7.9.2008 | 11:34
Herra Sigurbjörn biskup
Einhver innri gæfa og farsæld virðist hafa fylgt herra Sigurbirni. Guð blessi hans minningu.
Eitt sinn ók ég um hans fæðingarbyggð í Meðallandinu með föður mínum. Við heimsóttum Vilhjálm Eyjólfsson í Hnausum. Villi var ekki með gestabók á sínu heimili en lét gesti gjarnan rita nöfn sín í afmælisdagabók sem byrjað var að skrifa í á tímum foreldra hans. Villi bauð okkur súpukjöt. Og við feðgar fengum svo að skrifa í bókina. Í afmælisdagabók Hnausa í Meðallandi má því sjá mína fögru rithönd fyrir neðan rithönd Sigurbjörns Einarssonar en hann var fæddur á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911. Ég fæddur 55 árum síðar. Það var varla að mér þætti viðeigandi að rita nafn mitt fyrir neðan svona göfugan mann. En mér þótti upphefð af því.
Allir hlustuðu þegar hann talaði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 59193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa þetta, Lýður. Ágætan áttu fæðingardaginn. 45 árum á eftir þér og 90 árum á eftir biskupnum blessuðum fæddist dóttir mín Sóley Kristín. Svo votta ég þér samúð mína vegna ótímabærs andláts þíns merka föður. – Með góðri kveðju í mína ættarsveit,
Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 15:32
Mikilfengleiki hans mun dvelja í hugskoti mínu um ókomna tíð, þó vil ég taka fram að hann talaði að mínu viti um meiri jöfnuð en orðin er á landinu. Vona að hinum háu herrum auðnist að bæta úr ójafnvæginu sem orðið er, því fyrsta orðið sem kom í huga minn við útför Sigurbjarnar var ,,hræsnarar"
Eiríkur Harðarson, 7.9.2008 kl. 17:11
Þakka þér fyrir þetta Jón Valur.
Og takk sömuleiðis Eiríkur. Jú hann var mikill réttlætismaður. Við skulum gefa ríkisstjórninni séns.
Lýður Pálsson, 7.9.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.