Þeir á Vísir.is kunna ekki muninn á Stokkseyri og Eyrarbakka

 Þessi frétt er  á visir.is.

Vísir, 18. feb. 2008 11:17

Tíu ára á fjórhjóli á götum Stokkseyrar

mynd
Frá Stokkseyri. MYND/365

Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af óvenju ungum ökumanni á Stokkseyri á föstudag en þar fór hann um göturnar á fjórhjóli.

Vegfarendur tilkynntu um að legið hefði við slysi af akstri hans. Við nánari athugun kom í ljós að þarna hafði verið á ferð 10 ára drengur. Foreldrum drengsins var gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórjóla.

Drengurinn er ósakhæfur og verður því ekki gerð refsing fyrir brotið en mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum.


Eins og allir eiga að veta þá er ljósmyndin sem fylgir fréttinni frá Eyrarbakka. Nú  veit ég ekki hvort fréttin eigi við um textann eða um myndina.  Hvort krakkinn var á ferð hjá Stígshúsi á Eyrarbakka eða á Stokkseyri.

Viðbót kl. 18.40: Um kl. 16,30 var skipt um mynd á fréttinni hjá visir.is. Í stað ljósmyndar frá Eyrarbakka sem sýndi Stíghús og SKjaldbreið ásamt hinni einu og sönnu Götu á Eyrarbakka var komin nærmynd án bakgrunns af lögreglubifreið. Því miður hafði ég ekki haft vit á því að ýta á Print Screen takkann á tölvunni til að varðveita þessi skemmtilegu mistök ágætra blaðamanna visir.is kv. Lýður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn af Eyrarbakka

Tíu ára á fjórhjóli á Stokkseyrarbakka! Ef hjólin hefðu verið þrjú, þá hefði hann líklega sloppið.

Óðinn af Eyrarbakka, 18.2.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Haha! Og nú hafa þeir á visir.is skipt um mynd - hér er komin mynd af lögreglubíl í stað götumyndar frá Eyrarbakka! Hvað næst?

Lýður Pálsson, 18.2.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband