23.3.2007 | 23:57
Ingólfur Guðnason
Anna og Ingólfur bjuggu yfir sparisjóðnum í svaka stórri íbúð.
Ingólfur var skemmtilegur kall. Hann var líka pípukall. Hann var ræðinn og áhugasamur um nánungann. Ingólfur var spaugari. Mér er minnistætt þegar ég var með foreldrum mínum á Hvammstanga í ágúst 1980 og við fórum í bíltúr út í Vesturhóp. Obba hin móðursystirin líka. Ingólfur var heima í sparisjóðnum og fékk þannig smá hvíld frá gestunum að sunnan. - Og þegar við komum á Tangann aftur úr bíltúrnum sagði Ingólfur okkur þau stórmerku tíðindi að Hekla væri farin að gjósa. O, trúið ekki öllu sem hann segir!sagði þá Obba hlæjandi. Kveikt var á útvarpinu og það fyrsta sem í útvarpinu heyrðist var að Hekla væri farin að gjósa og ferðamannastraumurinn lægi austur að Heklu. Hvað er þetta! Er sjálft útvarpið gengið í samsæri með mér um að ljúga að þér Obba?spurði þá Ingólfur. Svona var spaugarinn Ingólfur.
Ingólfur var hreppstjóri. Hann var líka í hreppsnefndinni. Hann var vinsæll. Ingólfur skammaði um tíð þingmenn kjördæmisins fyrir að vinna ekki vinnuna sína. Ingólfur var þessvegna kosinn á þing. Hann féll svo af þingi.
Anna og Ingólfur fluttu til Reykjavíkur árið 1995. Önnu og Ingólf var gaman að heimsækja í Laugarteiginn. Hjá Önnu og Ingólfi var gaman að verða veðurtepptur.
En við lifum víst ekki endalaust. Ingólfur lést af völdum krabbameins þann 14. mars 81 árs að aldri. Ég, eins og margir aðrir munu sakna hans. Jarðarförin var í gær 22. mars. Mjög virðuleg og falleg athöfn þar sem Álftagerðisbræður voru í aðalhlutverki. Erfidrykkja í Súlnasal Hótel Sögu.
Blessuð sé minning Ingólfs Guðnasonar. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að hann skuli vera farinn. Hugur minn er hjá Önnu og þeirra niðjum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 24.3.2007 kl. 00:00 | Facebook
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.