Smá blogghlé

Það er soldið mikið hjá mér að gera um þessar mundir.  Minna bloggað af þeim sökum.  Í uppsiglingu er ríkisstjórn auðvaldsins sem jafnframt ræður yfir öllum íslenskum fjölmiðlum. Iss bara!

Niðurstaða sem ekki þarf að koma á óvart!

Af síðu Óla Björns Kárasonar er hægt að nálgast skemmtilegt próf.  Ég er víst framsóknarmaður!

The Political Compass

Economic Left/Right: -1.00
Social Libertarian/Authoritarian: -0.97

Authoritarian
Left





















Right
Libertarian

Nei, Jóhannes í Bónus var örugglega ekki í kjörklefanum

Á netmiðlunum visir.is og mbl.is er yfirlýsing frá Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugshóps sem svar við yfirlýsingu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar frá því fyrr í dag í kjölfar upplýsinga um yfirstrikanir á nafni Björns Bjarnasonar á kjörseðlum. 

Í yfirlýsingu Hreins segir eitthvað á þá leið að kjósendur hafi verið einir í kjörklefanum og kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, suður eða norður, hafi kosið án hjálpar Jóhannesar Jónssonar eiganda Bónus.  Jóhannes hafi ekki strikað yfir nafn Björns Bjarnasonar ráðherra.  Það hafi kjósendur sjálfir gert með sínum gulu bónusblýöntum.  Það er ekki hægt annað en að vera sammála Hreini!

Þetta eru stórmerkileg tíðindi.  Jú, það eru nefnilega leynilegar kosningar og kjörseðlar ógildast ef einhver annar en kjósandinn sér hvar exið er,  áður en hann er settur í kjörkassann. Jóhannes var örugglega ekki í kjörklefa þessara kjósenda það eitt er víst.  En óeðlileg afskipti voru höfð í frammi af manni sem var ákærður í mörgum liðum af embættismönnum sem falið er að gæta lagar og reglu hér á landi.

Reyndar voru ekki nema 20% kjósenda íhaldsins sem sýndu lýðræðinu þá óvirðingu að strika yfir nafn BB eftir áskorun auðmannsins. Það voru nefnilega 80% kjósenda sem leiddu hjá sér þessa skrýtnu auðmannsauglýsingu daginn fyrir kjördag.   

Jú, það kemur reglulega fyrir að einstaklingar telja ríkisvaldið vera að brjóta á sér.  Fæstir þeirra geta eytt milljónum króna í að hafa áhrif á lýðræðið með þeim hætti sem þarna var gert. Þetta voru óeðlileg afskipti auðmannsins að lýðræðinu.

Vonandi verður Björn Bjarnason dómsmálaráðherra áfram - ef íhaldið verður í stjórn á annað borð. Annars er hætta á að í dómsmálaráðuneytið fari veiklynd þingmanneskja sem láti undan þrýstingi auðvaldsins eða láti í versta falli múta sér.  Það að reyna mútur hafa þessir Baugsmenn reynt ef eitthvað er að marka Davíð Oddsson og bandaríska snekkjueigandann.

Ég vil að lokum segja að ekki er allt vont við Baug og Bónus.  Maturinn er þar ódýr og kjarabót að versla í Bónus.  En ég fæ oft óbragð í munninn af Bónusmat þegar í fréttatímum er jafnframt fjallað um ákærur á hendur stjórnendum Bónus fyrir margvísleg brot á sviði fjár- og skattalaga.  Vonandi fer þessu farsa að ljúka.


mbl.is Hreinn: Dómur kjósenda um verk Björns liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin áfram?

Ýmsir virðast sjá ofsjónum yfir því að framsóknarmenn skuli líklega sitja áfram í ríkisstjórn eftir óverðskuldað afhroð í kosningum síðasta laugardag.

En er ekki svo að við alþingiskosningar bjóða fram flokkar með það að markmiði að komast til áhrifa og valda? Vilja ekki allir fimm flokkarnir komast í ríkisstjórn? Á flokkur sem tapar fylgi að fara í stjórnarandstöðu?  Átti Sjálfstæðisflokkurinn að fara í stjórnarandstöðu fyrir fjórum árum þegar þeir misstu 3-4 þingmenn? Hverskonar bull er þetta! Ég kaus Framsóknarflokkinn og ég krefst þess að hann fari í ríkisstjórn núna, og ef ekki með íhaldinu þá með Samfylkingu og VG!

Ýmsir hafa síðustu daga látið í ljós þá skoðun að Geir HHaarde hafi alla þræði í hendi sér.  Það er ekki rétt. Jón Sigurðsson hefur þrátt fyrir tapið ýmsa þræði í hendinni.  Það vita Steingrímur Joð, Ögmundur og Ingibjörg Sólrún og eru að sjálfsögðu óánægð með áhuga B&D til að vinna saman áfram þrátt fyrir tæpan meirihluta. Árásir þeirra á framsókn og niðurlægjandi tilboð um að framsókn verji vinstristjórn vantrausti því skiljanleg.

Eftir tuttugu ár er aftur komin krítísk staða eftir kosningar. Vegna klofnings í Sjálfstæðisflokknum misstu B og D meirihlutann 1987 í miklu drama. Þá var Alþýðuflokknum boðið í stjórnina undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Þar ríkti ekki trúnaður milli flokka og endirinn sá að til varð ágæt vinstristjórn framsóknar og A-flokkanna. Þá tók Davíð við og síðustu 16 árin hafa í raun verið tíðindalaus - en nú er Davíð fyrir bí - eins og Halldór. Nú reynir fyrst á Jón og Geir.


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja ríkisstjórn BSV-flokka!

Jæja þá eru fyrstu tölur og niðurstaðan  sú að Sjálfstæðisflokkurinn er að einangrast á hægri vængnum og heldur sínu og gott betur, Framsóknarflokkurinn er studdur af  hófsömu miðjufólki sem hallast frekari til hægri. Niðurstaða fyrir Framsóknarflokkinn er sú að vinstriarmurinn er horfinn á brott - vill ekkert með samstarf með Sjálfstæðisflokkinn gera. Eftir stendur landsbyggðarfylgi og lítilsháttar ratíkalafylgi innan þéttbýlis.

Niðurstaða annarra flokka eftir bókinni en Samfylkingunni tókst að hysja upp um sig buxurnar.  Etv. eru Vinstrigrænir vonsviknir.  Frjálslyndir lafa fyrir vinsældir Guðjóns A. Kristjánssonar og Ómar er ekki á leið á þing.

Hvað á nú að gera?  Jú, nú skal henda þessu BD-mynstri. Er ekki "inn" þessa stundina. Sjálfstæðisflokkinn skal núna skilja eftir. Nú skal afsanna glundroðakenningu íhaldsins um að vinstriflokkar geti ekki unnið saman.  Til var árangursríkt samstarf í Reykjavík sem skilaði árangri í tæp 12 ár.  Nú skulu þeir flokkar vinna saman.

Stjórn Framsóknar, Samfylkingar og Vinstrigrænna takk fyrir! Strax!


Framboðsfundir

augl copyUm þessar mundir eru fjölmargir framboðsfundir boðaðir.  Í gegnum bréfalúgu á heimili mínu barst auglýsing um eitt fundarboðið og ætla ég að leyfa lesendum míns bloggs að njóta hennar með mér. 

Um daginn var ég eitthvað að skammast út í að Árni Johnsen væri ekki sjáanlegur á dásamlegri auglýsingu þeirra sjálfstæðismanna um Mjallhvítu og sveitarstjórnadvergana sjö.  Hér er Árni Johnsen heldur betur í aðalhlutverki. Unnur og Kjartan komast varla fyrir.


Eykst íslenskur hagvöxtur?

Ef West Ham heldur sæti sínu í efstu deild eykst verðgildi liðsins, arðsemi íslenskra fjárfesta og þannig íslenskur hagvöxtur. Ekki satt?

Og ef West Ham lendir í einu af fimm efstu sætunum vorið 2008 þá fæ ég mikla kauphækkun. Ekki satt?

En ef West Ham tapar illilega fyrir MU í síðustu umferð og önnur útslit verða óhagstæð þá  hækka bankinn minn vexti og þjónustugjöld. Ekki satt?


mbl.is West Ham úr fallsæti eftir 3:1 sigur á Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún var nú líka iðin við undirskriftirnar ...

Hér hafa fjölmargir á Mogga-blogginu gert athugasemdir við þessa frétt um samning Tryggingamálaráðuneytis við Tannlæknafélagið og talið óeðlilegt að kynna hann svona rétt fyrir kosningar.  Þessir fjölmargir virðast ekki þekkja stríð ráðuneytisins við tannlæknana sem einhliða hafa hækkað sína skala án þess að taka tillit til verðlagsþróunar í landinu. Eiginlega finnst mér Siv hefði átt að láta tannlæknana róa sína leið og vekja athygli á óbilgirni starfstéttar sem hefur há laun. Ólíklegt er miðað við stöðu skoðanakannana núna að framsóknarmenn fái Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftir kosningar. Það mun þá væntanlega lenda í höndum Sjálfstæðismanna.  Munu þeir auka þátt ríkisins í tannvernd?  Það finnst mér ótrúlegt. Sjálfstæðismenn fundu upp komugjöld í heilbrigðisþjónustu á tímum Matthíasar Bjarnasonar á árunum 1983-1987. Þá dró úr þátttöku ríkis í tannvernd barna. Skattar í formi komugjalda og skyldra gjalda í heilbrigðisþjónustunni munu aukast ef sjálfstæðismenn komast yfir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Það sýnir sagan okkur.

Þeir sem gert hafa hér athugasemdir eru þá jafnframt að harma undirskriftagleði Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra fyrir borgarstjórnarkosningar 1998 og 2002. Ekki var Steingrímur J. Sigfússon samgöngumálaráðherra latur að sprengja göng og vígja brýr yfir sprænur  fyrir alþingiskosningarnar 1991. 


mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjórsárfundur á vegum fréttastofu Ríkisútvarpsins?

Meira af fréttastofu Ríkisútvarpsins. Greinilegt er að hluti fréttastofunnar hefur verið á fundinum "í nágrenni Selfoss" í gær um virkjun í neðri hluta Þjórsár.  Vel er greint frá fundinum í fréttatímum RUV  og fréttamenn á hennar vegum fundarstjórar.  Og samkvæmt bloggi Gríms Gíslasonar, sjálfstæðismanns og Vestmanneyings,  voru 70-80 manns á fundinum, flestir merktir VG hreyfingunni. Grímur segir á bloggi sínu:

"Umræðustjórnin sem var í höndum þjóðþekktra sjónvarpsfréttamanna, G. Péturs Matthíassonar og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur,  vakti einnig athygli mína því það virtist ekki vera sama hver talaði og um hvað. Bjarni Harðarson var t.d. stoppaður tvívegis í því að svara því sem Atli Gíslason, Vinstri Grænn, hafi sagt og þegar Bjarni ætlaði að benda á tvískinnung Steingríms J. Sigfússonar í umræðunni um virkjanir í neðri Þjórsá var hreinlega slökkt á honum."

Ótrúlegt ef satt er hjá Grími.  Getur verið að Fréttastofa Ríkisútvarps og - sjónvarps séu í vinnu hjá VG?  Greinilegt er að ýmsir starfsmenn í Efstaleiti 1 leggja framsóknarmenn í einelti um þessar mundir. Þóra Kristín er reyndar ekki starfandi hjá RUV núna.


Landafræðiþekkingu ábótavant

Í fréttum ríkisútvarpsins í kvöld var greint frá stjórnmálafundi á Selfossi.  Síðar í fréttinni kom fram að fundurinn hafi verið haldinn í nágrenni Selfoss. Á vefnum ruv.is segir um þennan Þjórsárfund:

"Frambjóðendur allra flokka lýstu vilja til að hætta við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá á fundi á Selfossi í dag, nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem segir ekki hægt að tala um virkjanaframkvæmdir ef ekki sé komin kaupandi að orkunni.

Það var hiti og fjör á fundi sem Sól í Suðurlandi stóð fyrir í dag rétt fyrir utan Selfoss. Tilefni fundarins var Þjórsá og fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar þar. Bjarni Harðarson, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, vill hætta við virkjanaframkvæmdir en efast um að það sé hægt og kallar eftir sátt í málunum. ... " (feitl. mín)

Af þessari grein opinberast mikill skortur fréttamanns á landafræði Suðurlands.  Það eru 10 kílómetrar frá Selfossi að Þingborg í Flóahreppi þar sem fundurinn var haldinn. Flóahreppur var stofnaður á síðasta ári með sameiningu þriggja lítilla hreppa, Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps. Þingborg var félagsheimili Hraungerðishrepps og er nú aðsetur hreppskrifstofu Flóahrepps. 

Umræddur fundur var ekki haldinn á Selfossi. Fundurinn var haldinn 10 km frá Selfossi en það eru líka 10 km frá Selfossi á Eyrarbakka.  Ég bý ekki í nágrenni Selfoss eða Stokkseyrar. Ég bý á Eyrarbakka.

Ég verð víða var við ónákvæmni fjölmiðla og almennings þegar sveitabæir, staðir og örnefni eru skilgreind innan sveitarfélaga og þéttbýliskjarna. Það er t.d. mikill misskilningur að Eyþór Arnalds búi á Selfossi.  Hann býr að sjálfsögðu í dreifbýli Sveitarfélagsins Árborgar, 10 km frá Selfossi sem fréttastofa RUV skilgreinir "skammt frá Selfossi".  Dreifbýli Árborgar skilgreinist í tvennt, annarsvegar Sandvíkurhrepp og Stokkseyrarhrepp.  Þannig finnst mér líka vafamál að segja að Stokkseyrarsel sé á Stokkseyri eins og víða má sjá í kynningarefni VG.

Sjálfur lendi ég oft í vandræðum á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvernig í ósköpum á ég að geta fattað það að Mjóddin er í Reykjavík en í 200 metra fjarlægð frá þeirri verslunarmiðstöð er BYKO í Kópavogi? Hvernig á sveitarvargurinn að þekkja muninn á vesturbænum í Reykjavík og Seltjarnarnesi?  Eða hvar Garðabær byrjar og endar? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband