Landafræðiþekkingu ábótavant

Í fréttum ríkisútvarpsins í kvöld var greint frá stjórnmálafundi á Selfossi.  Síðar í fréttinni kom fram að fundurinn hafi verið haldinn í nágrenni Selfoss. Á vefnum ruv.is segir um þennan Þjórsárfund:

"Frambjóðendur allra flokka lýstu vilja til að hætta við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá á fundi á Selfossi í dag, nema fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem segir ekki hægt að tala um virkjanaframkvæmdir ef ekki sé komin kaupandi að orkunni.

Það var hiti og fjör á fundi sem Sól í Suðurlandi stóð fyrir í dag rétt fyrir utan Selfoss. Tilefni fundarins var Þjórsá og fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar þar. Bjarni Harðarson, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, vill hætta við virkjanaframkvæmdir en efast um að það sé hægt og kallar eftir sátt í málunum. ... " (feitl. mín)

Af þessari grein opinberast mikill skortur fréttamanns á landafræði Suðurlands.  Það eru 10 kílómetrar frá Selfossi að Þingborg í Flóahreppi þar sem fundurinn var haldinn. Flóahreppur var stofnaður á síðasta ári með sameiningu þriggja lítilla hreppa, Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps. Þingborg var félagsheimili Hraungerðishrepps og er nú aðsetur hreppskrifstofu Flóahrepps. 

Umræddur fundur var ekki haldinn á Selfossi. Fundurinn var haldinn 10 km frá Selfossi en það eru líka 10 km frá Selfossi á Eyrarbakka.  Ég bý ekki í nágrenni Selfoss eða Stokkseyrar. Ég bý á Eyrarbakka.

Ég verð víða var við ónákvæmni fjölmiðla og almennings þegar sveitabæir, staðir og örnefni eru skilgreind innan sveitarfélaga og þéttbýliskjarna. Það er t.d. mikill misskilningur að Eyþór Arnalds búi á Selfossi.  Hann býr að sjálfsögðu í dreifbýli Sveitarfélagsins Árborgar, 10 km frá Selfossi sem fréttastofa RUV skilgreinir "skammt frá Selfossi".  Dreifbýli Árborgar skilgreinist í tvennt, annarsvegar Sandvíkurhrepp og Stokkseyrarhrepp.  Þannig finnst mér líka vafamál að segja að Stokkseyrarsel sé á Stokkseyri eins og víða má sjá í kynningarefni VG.

Sjálfur lendi ég oft í vandræðum á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvernig í ósköpum á ég að geta fattað það að Mjóddin er í Reykjavík en í 200 metra fjarlægð frá þeirri verslunarmiðstöð er BYKO í Kópavogi? Hvernig á sveitarvargurinn að þekkja muninn á vesturbænum í Reykjavík og Seltjarnarnesi?  Eða hvar Garðabær byrjar og endar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þeim skjöplast varðandi það sem nærtækara er. RÚV setti Vitastíginn um daginn í Þingholtin !

Eiður Svanberg Guðnason, 28.4.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 58984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband