24.4.2007 | 14:51
Pétur þulur var Eyrbekkingur í anda
Fallinn er frá ágætur kunningi minn Pétur Pétursson útvarpsþulur. Undanfarin 12 ár hafði ég margvísleg samskipti við hann um gamla tímann á Eyrarbakka og aldrei kom ég að tómum kofanum hjá Pétri. Hann hafði mikið að segja mér.
Okkar skemmtilegasta og reyndar sennilega síðasta samtal fjallaði einungis um framburð kvenmannsnafnsins Eugenía. Eugenía Níelsen var frúin í Húsinu þegar Pétur þulur fæddist, sama konan og hvatti Pál Ísólfsson tónskáld og Ásgrím Jónsson listmálara til dáða á listsviðinu þegar þeir voru peyjar. Pétur þulur var fæddur í næsta húsi við Húsið, Pétursbæ, og var kotið kennt við föður hans, Pétur Guðmundsson skólastjóra.
Varðandi framburðinn á kvenmannsnafninu Eugenía gat Pétur þulur frekar litlar upplýsingar veitt þar sem gjarnan var talað um frúna í Húsinu eða frú Nielsen í þá tíð og virðist sem almenningur hafi ekki þurft að læra að bera fram þetta sérkennilega nafn. Afkomendur hennar og frændgarður segja framburðinn hafa verið /Aussenía/ en ekki /Evgenía/ eða /Júgenía/ né /Júgín/. Hér til hliðar er ljósmynd af þessari merku konu.
Ég á bara góðar minningar um Pétur þul. Blessuð sé minning hans.
Pétur Pétursson þulur látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 08:59
Sjálfstæðismenn boða til fundar
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er Sjálfstæðisflokkurinn mikli mér hugleikinn um þessar mundir. Hann varð það ósjálfrátt í gær þegar póstkassi heimilisins var opnaður að loknum erfiðum vinnudegi. Með margvíslegum pósti, reikningum, ruslpósti, fréttabréfi og öðru pósti, mátti líta fundarboð sem vakti óskipta ánægju mína - en þó væntanlega ekki með þeim hætti sem til var sáð af þeim sem fundarboðið sendu. Um var að ræða boð til framboðsfundar Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga í maí komandi. En á bakhliðinni er stórkostleg ljósmynd sem hefur gefið mér tilefni til margvíslegra pælinga og ætla ég að leyfa lesendum þessa bloggs að deila þeim pælingum með mér. Eiginlega fór allt gærkvöldíð í að rýna í þetta merkilega fundarboð.
Fernt var það sem vakti athygli mína við lauslega greiningu á þessu vel myndskreytta boðskorti.
1. Í hugann kom strax fallega ævintýrið um Mjallhvíti og Dvergana sjö þar sem Mjallhvít er í gervi Kjartans Ó. Stephensens og Árna M. Matthíesens en dvergarnir sjö í gervi sjö ágætra sjálfstæðismanna og sveitarstjórnarmanna sem ég þekki bara af góðu einu.
2. Í huga minn kom einnig Jóhann Kr. Pétursson Svarfdælingur (1913-1984). Fannst mér kortið sýna tvöfaldan Jóhann risa Svarfdæling, ásamt sjö meðalstórum jafnháum einstaklingum.
3. Ljósmyndin á bakhlið fundarboðsins hafði þau áhrif á mig eins og um nævíska ljósmynd væri að ræða. Margt er það sem gerir myndina nævíska, ekki síst stærðarmunur fólksins á myndunum og líka það að engu líkara er að þessir miklu tvímenningar og litlu sjömenningar standi ökkladjúpt í lygnu stöðuvatni og brosi þar tannkremsbrosi til ljósmyndarans á árbakkanum. Er kalt í vatninu? Þetta hlýtur eiginlega að vera einsdæmi á heimsvísu því nævistar eru einkum starfandi í málaralist og fátítt að ljósmyndarar og auglýsingagerðamenn fótósjoppi sig inn á þetta stig.
4. Á myndina vantar tvímælalaust aðalmanninn sem líka ber göfugt ættarnafn og hefur setið í bygginganefnd Þjóðleikhússins. Það er eiginlega stórfurðulegt að maður sá sem á væntanlega eftir að bjarga okkur Sunnlendingum úr margvíslegum fjárhagsvandræðum og -svelti næstu fjögur árin skuli ekki prýða þessa fallegu ljósmynd af flokki brosandi sjálfstæðisfólks.
Fyrir þá mörgu sjálfstæðismenn sem ég veit að lesa blogg mitt daglega af athygli skal hér upplýst að fundurinn verður kl. átta í kvöld í Tryggvaskála við Ölfusárbrú efri. Þar munu væntanlega mæta hinir stóru Kjartan og Árni M. ásamt öðrum smælingjum. Nóg pláss.
23.4.2007 | 22:19
Ótrúleg húsaþyrping
Bryggen í Björgvin er alveg ótrúleg húsaþyrping. Ég átti leið um Björgvin í ágúst sl. og leit þar augum þessar byggingar og snæddi hádegisverð í einu húsana.
Átta millimetrar á ári, 8 sm á tíu árum, 80 sm á heilli öld? Menn verða að bretta upp ermarnar!
Myndina hér til hliðar tók ég af sjálfum mér þann 15. ágúst 2006 fyrir framan þessa fallegu, sögufrægu og svipsterku húsaþyrpingu Bryggen í Björgvin.
Næstu tvo dagana eftir að ég tók þessa mynd átti ég eftir að liggja sjóveikur um borð í Norrænu, jafnframt því að sitja námskeið í samtímavarðveislu með ágætu safnfólki víðsvegar af Norðurlöndum.
Hækkandi sjávarborð ógnar sögufrægum byggingum í Bergen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 21:49
Gífurleg ánægja í herbúðum Morgunblaðsins
Morgunblaðsmenn sem standa að þessari könnun geta verið ánægðir með útkomu Árna Johnsens fyrrv. blaðamanns. Árni laug nú að þeim í heil fimm tölublöð þarna um árið þegar dúkar voru undir smásjá. Það er mjög heiðarlegt af Moggamönnum að segja frá leiðandi spurningum skoðanakönnunarinnar. Og í þessu sambandi nokkrar leiðandi spurningar: Ferð þú snemma að sofa í kvöld? Er líklegt að þú farir snemma að sofa í kvöld? Er liklegt frekar en ekki að þú sofnir snemma í kvöld?
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 19:51
Umræður í heitapottinum
Ég skrapp í sund í dag. Synti 200 metrana af gömlum vana og tók sundtökin rösklega. Fór svo í heita pottinn og hugðist taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Heiti potturinn var ekki troðfullur af fólki. Nú voru þar Íslendingar á eftirlaunaaldri. Umræðuefnið H5 fuglaflensuveiran og N1. Einnig var heilmikið rætt um rotþrær í Síberíu.
Og þrátt fyrir votlegt veður og leiðinlegt umræðuefni fór vel um mig í heitapotti Sundhallar Selfoss í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 22:39
Fimm ára afmæli
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 16:02
Draumórar?
Þetta var mjög fróðlegur fundur. En ég ætla ekki að leggja hlutafé í endurbyggingu Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 01:05
Umræður í heitapottinum
Ég skrapp í sund í dag. Synti 200 metrana af gömlum vana. Fór svo í heita pottinn og hugðist taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Heiti potturinn var troðfullur af fólki. Nú voru þar Íslendingar og Danir á framhaldsskólaaldri ásamt tveimur dönskum kennurum að ég held. Innbyrðis töluðu þau að sjálfsögðu dönsku og íslensku. En samtöl milli þjóða fóru skiljanlega ekki fram á íslensku og það sem mér kom svolítið á óvart ekki á dönsku heldur. Það var nefnilega töluð enska af Dönum og Íslendingum í heitapotti Sundhallar Selfoss sídegis í dag.
En það fór að öðru leyti vel um mig í heitapottinum að loknum árangursríkum sundspretti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 23:59
Allir að mæta!
Vesturbúðin var til 1950 eitt helsta tákn Eyrarbakka, þyrping fjögurra stórra timburhúsa með porti í miðju. "Það er líklegt að hvergi hér á landi hafi verslunarhús verið eins vegleg og á Eyrarbakka," má lesa í bók Jóns J. Aðils um verslun Dana á Íslandi. En á þeim stað þar sem forfeður okkar áttu viðskipti við hina dönsku Jessena, Petersena, Lambertsena, Lefolii og Nielsena - og að síðustu hinn íslenska Heklu-Gvend - er einungis slétt grasflötin, stytta og líkan.
Vesturbúðin var rifin árið 1950 af síðasta eiganda hennar þegar uppi voru haftatímar og erfitt var um byggingaleyfi fyrir duglega og dýrkaða athafnamenn. Hver niðurrifsmaðurinn var skiptir engu máli. Aldarandinn þá var einfaldlega svona og húsavernd hér á landi ekki nema að litlu leyti komin til sögunnar.
Nú eru ekki haftatímar. Nú ríkir velmegun. Húsavernd á upp á pallborðið og endurbyggð tilgátuhús rísa í hverju þorpinu á fætur öðru og eru staðarprýði með mikilvæg hlutverk. Til eru íslenskir athafnamenn sem eru forríkir, duglegir, dýrkaðir, já og líka hataðir og öfundaðir, og mæta þeir eflaust allir saman í Samkomuhúsið Stað á morgun, síðasta vetrardag, kl. 20. Að setja fjármagn í Vesturbúðina er varla verri fjárfesting en að setja pening í E. John og Jamaica-skemmtiferð.
En þeir sem vilja komast í nána snertingu við Vesturbúðina geta vel skoðað gamla muni úr Vesturbúðinni í Húsinu á Eyrarbakka þar sem Byggðasafn Árnesinga hefur sína grunnsýningu í dag. Þar eru munir eins og skrifpúlt, verslunarbækur, peningaskápur, brennivínspottar og brennivínskranar. Í borðstofu er ljósmyndasýning um Vesturbúðina. Sýning sú var kynnt til sögunnar um páskana og miðað við mikla aðsókn þá, mætti vel búast við fjölmenni í samkomuhúsið á Eyrarbakka til að hlýða á niðurstöður sérfræðinga um það hvort Eyrbekkingar og aðrir áhugamenn um íslenska verslunarsögu eigi að halda áfram að láta sig dreyma - eða hvort raunæfur möguleiki sé á að endurbyggja þessi glæsilegu 18. aldar verslunarhús á Eyrarbakka.
Endurbygging Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.4.2007 kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 09:49
Um Línuna
Þar sem einungis þeir sem skráðir eru með Moggablogg geta gert athugasemdir skal hér kynnt ágæt gestabókarfærsla Magnúsar Karels um Línuna. Þess skal jafnframt getið að ég, Lýður Pálsson, þekki mjög takmarkað muninn á frönsku og ítölsku. Kannski voru þetta ítalir í pottinum. Hver veit.
Um Línuna
Sæll Lýður. Vildi aðeins leiðrétta að Línan talaði hraða ítölsku en ekki frönsku. Línan eða La Linea er afsprengi ítalska teiknarans Osvaldo Cavandoli. Kær kveðja, Magnús Karel
Óskráður (Magnús Karel Hannesson) skrifaði: 2007-04-12
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar