11.8.2008 | 13:41
Tóta Gests og hennar kýr međ skemmtilegt nafn
Hér gefur ađ líta ljósmynd sem Ţórunn Vilbergsdóttir á Eyrarbakka tók fyrir nokkrum áratugum. Á ljósmyndinni eru amma hennar Ţórunn Gestsdóttir - öđru og algengara nafni Tóta Gests og kýr hennar sem hafđi skemmtilegt nafn. Tóta bjó í Garđbć skammt frá Húsinu og var eflaust ţekktasti nágranni Hússins og húsvörđur Hússins. Hún stundađi stórfellda kartöflu- og ţó einkum gulrótnarćkt og átti međal annars mikil viđskipti viđ afa minn Lýđ Guđmundsson í Litlu-Sandvík sem hún mat mikils. Eitt sinn skiptu ţau Tóta og Lýđur á gulrótum og belju.
Fékk Lýđur gulrćtur, sennilega í miklu magni, en lét af hendi unga kú. Rak barnabarn Tótu, Ólafur Vilbergsson kúna niđur á Eyrarbakka og átti Tóta hana í mörg ár. En kýrin fékk hér ađ sjálfsögđu nafn viđ hćfi. Kýrin hét Gulrót.
Söguna af Gulrót fékk ég fyrst ađ heyra hjá Halldóri Blöndal, fyrrverandi kaupamanni í Litlu--Sandvík og síđar forseta Alţingis, ţegar hann kom í góđum hópi voriđ 2007 í Húsiđ á Eyrarbakka. Hann ţekkti til beggja ţessara stađa, var kaupamađur í Litlu-Sandvík um níu ára skeiđ hjá afa og var stundum heimagangur hjá frćnku sinni Ragnhildi Pétursdóttur kennda viđ Háteig og Engey sem átti Húsiđ á Eyrarbakka um mjög langt skeiđ miđlungann af 20. öld ásamt manni sínum Halldóri Ţorsteinssyni. Nafngiftina ţekkti einnig Ţórunn Vilbergsdóttir sem var svo góđ ađ lána mér ljósmyndina.
Í viđtalsbók Guđmundar Daníelssonar rithöfundar og skólastjóra á Eyrarbakka Í húsi nánungans (1959) greinir Tóta nánar frá kúnni sinni. Hún mjólkađi vel, stundum yfir 20 merkur og var ekki geld nema ţrjár vikur fyrir burđ. "Hún frú Ragnhildur í Háteigi skírđi hana ţetta. Ég keypti hana fyrir peninga sem ég fékk fyrir gulrćtur. ... Allar skepnur skila afurđum í réttu hlutfalli viđ ađbúđina, sem ţćr njóta."
Um bloggiđ
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni međ áratuga reynslu af ţjóđfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháđ blađ á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRĆĐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 59196
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man eftir Tótu. Hún kom gangandi neđan af Eyrarbakka og bar tvo krossbundna pappakassa fulla af gulrótum. Mér fannst hún svo óskaplega gömul, en mamma talađi oft um hvađ hún var sterk ađ bera ţessa ţungu kassa alla ţessa leiđ, ţessi litla kona.
Ţađ er til mynd af Tótu ţar sem hún stendur og horfir beint fram, á milli afa sem horfir niđur til hennar og Aldísar systur sem horfir upp til hennar, gott ef Tóta var ekki međ gulrótarkassana í höndunum.
Sigga systir (IP-tala skráđ) 13.8.2008 kl. 10:27
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.