12.4.2007 | 01:06
Umræður í heita pottinum
Ég skrapp í sund í dag. Synti 200 metrana af gömlum vana. Fór svo í heita pottinn og hugðist taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Heiti potturinn var troðfullur af fólki. Ekki voru það Íslendingar. Potturinn var fullur af Frökkum, nokkrum eldri en mér en mestmegnis ungt fólk um tvítugt, þ.e. franskur skólahópur og mér til mikillar ánægju að stórum meirihluta stúlkur í baðstrandarfatnaði. Þannig að vel fór um mig og prófastinn sem einnig var í pottinum með hinum stóra franska hópi. Og eins og rétt má geta þá varð mér hugsað til hinnar dásamlegu teiknimyndafígúru Línunnar sem Ríkissjónvarpið íslenska flutti um langt árabil landslýð til ánægjuauka og gleði. Og við munum öll að þar talaði Línan hraða frönsku eins og hinir ungu Frakkar í heita potti Sundhallar Selfoss í dag.
Það fór semsagt vel um mig og sjera Úlfar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 23:27
Geir Haarde, Stalín og Mugabe
Skagfirðingar mótmæla túlkun þjóðlendulaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 20:35
"Ný" samgöngutækni gerir bílinn brátt óþarfan
Þessi frétt fór á fréttavefinn góða www.eyrarbakki.is á föstudaginn langa:
Í hádegismat á Rauða:
Þyrla lendir við Húsið
Á föstudaginn langa varð uppi fótur og fit á Bakkanum þegar sást til þyrlu á sveimi yfir þorpinu. Að lokum hnitaði hún hringi við Húsið og lenti á Garðstúninu.
Þar var komin þyrlan TF-HHG frá Þyrluþjónustunni með flugmönnunum Halldóri Hreinssyni og Reyni Frey Péturssyni við stjórnvölinn og fjórum farþegum innanborðs.
Voru hér á ferð fjórir erlendir ferðamenn sem voru að skoða sig um á Suðurlandi og höfðu m.a. komið við á Langjökli og á Geysi í Haukadal.
Tilgangur heimsóknarinnar til Eyrarbakka var að snæða hádegisverð í Rauða Húsinu og tók Ingi Þór Jónsson, vert í Rauða, á móti ferðalöngunum sem höfðu viðdvöl í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Fyrir utan þessa skemmtilegu nýbreytni var mjög mikill gestagangur á Bakkanum í dag, margir sóttu söfnin í Húsinu og Sjóminjasafninu heim og aðrir nutu góðra veitinga í Rauða Húsinu.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 18:54
Ásýnd Reykjavíkur breytist
Ásýnd Reykjavíkur mun heldur betur breytast með tilkomu nýrra háhýsa. Litla höfuðborgin fer að líkjast annarri stórborg. "Reykjavík! Reykjavík!" Eða "First we take Reykjavík city".
Sænskir arkítektar unnu samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 18:28
Essómerkið á íslensk minjasöfn?
Esso-merkið kostar fimmtíu milljónir á ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 17:58
Árangur áfram með framsókn
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2007 | 12:20
Reynt að brjótast inn í fangelsi?
Ekki er að spyrja að vinsældum þessa merka staðar, Fælu í landi Háeyrar. Þar skortir víst ekki hráefnið. Einhverjir hafa lagt á sig að klippa á girðingarnar tvær til að komast inn.
Klippt á girðingar við Litla-Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 13:40
Hækkum launin!
Af hverju hækka yfirvöld ekki launin í takt við menntun, álag og ábyrgð?
Það er vitað mál að fjöldinn allur af hjúkrunarfræðingum hefur hætt störfum í heilbrigðisþjónustunni undanfarin ár sökum lágra launa miðað við þá ábyrgð sem þeim er falin á heilbrigðistofnunum. Með því að hækka launin væri hægt að fá þennan hóp aftur til starfa.
Hver er tilgangurinn með að mennta nýja hjúkrunarfræðinga sem svo kannski fást ekki til að koma til starfa sökum lágra launa?
Einnig hafa margir sjúkraliðar flúið úr starfinu og þá gjarnan í aukna menntun og hærri laun. Afleiðingin: Skortur á sjúkraliðum.
Hækkum launin!
Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 21:53
Séra Kolbeinn allur
Það var ekki ætlun mín þegar ég opnaði þetta blogg að það yrði vettvangur minningargreina, stuttra og langra um nýlátna vini, ættingja og kunningja. En svo undarlegt sem það er þá hafa einir sex einstaklingar sem ég þekkti mjög vel fallið frá undanfarna vikur. Það eru þau Þorvarður í Stekkum, Sveinn í Bræðratungu, Ingólfur Guðnason mágur móður minnar, Greipur Ketilsson, Jónína Vigdís Schram vinkona mín í gegnum Húsið. Á blogginu hef ég skrifað um þau sum. Og nú í Fréttablaðinu í dag las ég tilkynningu um lát séra Kolbeins Þorleifssonar frá Háeyri á Eyrarbakka. Hann þekkti ég vel af vettvangi fræðagrúsks. Kom oft til mín á vinnustaðinn og oft sat hann fræðslufundi hjá Sögufélagi Árnesinga.
En svona er víst lífsins gangur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 21:09
Sól stattu kyrr
(Sig.Sig.Arnarvatni)
Kvæði þetta var flutt í jarðaför vinkonu minnar Jónínu Vigdísar Schram í gær, - við nýsamið lag eftir tengdason hennar Valgeir Guðjónsson.
Blessuð sé minning Vigdísar - sem reyndist mér hinn mesti fræðasjór um aldarandann í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan. Ég tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast henni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar