Flytjum á Jótlandsheiðar!

KollundÍ morgun fékk ég símtal frá Steina vini mínum sem nú býr í Kollund á Jótlandi, rétt hjá Flensborg í Þýskalandi.  Í okkar langa símtali kom meðal annars fram að Steini fer nú brátt að huga að fyrsta slætti. Farið er að grænka í Kollund og hann gat lýst veðrinu svo að þar væri komið vor. Hann sat út á veröndinni heima hjá sér þegar hann talaði við mig.  Við rifjuðum upp nokkra hressilega íslenska vetra, m.a. veturinn 1999-2000 og janúar til febrúar 1991. Þá gustaði vel um okkar kalda sker.

Ég gæti alveg hugsað mér að flytja á Jótlandsheiðar.  Það var svosem ekki vitlaus hugmynd þarna fyrir nokkrum öldum síðan hjá dönskmenntuðu embættismönnunum okkar að flytja þjóðina alla á hlýrri slóðir. Nú þarf ekki ráðgjöf embættismanna. Í dag höfum við val og ekkert sem heftir okkur annað en heimabakaðar skuldir og ósýnileg bönd sem kallast ættjarðarást.


mbl.is Versta óveðrið í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

...já og þessi hressilegi gustur í hárið þegar það blæs svona skemmtilega að norðan...

Hulda Brynjólfsdóttir, 10.2.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já þú manst þá vonandi að pikka í nágrannana líka ef þið flytjið, ég er sko til í að flytja úr þessum veðraham

Sædís Ósk Harðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Óðinn af Eyrarbakka

Ætlarðu þá að taka Húsið með þér? þeir skiluðu okkur jú handritunum!

Óðinn af Eyrarbakka, 12.2.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 58940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband