Hvað er strákurinn eiginlega gamall?

Á vef lögreglunnar segir:

Á föstudag fékk lögregla tilkynningu um að á Stokkseyri væri á ferð um götur ungur drengur á fjórhjóli og hefði legið við slysi af akstri hans.  Við nánari athugun kom í ljós að þarna hafði verið á ferð 13 ára drengur.  Foreldrum drengsins var gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórjóla.  Drengurinn er ósakhæfur og verður því ekki gerð refsing fyrir brotið en mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum til meðhöndlunar. 

Hinir virtu vefmiðlar visir.is og mbl.is hljóta að vita betur en lögreglan og segja piltinn 10 ára.  En fyrri athugasemdir við þessa frétt benda reyndar til annars - að hann sé 13 ára.  Visir.is birtir mynd frá Eyrarbakka en mbl.is birtir mynd af stóru fjórhjóli til að komast frá þeirri skömm að birta mynd af "vitlausu" þorpi!


mbl.is 10 ára drengur á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

hehe.. já ég var einmitt búin að taka eftir þessu með vitlausu myndina... og svo birtir mbl mynd af einhverju svaka fjórhjóli... Þessi strákur sem umræðir er bróðir minn og hann er að verða 13 ára. Einnig er fjórhjólið sem hann var á ekki svona svaka stórt og mikið líkt og myndin bendir til hjá mbl.. en það kannski skiptir minnstu!

Eins og ég sagði í bloggfærslunni minni um þetta sama mál.. þá lætur þessi fréttaflutningur mig staldra við og velta vöngum um hversu mikið sé að marka fréttirnar sem maður les eða heyrir  

Guðný Lára, 18.2.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Og er þá strákurinn 12 ára eftir allt saman! 

Ég var ca 10 ára gamall farinn að keyra traktóra út um allar trissur og löggan gerði honör! Rúmir þrír áratugir síðan og breyttir tímar en mér finnst þetta varla frétt hjá löggunni.

Lýður Pálsson, 18.2.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Manni er nú farið að blöskra hvernig fréttamenn haga sér, lærði á mínum yngri árum að taka MARK á fréttum. Hins vegar virðist núorðið vera eitthvert "möst" að koma með sem lygilegasta (skúbbið=fréttina) Því lygilegra því meiri sala ef í blaði, meira áhorf ef í sjónvarpi. Skítt með áreiðanleikann.

Eiríkur Harðarson, 18.2.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband