Færsluflokkur: Dægurmál

Bjarni Benediktsson - ekki bara af Engeyjarætt

Einar Gestsson og Steinunn VigfúsdóttirÞá er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér formann.  Bjarni Benediktsson er eins og ég kominn út af hjónunum Einari Gestssyni og Steinunni Thorarensen sem bjuggu á Hæli í Gnúpverjahreppi 1873-1906, langalangafi og -amma okkar beggja. Ömmur okkar Aldís Pálsdóttir og Helga Ingimundardóttir voru systradætur og ágætar vinkonur. Afkomendur Einars og Steinunnar á Hæli hafa komið saman á ættarmót á tíu ára fresti undanfarna áratugi, síðast í júní 2006.

Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson og bræður hans Einar og Ingimundur arkitekt, voru kaupamenn í Litlu-Sandvík, hjá afa mínum Lýði Guðmundssyni.  Eflaust hafa þeir bræður lært þar að vinna ef ég þekkti afa rétt.

Þannig að ég get ekki verið annað en ánægður með formannskjörið, þrátt fyrir að hallast að öðrum stjórnmálaflokki.

Frænda mínum óska ég velfarnaðar í vandasömu starfi.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi í Hólum

Helgi

Á innan við einu ári hafa fallið frá þrír fræðimenn hér í héraði: faðir minn Páll Lýðsson, Halldór Gestsson frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og  nú í febrúar lést Helgi Ívarsson í Hólum, Stokkseyrarhreppi sem síðustu 5 árin hefur verið búsettur á Selfossi. 

Útför Helga Ívarssonar fór fram frá Gaulverjabæjarkirkju í gær og fylgdi honum fjölmenni.  Erfidrykkja í Félagslundi. 

Ég skrifaði í Moggann minningargrein um Helga Ívarsson þar sem ég greindi frá skráningarstörfum okkar árin 2001 til 2003.  Það var ótrúlega gefandi fyrir mig að fá í æð allar sögurnar um gripina sem hann var að gefa Byggðasafni Árnesinga.  Og hann vildi ekki að ég væri höfundurinn að skráningartextanum, nei, Helgi las fyrir mig hvert orð, vissi vel hvaða heiti hver gripur hafði, hver smíðaði eða hvenær keypt  og jafnvel hvað gripurinn kostaði ef hann var búðarkeyptur.  Ótrúlegt alveg hreint. Sem dæmi má nefna allar hagldirnar sem notaðar voru við að setja saman heybagga fyrr á tímum. Í kjallaranum voru ósköpin öll af högldum í kippum.  En það sem kom mér mikið á óvart var að Helgi gat eftir brennimörkum eða útskornu fangamarki eiganda fundið út hver átti fyrrum. Þeir voru fjölmargir en þetta vafðist ekkert fyrir Helga.  Hann hafði nefnilega gífurlega þekkingu á umhverfi sínu.

Á síðustu búskapardögum hans í Hólum 2003 tók ég þessa fínu mynd af Helga í stofunni í Hólum. Tekin 25. júní 2003.

Blessuð sé minning Helga Ívarssonar.  


Vatnsdeigsbollur

Ég sem keypti fasteign í október á 80% lánum er ekki ánægður með þessi tíðindi. En etv hafa þessar eignir sem fasteignasalan REMIX er að fá í sölu verið lengi til sölu hjá öðrum fasteignasölum.  En hvað um það, bolludagur nálgast:

 Efni:
60 gr. smjörlíki
2,5 dl. vatn
Ögn af salti
120 gr. hveiti
2 egg

Aðferð:
Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrært og soðið. Hveitinu hrært út í. Þá er deigið kælt þar til það er orðið kalt (ekki volgt). Best er að láta pottinn með deiginu fljóta í fullum vaski af köldu vatni og ekki láta vatnið koma saman við deigið. Þegar deigið er orðið kalt er það sett í hrærivél og tveimur eggjum bætt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigið í vatnsdeigsbollurnar er þá tilbúið og hentar ágætlega í átta stórar bollur eða 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakað í ofni við 225 gráður í 20-25 mín.

Verði ykkur svo að góðu.


mbl.is Eignir á „góðu verði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitastigið

á óopinberum hitamæli hér  úti við dyr skrifstofu minnar á Eyrarbakka núna kl. 11 er 7 gráður á celsíus. 

Hva!

Umferð inn á heimasíðuna? Veðrið á Eyrarbakka? Jú, rétt yfir frostmark skv. mæli Byggðasafns Árnesinga óopinberum.  Ekki trúa Veðurstofunni.

Ég er ekki á leið í framboð tilkynnist hér með.


Ný stjórnarkreppa í vændum?

Ja nú lýst mér á! Davíð situr sem fastast og hefur skrifað mjög vandað bréf til forsætisráðherra. Sömuleiðis hefur Ingimundur Friðriksson skrifað mjög góða greinargerð um bankakreppuna.  Er kannski ný stjórnarkreppa í vændum? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?  Varla duga pottar og sleifar á Svörtuloft eða hvað? Heimta Heimdellingar ríkisstjórnina burrrt?   Verður mótmælt á tveimur stöðum? Eða var bréf Jóhönnu etv bara sýndarmennska? Það eru spennandi tímar framundan!
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mbl.is að gefa línuna?

Athyglisverð uppröðun ljósmynda með þessari frétt.  Efst í fréttinni er fín ljósmynd af Eyþóri Arnalds og þar fyrir neðan ljósmyndir af Johnsen og Mathiesen Árnum tveim og neðst ljósmynd af Kjartani í Hlöðutúni. Uppröðun ljósmyndanna tilviljun eða .... ?  (Svona er uppröðunin núna þegar færslan er skoðuð. )


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega ómerkilegar stjórnmálaumræður

Ég krefst þess að stjórnmálamenn hætti þessum kýtingum sín á milli um orsakir stjórnarslita og fari að vinna að því að bjarga þjóðarhag. 


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig endar þetta??

Sjá færslu hér fyrir neðan.

Hvernig endar þetta?

Við lifum á surealískum tímum.  Ekki hefði mér fyrir ári síðan dottið í hug að lögreglan þyrfti að beita táragasi gegn borgurum landsins.  En þessi alþjóðlega bankakreppa hefur heldur betur farið illa með íslenskt efnahagslíf og enginn virðist vilja bera ábyrgð.  Og þjóðin orðin þreytt á ástandinu. Reiðin kraumar meðal fólks.  Ný sturlungaöld?  Hvernig endaði hún aftur?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 58921

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband