Færsluflokkur: Dægurmál
19.3.2008 | 08:37
Allt í sómanum í Árborg
Í gær fór ég bæði í sund og til rakara. Í sund til að liðka mínar fætur og til rakarans til að snyrta minn haus.
Ekkert markvert bar til frásagnar í lauginni sem fréttnæmt þætti amk hvað varðar fréttina sem bloggað er um.
Á Rakarastofu Árborgar í Miðgarði var hinsvegar mikið rætt um þetta mál alltsaman og í því sambandi má þess geta að á stofunni voru einungis karlmenn sem tóku þátt í misjafnlega rismiklum umræðum um Svíann í sundlauginni í Laugarskarði.
Eldri rakarasonurinn sagði frá óförum sínum er hann skrapp í sauna eitt sinn í útlöndum og allt í einu fylltist saunaklefinn af nöktum konum. Og þetta var ekki kvennatími bætti hann við. Að endingu hrökklaðist hann úr klefanum enda hann sá eini sem var í sundfötum og stakk því skynjanlega í stúf við aðra gufubaðsiðkendur þar.
Og Lalli, sem beið eftir hárklippingu eins og ég, sagði frá mjólkurbílstjóra einum sem í rigningu einn dag tók erlendan kvenkyns puttafarþega á leið sinni um blómlegar sveitir Suðurlands. Og stúlkan tók allt í einu upp á því að þurrka fötin sín enda rennandi vot og varð því skjótt ber að ofan. Og hvað gerði Kiddi við þá óvæntu uppákomu? Jú, hann ók mjólkurbílnum hraðar.
![]() |
Bannað að bera brjóstin í Hveró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2008 | 00:10
Gettu enn enn og ennþá betur
![]() |
MR í úrslit í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 10:36
Slæm tíðindi af Swayze
![]() |
Patrick Swayze með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 12:27
Góður vafrari lagður niður
Ég man ekki hvaða tegund af vafrara ég notaði vorið 1992 þegar ég kynntist netinu í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem ég var bókavörður um þriggja mánaða skeið. Ragnar Geir getur eflaust svarað því. Tengt var við tölvu á Kópaskeri af öllum stöðum landsins. Þar bjó eða býr maður sem var mikill frumkvöðull. Ragnar Geir getur líka upplýst meir um það.
Haustið 1995 fékk vinnustaður minn í fyrsta sinn veftengingu og nýja Macintosh-tölvu. þá var þessi bylgja að bresta á og netþjónafyrirtæki að spretta upp. Vefskoðunarforritið var Netscape sem ég notaði allt þar til stofnunin var PC-vædd upp úr 2002. Ég kunni betur við Netscape en Explorer.
Nú hefur Netscape verið lagður niður sennilega vegna yfirburðastöðu Explorer á heimsmörkuðum.
![]() |
Netscape lagður niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 17:14
Hlaupársdagur
Hlaupársdagar eru merkilegir dagar. Ég er reyndar búinn að gleyma hvað gerðist fyrir fjórum árum, eða átta árum, hvað þá tólf árum.
Í dag hefur svosem ekkert markvert gerst. En eitt finnst mér þó gleðilegt við þennan dag. Það eru gullhamrar sem ég hef verið sleginn í tölvuskeytum frá ónefndum telpum á mínum aldri sem ég á ágæt samskipti við um þessar mundir. Dæmi:
Bara þetta; Lýður, þú ert FRÁBÆR!
og
Ég tek undir ... að Lýður þú ert frábær !
og
Einmitt!
Ég varð satt að segja blóðrauður í framan þegar ég las þetta hrós og frá einum kk til viðbótar kom svo þetta:
Tek undir gullhamra kvenþjóðarinnar til Lýðs.
Ég á eiginlega ekki svona hrós skilið. Var bara sinna skyldum mínum á lokadegi ákveðins umsóknarfrests.
Eigið góðan hlaupársdag!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 19:45
Góð niðurstaða
Mjög skynsamlegt - enda hefur Vilhjálmur ekkert gert af sér annað en að staðfesta góðra manna ráð og búa til marga milljarða úr engu - með því að fá öfluga fjárfesta til að leggja nafn sitt undir REI ef ég skil þetta flókna mál rétt.
Hann verður borgarstjóri að ári vona ég enda sé ég engan foringja í sexmenningahópnum. Sá vandi var ekki fyrir hendi árin 1978 til 1982. Þá valdi íhaldið mann til forystu sem ekkert gerði annað en gagnrýna vinstri-meirihlutann fyrir að skipuleggja byggð á meintu sprungusvæði við Rauðavatn þar sem nú er Mogginn.
Mjög sennilegt er að V og S nái hreinum meirihluta árið 2010. Þá loksins mun þessum farsa ljúka.
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 00:46
Niðurstaðan ljós
Ég hlustaði með mikilli athygli á lögin átta í kvöld. Ekkert þeirra skaraði fram úr. Lögin voru hinsvegar ekki léleg. Þetta var bara ágætt. Sjónvarpið á heiður skilið fyrir glæsta umgjörð.
Lagið sem vann mun ekki skara fram úr í Belgrad. Hinsvegar eru þau Örlygur Smári, Regína Ósk og Friðrik Ómar vel að þessum sigri komin. Gangi þeim vel með áframhaldið.
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 00:10
Skemmtiefni!
Ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér ágætlega við að lesa pistil Össurar um Gísla Martein. En nota bene sem skemmtiefni - ekki sem stjórnmálaskýringu.
Nú reynir á yfirvegun Gísla Marteins. Ef ég væri hann myndi ég ekki gefa út komment á pistilinn.
Eflaust mun brátt einhver góður hægrisinnaður stílisti taka að sér að ausa ofurlítið yfir Össur. Ég hlakka til. Össur eflaust líka!
Og þá er bara að bíða þar til klukkan slær tvö í nótt!
![]() |
Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.2.2008 | 23:33
Játning!
Fyrir tæpum 20 árum spilaði ég póker upp á pening. Þetta voru reyndar ekki háar upphæðir. Einungis tíkallar voru leyfileg mynt. Ég spilaði í hópi með Gumma bróður, Gumma Skúla, Svenna, Stulla og Davíði Oddssyni og hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri bannað. Ég held að ég hafi hvorki tapað né unnið.
Ég sé afskaplega mikið eftir þessu. Vonandi er málið fyrnt.
Við hjónin eigum box með pókerspilapeningum úr plasti. Lögin ná vonandi ekki yfir þá. Við höfum reyndar aldrei tíma til að spila.
![]() |
Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.2.2008 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2008 | 17:54
Negri
Las mér til m ikillar ánægju um daginn öndvegisritið "Tíu litlir negrastrákar" fyrir son minn.
Hvað er að orðinu negri? Mér þætti gaman að fá útleggingu málfræðings. Góður kunningi minn í Osló Árni Torp, fyrrum fjósamaður í Litlu-Sandvík en núna prófessor í málvísindum við Oslóarháskóla tók þátt í miklum umræðum fyrir nokkrum árum í norsku sjónvarpi. Þar vildu ýmsir nota allt önnur orð um hörundsdökkt fólk en negra. Negri en hinsvegar afskaplega fínt orð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar