Færsluflokkur: Dægurmál

Tímamótakosningar framundan

Hætta skal leik þá hæst hann ber ekki satt? Ég hlustaði með mikilli athygli á forsetann um áramótin. Þá gaf hann mjög skýrt í skin að hann vildi hætta sem forseti og taldi sínum starfskröftum betur borgið annarsstaðar. Nú hefur helstu aðdáendum forsetans tekist að stýra atburðarásinni með þeim árangri að hann býður sig fram í fimmta sinn.
Ég hef að flestöllu leyti verið ánægður með störf Ólafs Ragnars og kaus hann í kosningunum 1996. Í kosningabaráttunni þá taldi Ólafur Ragnar tvö kjörtímabil hæfilega langa setu á forsetastóli. Þá var Vigdís búin að vera 16 ár á forsetastóli sem ýmsum þótti einu kjörtímabili of mikið. En nú lifum við á óvssutímum, það stendur til að breyta stjórnarskránni og ef til vill, ef Ólafur Ragnar og þjóðin vill, gæti það reynst farsælt að hafa Ólaf Ragnar áfram næstu árin.
En þtta verða tímamót: Í fyrsta sinn sem forseti nær kjöri í fimmta sinn eða í fyrsta sinn sem sitjandi forseti fellur í kosningum. Hvort verður það?

mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsdeigsbollur

Það er skömm að því hversu latur ég er að blogga! En einu sinni á ári nýtur bloggsíðan mín vinsælda en það er sunnudaginn fyrir bolludag.
Bollurdagur nálgast. Og hér kemur endurtekið efni: Vatnsdeigsbollur!!!

Efni:
60 gr. smjörlíki
2,5 dl. vatn
Ögn af salti
120 gr. hveiti
2 egg

Aðferð:
Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrært og soðið. Hveitinu hrært út í. Þá er deigið kælt þar til það er orðið kalt (ekki volgt). Best er að láta pottinn með deiginu fljóta í fullum vaski af köldu vatni og ekki láta vatnið koma saman við deigið. Þegar deigið er orðið kalt er það sett í hrærivél og tveimur eggjum bætt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigið í vatnsdeigsbollurnar er þá tilbúið og hentar ágætlega í átta stórar bollur eða 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakað í ofni við 225 gráður í 20-25 mín.

Verði ykkur svo að góðu.


Þorri nálgast

Jæja gott fólk - ýmsir sakna þess að ég skuli ekki vera virkur á fésinu - en ég lokaði því milli jóla og nýárs - ákvörðun sem ég tók eitt kvöldið þegar ég tók eftir því að þrír klukkutímar höfðu farið þar í nákvæmlega ekki neitt! Hinu er ekki að leyna að fésið er ágætt til samskipta, til kynningar á t.d. viðburðum á menningarsviðinu og fylgjast með því sem ættingjar og nánir vinir eru að gera, senda tölvupósta og afmæliskveðjur. Á fésbókinni eru leikir og svo er jafnvel hægt að tengjast islendingabok.is svo eitthvað sé nefnt. Ég mun birtast á fésinu innan tíðar. Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar!! Og sálartetrið í góðu jafnvægi.
Af mér er allt gott að frétta og ég stunda mitt starf, sinni mínu heimili, ek í háskólann einu sinni í viku og er "virkur" á öllum sviðum. Síðustu vikurnar hef ég náð að fara á þrjár leiksýningar, á Jesú litla í Borgarleikhúsinu þar sem Kristjana Stefánsdóttir, gömul skólakórssystir mín úr FSu fer á kostum, ásamt meðleikurum sinum Bergi Ingólfssyni og Halldóru Geirharðsdóttur. Í Borgarleikhúsinu sá eg einnig Tsjekov-leikritið Kirsuberjagarðinn fyrir stuttu - alveg frábært gamanleikrit og um síðustu helgi sá ég hið magnaða leikrit Hreinsun í Þjóðleikhúsinu.Þrjú frábær leikverk.
En nú líður að Þorra og þorrablótin taka við. Ég geri ráð fyrir að fara á tvö blót þannig að það er til einhvers að hlakka! Annars hafa síðustu þrjár vikurnar farið í að skipuleggja allt árið og ýmislegt skemmtilegt í pípunum. Meira síðar - yfir og út. lydurp@hotmail.com

Gleðilegt 2012

Óska öllum lesendum þessa bloggs gleðilegs árs 2012. Um þessar mundir er facebook-síðan mín lokuð - af því bara! - og mun ég því í staðinn endurvekja bloggið sem ég fór að skrifa á í ársbyrjun 2007.
Netfangið mitt er hið sama lydurp@hotmail.com

Af hverju sjaldan bloggað?

Góð vinkona mín saknar þess að ég skuli ekki blogga.  Bið hana og aðra afsökunar á því að blogga ekki. Það stafar auðvitað af því að fésbókin tröllríður íslensku tölvusamfélagi.  Sláið inn Lýður Pálsson og addið mér - ég samþykki alla.

Hef fjarlægt þær færslur sem fjalla um persónulega hagi mína.


Vatnsdeigsbollur uppskriftin góða

Það er skömm að því hversu latur ég er að blogga!  En einu sinni á ári nýtur bloggsíðan mín vinsælda en það er sunnudaginn fyrir bolludag.

 Efni:
60 gr. smjörlíki
2,5 dl. vatn
Ögn af salti
120 gr. hveiti
2 egg

Aðferð:
Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrært og soðið. Hveitinu hrært út í. Þá er deigið kælt þar til það er orðið kalt (ekki volgt). Best er að láta pottinn með deiginu fljóta í fullum vaski af köldu vatni og ekki láta vatnið koma saman við deigið. Þegar deigið er orðið kalt er það sett í hrærivél og tveimur eggjum bætt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigið í vatnsdeigsbollurnar er þá tilbúið og hentar ágætlega í átta stórar bollur eða 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakað í ofni við 225 gráður í 20-25 mín.

Verði ykkur svo að góðu.


Jólakveðja 2009

Jólakveðja 2009  (Smellið á myndina til að stækka og smellið svo aftur á myndina til að stækka ennþá meira.)

Stóra borgarmerkjamál Árborgar.

SandvíkurhreppurÞennan risastóra borða mátti sjá í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt 2009 - í fleiri en einu eintaki.  Því miður hræðilega auðmýkjandi fyrir íbúa Sandvíkurhrepps fyrr og nú, fjórða hreppsins sem stofnaði Sveitarfélagið Árborg árið 1998. Þar er hvergi nafn eða merki stærsta sveitarfélagsins að flatarmáli að sjá. 

Margir gestir á Menningarnótt tóku eftir því  að minnsta hreppinn að íbúatölu og stærsta að flatarmáli vantaði á þetta spjald og greinilegt er á framgöngu embættismanna Árborgar sem starfa í umboði Bæjarstjórnar Árborgar að þeir vilja láta heiti þessa hrepps hverfa með öllu. Þeir eru nú þegar hættir að nefna hann í ensku kynningarefni sveitarfélagsins - að heimasíðunni undanskilinni eftir athugasemd frá mér.

Reyndar reyndi sá reyndar ágæti embættismaður sem bar ábyrgð þá þessu smekklausa merki að afsaka sig með því að benda á að ekki væri til merki fyrir Sandvíkurhrepp.  Því er til að svara að einfalt hefði verið að kasta út merkjunum þremur gömlu sem lögð voru niður 1998 og setja í stað nöfn gömlu sveitarfélaganna sem sameinuðust 1998. Þá hefði enginn verið skilinn útundan eins og berlega er gert með þessari framsetningu.

Íbúar fjögurra sveitarfélaga, Selfossbæjar, Stokkseyrarhrepps, Eyrarbakkahrepps og Sandvíkurhrepps ákváðu 1998 að sameinast, taka upp nýtt sveitarfélagsnafn Árborg og kasta gömlu heitnum fyrir róða - ásamt gömlu borgarmerkjunum. Haustið 1998 var síðan nýtt borgarmerki tekið í notkun fyrir Árborg eftir samkeppni þar um. Það að setja gömlu merkin upp með hinu nýja er algjör kúvending af hálfu sveitarfélagsins.

Á fundi Hreppsnefndar Sandvíkurhrepps barst á árinu 1996 fyrirspurn frá spönskum borgamerkjasafnara þar sem óskað var eftir að hreppurinn sendi sér eintak af borgarmerki Sandvíkurhrepps.  Svar hreppsins var einfalt:  Sandvíkurhreppur á ekki slíkt merki og hyggst ekki láta hanna borgarmerki fyrir sig. Punktur.  Ekki verið að eyða í óþarfa enda varð Sandvíkurhreppur eina sveitarfélagið af þeim fjórum sem stofnuðu Árborg sem lagði sjóði til þess - en reyndar ekki miklar eignir enda oddvitinn allkunnur að sögn fyrir lipurð í starfrækslu byggðasamlaga um sameiginleg mál. Best og nánast var samstarfið að sjálfsögðu við Selfossbæ. Hinir stofnendur lögðu fram eignir og hærri skuldir, sveitarfélögin við Ströndina voru nær gjaldþrota.

En hvað um það.  Ég er afskaplega sár.  Og ekki sá eini úr Sandvíkurhreppnum.


Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

Frá árinu 1998 hafa Eyrbekkingar staðið að Jónsmessuhátíð með fjölbreyttri dagskrá þegar sól er hæst á lofti síðla júní.  Undirbúningur er í höndum vaskra sjálfboðaliða sem skipuleggja hátíðarhöldin.  Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka er styrkt af Árborg með sama hætti og aðrar þorpshátíðir í sveitarfélaginu.
mbl.is Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurkjördæmið á ekki ráðherra

Óska þessari ríkisstjórn velfarnaðar.  Næg eru vandamálin. En hvar eru þingmenn Suðurkjördæmis? Hvar er Atli Gíslason?  Af hverju er Björgvin G. Sigurðsson ekki settur í nýtt ráðherraembætti annað en það sem hann er sagður hafa klúðrað á síðasta ári?  Í ríkisstjórninni gefur að líta þingmenn úr öllum öðrum kjördæmum landsins og eru þrír úr norðurausturkjördæmi og einn úr norðvesturkjördæmi. Úr þéttbýliskjördæmunum þremur koma ráðherrrar - en enginn úr Suðurkjördæmi. Er þetta ríkisstjórn Íslands? Formaður fjárlaganefndar og forseti Alþingis etv bókmerkt Suðurkjördæmi?
mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband