Eyþór meðhjálpari í annari kirkju en sinni sóknarkirkju

Eyþór Arnalds er ekki sóknarbarn í Selfosskirkju.  Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi tilheyrir Eyrarbakkakirkjusókn. 

Það er svolítið flókið að segja frá kirkjulífi íbúa Sandvíkurhrepps. Ég geri tilraun:

Fyrr á tímum heyrði Hreiðurborg til Kaldaðarnesskirkju eins og flestir bæja í Sandvíkurhreppi. Aðeins austasti hluti hreppsins átti sókn til Laugardælakirkju í Hraungerðishreppi.  Þegar Kaldaðarneskirkja var aflögð í upphafi 20. aldar var sóknarbörnum skipt milli sókna, austur- og miðhluti Sandvíkurhrepps lagðist til Laugardælakirkju, vestasti hlutinn, Kaldaðarness- og Flóagaflshverfin lögðust til Eyrarbakkakirkjusóknar en Sandvíkurtorfan lagðist til Stokkseyrarsóknar þannig að frá fæðingu til 26 ára aldurs var ég sóknarbarn í kirkju sem ég aldrei sótti.  Margoft fór ég hinsvegar í Selfosskirkju og þar fermdist ég.  Séra Magnús Guðjónsson prestur á Eyrarbakka skírði mig þó mig rámi ekkert í þá ógleymanlegu athöfn eftir því sem séra Magnús og frú Anna segja mér í hvert sinn sem ég hitti þau heiðurshjón.

Ég held að Eyrbekkingar séu ekkert svekktir út í Eyþór Arnalds þó hann hjálpi kollega sínum í sellóleik við messuhald á Selfossi.  Sjálfur söng ég hjá Glúmi í Kór Selfosskirkju um fimm ára skeið án þess að séra Úlfar eða organistarnir hefðu um það athugasemdir.  Ég hefi hinsvegar mikinn áhuga á að dressa sr. Gunnar og Eyþór í Hreiðurborg upp í viðeigandi 19. aldar fatnað og leyfa þeim að halda selló-tónleika í stásstofu Hússins á Eyrarbakka við eitthvert sparitækifærið.


mbl.is Eyþór Arnalds nýr meðhjálpari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 58977

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband