Færsluflokkur: Dægurmál

Geir Haarde, Stalín og Mugabe

Þessi vinnubrögð ríkisvaldsins eru ættuð úr fjármálaráðuneytinu frá þeim tíma er Geir Hilmar Haarde var þar ráðherra.  Í gagnasafni Moggans má sjá hér,  hér og svo aftur hér hvernig maður mér nokkuð skyldur og sagnfræðingur túlkaði þessar aðfarir ríkisvaldsins.  Aðförum Geirs Hilmars Haarde er þar líkt við aðfarir Stalíns kommúnistaleiðtoga í Sovjet og Roberts Mugabe forseta Zimbabwe þar sem landtökumenn óðu uppi fyrir nokkrum árum.
mbl.is Skagfirðingar mótmæla túlkun þjóðlendulaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásýnd Reykjavíkur breytist

manhattan-420Ásýnd Reykjavíkur mun heldur betur breytast með tilkomu nýrra háhýsa. Litla höfuðborgin fer að líkjast annarri stórborg.  "Reykjavík! Reykjavík!" Eða "First we take Reykjavík city".


mbl.is Sænskir arkítektar unnu samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Essómerkið á íslensk minjasöfn?

EssoÞví miður hafa íslenskir safnamenn verið of ragir við að eiga við samtímann.  Ég vona þó að eitthvað af þessu Essódóti eigi eftir að fara inn í geymslur og etv. sýningar minjasafna í framtíðinni - ef ekki strax.  Kannski bara best að skreppa að útibúi Olíufélagsins við Ölfusá nú í vikunni og sníkja þar eyðublöð, peysur og allskonar dót með hinu  sígilda og fallega lógó Essó. Og þó - þetta er alþjóðlegt fyrirbæri. Eða hvað finnst ykkur? Þá ætti kannski að safna Essómerki þar sem "Olíufélagið hf" fylgdi með?
mbl.is Esso-merkið kostar fimmtíu milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur áfram með framsókn

Þennan flokk hef ég stutt frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum - og mun styðja árangur áfram.  Þessi flokkur er einhvernveginn svo laus við alla öfga, fordóma og forsjárhyggju.  Hafa málefni fjölskyldunnar í öndvegi og leggja áherslu á að hjól atvinnulífsins snúist áfram.  Góðærið lengi lifi! 
mbl.is Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að brjótast inn í fangelsi?

Ekki er að spyrja að vinsældum þessa merka staðar, Fælu í landi Háeyrar. Þar skortir víst ekki hráefnið.  Einhverjir hafa lagt á sig að klippa á girðingarnar tvær til að komast inn. 


mbl.is Klippt á girðingar við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkum launin!

Af hverju hækka yfirvöld ekki launin í takt við menntun, álag og ábyrgð?

Það er vitað mál að fjöldinn allur af hjúkrunarfræðingum hefur hætt störfum í heilbrigðisþjónustunni undanfarin ár sökum lágra launa miðað við þá ábyrgð sem þeim er falin á heilbrigðistofnunum. Með því að hækka launin væri hægt að fá þennan hóp aftur til starfa.

Hver er tilgangurinn með að mennta nýja hjúkrunarfræðinga sem svo kannski fást ekki til að koma til starfa sökum lágra launa?

Einnig hafa margir sjúkraliðar flúið úr starfinu og þá gjarnan í aukna menntun og hærri laun. Afleiðingin:  Skortur á sjúkraliðum.

Hækkum launin!


mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ógnar öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séra Kolbeinn allur

Það var ekki ætlun mín þegar ég opnaði þetta blogg að það yrði vettvangur minningargreina, stuttra og langra um nýlátna vini, ættingja og kunningja. En svo undarlegt sem það er þá hafa einir sex einstaklingar sem ég þekkti mjög vel fallið frá undanfarna vikur.  Það eru þau Þorvarður í Stekkum, Sveinn í Bræðratungu, Ingólfur Guðnason mágur móður minnar,  Greipur Ketilsson, Jónína Vigdís Schram vinkona mín í gegnum Húsið.  Á blogginu hef ég skrifað um þau sum.  Og nú í Fréttablaðinu í dag las ég tilkynningu um lát séra Kolbeins Þorleifssonar frá Háeyri á Eyrarbakka.  Hann þekkti ég vel af vettvangi fræðagrúsks.  Kom oft til mín á vinnustaðinn og oft sat hann fræðslufundi hjá Sögufélagi Árnesinga.

En svona er víst lífsins gangur. 

 


Sól stattu kyrr

Sól stattu kyrr! Þótt kalli þig sær
til hvílu – ég elska þig heitar.
Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær
og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar.
Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær
þótt þú fallir í djúpið mitt hjarta til geislanna leitar!

(Sig.Sig.Arnarvatni)

Kvæði þetta var flutt í jarðaför vinkonu minnar Jónínu Vigdísar Schram í gær,  - við nýsamið lag eftir tengdason hennar Valgeir Guðjónsson.

Blessuð sé minning Vigdísar - sem reyndist mér hinn mesti fræðasjór um aldarandann í Húsinu á Eyrarbakka fyrir öld síðan.  Ég tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast henni.


Um kvenfólk og brennivín

Um kvenfólk og brennivín
   Um kvenfólk og brennivín
   

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir „Bláa bóluglasið“ fornan brennivínspela sem fjallað verður um í fyrirlestrinum.
Fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka fimmtudagskvöldið 29. mars nk. kl. 20:30. Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur er nefnist: Um kvenfólk og brennivín.


Fyrirlesturinn fjallar ekki um drykkjusögur eða leit að drykkfelldum konum aftur í tímann, heldur um vöruna sjálfa, viðhorf til hennar og hvernig hún endurspeglar átök í samfélaginu, átök milli kynjanna, áhrif áfengis á kynhlutverk og samskipti kynjanna í ljósi sögunnar. Einnig verður fjallað um áhrif bindindishreyfinga á líf kvenna um aldamótin 1900 og breytingar á réttindum kvenna í tengslum við áfengisnotkun, hvers vegna sérstakt kvennavín var bruggað á Eyrarbakka fyrr á tíð, hvernig konur notuðu vín og sitthvað fleira.

Erlingur Brynjólfsson sagnfræðingur er sögukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur jafnframt ritað um ýmsa þætti í sögu héraðsins, meðal annars “Baráttuna við Fjallið”, sögu Kaupfélags Árnesinga. 

 

(Fréttatilkynning frá Byggðasafni Árnesinga.)


Verður spaugsstofan send út frá Litla-Hrauni næstu tvö árin?

Mér fannst fínn þáttur spaugsstofunnar áðan. En svo þurftu þeir endilega að brjóta lög. Í lok þáttarins var þjóðsöngurinn fluttur með nýjum texta. Þá rifjaðist upp fyrir mér stórgóð bíómynd Hrafns Gunnlaugssonar "Okkar á milli í hita og þunga dagsins" sem fjallaði um miðaldra kalla á tímamótum í tvennum skilningi.  Þar var þjóðsöngurinn djassaður og þjóðin fór á annan endann.  Alþingi samþykkti svo í kjölfarið lög nr. 7 frá árinu 1983, ÞJóðsöngur Íslendinga

Og nú er spurningin bara þessi:  Verða snillingarnir Sigurður Sigurjónsson, Ranndver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason nágrannar mínir næstu tvö árin? Í fangelsinu Litla-Hrauni?  Það er svosem allt í lagi ef þeir fá leyfi til að framleiða spaugstofuna þar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 59456

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband