Um kvenfólk og brennivín

Um kvenfólk og brennivín
   Um kvenfólk og brennivín
   

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir „Bláa bóluglasið“ fornan brennivínspela sem fjallað verður um í fyrirlestrinum.
Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka fimmtudagskvöldið 29. mars nk. kl. 20:30. Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur er nefnist: Um kvenfólk og brennivín.


Fyrirlesturinn fjallar ekki um drykkjusögur eða leit að drykkfelldum konum aftur í tímann, heldur um vöruna sjálfa, viðhorf til hennar og hvernig hún endurspeglar átök í samfélaginu, átök milli kynjanna, áhrif áfengis á kynhlutverk og samskipti kynjanna í ljósi sögunnar. Einnig verður fjallað um áhrif bindindishreyfinga á líf kvenna um aldamótin 1900 og breytingar á réttindum kvenna í tengslum við áfengisnotkun, hvers vegna sérstakt kvennavín var bruggað á Eyrarbakka fyrr á tíð, hvernig konur notuðu vín og sitthvað fleira.

Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur er sögukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur jafnframt ritað um ýmsa þætti í sögu héraðsins, meðal annars “Baráttuna við Fjallið”, sögu Kaupfélags Árnesinga. 

 

(Fréttatilkynning frá Byggðasafni Árnesinga.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 58984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband