Suðurkjördæmið á ekki ráðherra

Óska þessari ríkisstjórn velfarnaðar.  Næg eru vandamálin. En hvar eru þingmenn Suðurkjördæmis? Hvar er Atli Gíslason?  Af hverju er Björgvin G. Sigurðsson ekki settur í nýtt ráðherraembætti annað en það sem hann er sagður hafa klúðrað á síðasta ári?  Í ríkisstjórninni gefur að líta þingmenn úr öllum öðrum kjördæmum landsins og eru þrír úr norðurausturkjördæmi og einn úr norðvesturkjördæmi. Úr þéttbýliskjördæmunum þremur koma ráðherrrar - en enginn úr Suðurkjördæmi. Er þetta ríkisstjórn Íslands? Formaður fjárlaganefndar og forseti Alþingis etv bókmerkt Suðurkjördæmi?
mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forseti AZlþingis verður Ásta Ragnheiður og hún kemur úr Reykjavík en ekki héðan af Suðurlandi. Ég hef heyrt að Björvin hafi afþakkað ráðherraembætti að minnsta kosti þangað til eftir að buið sé að hvítþvo hann af bankahruninu. Vill bíða eftir skýurslu rannsóknanefndar um hrunið

Þórður Möller (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:53

2 identicon

Ég myndi nú ekki endilega telja að Suðurkjördæmi ætti ráðherra þó að Atli Gíslason vær'ann. -

En mér sýnist að það sé jafnvel haldbetra fyrir kjördæmi að eiga öfluga fulltrúa í nefndum, heldur en einstaka ráðherra. T.a.m. áttum við heldur laka fulltrúa í síðustu fjárlaganefnd.  Það vona ég nú að breytist.

Varðandi það að gera landið allt að einu kjördæmi, þá sýnist mér að þeir einu sem eru áhugasamir um það séu Reykvíkingar. Það virðist augljóst afhverju það er. Í raun væri eðlilegast að Reykjavík, sem höfuðborg landsins og stjórnarsetur, hefði enga þingmenn. Það eru jú töluvert mikil áhrif fólgin í því, hvort sem er, að allir þingmennirnir eru meira og minna langdvölum í Reykjavík.

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 58909

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband