níu ára skeið hjá afa og var stundum heimagangur hjá frænku sinni Ragnhildi Pétursdóttur kennda við Háteig og Engey sem átti Húsið á Eyrarbakka um mjög langt skeið miðlungann af 20. öld ásamt manni sínum Halldóri Þorsteinssyni. Nafngiftina þekkti einnig Þórunn Vilbergsdóttir sem var svo góð að lána mér ljósmyndina.
Í viðtalsbók Guðmundar Daníelssonar rithöfundar og skólastjóra á Eyrarbakka Í húsi nánungans (1959) greinir Tóta nánar frá kúnni sinni. Hún mjólkaði vel, stundum yfir 20 merkur og var ekki geld nema þrjár vikur fyrir burð. "Hún frú Ragnhildur í Háteigi skírði hana þetta. Ég keypti hana fyrir peninga sem ég fékk fyrir gulrætur. ... Allar skepnur skila afurðum í réttu hlutfalli við aðbúðina, sem þær njóta."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 59196
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar