29.3.2009 | 18:39
Bjarni Benediktsson - ekki bara af Engeyjarætt
Þá er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að velja sér formann. Bjarni Benediktsson er eins og ég kominn út af hjónunum Einari Gestssyni og Steinunni Thorarensen sem bjuggu á Hæli í Gnúpverjahreppi 1873-1906, langalangafi og -amma okkar beggja. Ömmur okkar Aldís Pálsdóttir og Helga Ingimundardóttir voru systradætur og ágætar vinkonur. Afkomendur Einars og Steinunnar á Hæli hafa komið saman á ættarmót á tíu ára fresti undanfarna áratugi, síðast í júní 2006.
Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson og bræður hans Einar og Ingimundur arkitekt, voru kaupamenn í Litlu-Sandvík, hjá afa mínum Lýði Guðmundssyni. Eflaust hafa þeir bræður lært þar að vinna ef ég þekkti afa rétt.
Þannig að ég get ekki verið annað en ánægður með formannskjörið, þrátt fyrir að hallast að öðrum stjórnmálaflokki.
Frænda mínum óska ég velfarnaðar í vandasömu starfi.
Bjarni kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 59193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með ættingjann. Þú er á hraðri uppleið á virðingarstiganum
kv. Skúli
Skúli Sæland (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:25
Skúli hefur vonandi litlu tapað í hruninu. En margir (30%?) taka nú hag Flokksins fram yfir eigin.
Ekki þarf BB samt að skammast sín fyrir þennan ættlegg, síður en svo,
EN, 1911 fékk Bríet Bjarnhéðinsdótir samþykkt í Kvenréttindafélaginu að það sendi þakkarskeyti til Hannesar Hafstein fyrir að flytja og fá samþykkt lagafrumvarp um réttindi kvenna til kosninga, kjörs, embætta og námsstyrkja, en allar Engeyjarsystur voru á móti!
sbr. Guðj.Friðrs. Ævis. HH bls.563
Glúmur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:04
Alltaf finnst mér nú gaman af ættfræði og góðum sögumönnum Lýður faðir þinn sagði mér eitt sinn að afi þinn og afi minn og nafni hafi verið vinir og afi þinn kaus Albert.ER Bjarni Ben ættaður frá Hlíð eins þú og Fúsi ,ég var nú heyra að móðir Bjarna væri ættuð að norðan og ekki skemmir það fyrir Formanninum
Ásgeir Jóhann (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 22:26
Fróðlegur pistill. Hælsmenn eru upp til hópa velgefið og duglegt fólk, alla vega þeir sem ég þekki. Treysti Bjarna vel til þessa verks, enda kaus ég hann.
Ólafur Björnsson, 7.4.2009 kl. 23:44
Ingimundur í Kaldárholti í Holtum, faðir Helgu, var sonur Benedikts Diðrikssonar, ráðsmanns á Breiðabólsstað í Fljótshlíð (Bensa á Staðnum). Benedikt var hálfbróðir Jóns langafa míns á Skeggjastöðum, sammæðra.
Guðmundur í Hraungerði (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.