17.2.2007 | 21:47
Frábært Álfa-, trölla- og norðurljósasetur á Stokkseyri!
Ef Selfyssingurinn Benedikt Guðmundsson Tyrfingssonar fær góða hugmynd þá framkvæmir hann hana. Ég hafði mjög gaman að skoða hið nýja og glæsilega aðsetur Álfa-, trölla og norðurljósa í frystihúsinu stóra á Stokkseyri í dag. Mikil vinna að baki og Benni og hans starfslið má vel við una.
Álfa- trölla og norðurljósasetrið er frábær viðbót við fjölbreytta flóru menningartengdrar ferðaþjónustu á Bakkanum.
Álfa- og tröllasafn opnað á Stokkseyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 16:57
Vatnsdeigsbollur fyrir bolludaginn
Það hefur ekki verið mín sterkasta hlið að baka. Eina uppskrift kann ég þó utan að. Það er uppskrift að vatnsdeigsbollum sem ég baka án undantekningar helgina fyrir bolludag ár hvert, gjarnan þrefalda uppskrift. Hér kemur uppskriftin.
| ||
60 gr. smjörlíki 2,5 dl. vatn Ögn af salti 120 gr. hveiti 2 egg Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrært og soðið. Hveitinu hrært út í. Þá er degið kælt þar til það er orðið kalt (ekki volgt). Best er að setja pottinn með deginu í fullan vask af köldu vatni. Þegar degið er orðið kalt er það sett í hrærivél og tveimur eggjum bætt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigið í vatnsdeigsbollurnar er þá tilbúið og hentar ágætlega í átta stórar bollur eða 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakað í ofni við 225 gráður í 20-25 mín. Verði ykkur svo að góðu. |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 09:22
Teiknimyndafígúran Línan á Morgunvakt Rásar 1
Útvarpsmaðurinn Kristján Sigurjónsson sýndi það og sannaði áðan að ekki er nauðsynlegt að hafa mynd til að varpa ljósi á myndræna hluti. Til umfjöllunar í þættinum áðan var hin geysivinsæla teiknimyndafígúra Línan sem sjónvarpið sýndi um langt árabil ýmist sem dagskrárefni eða uppfyllingarefni. Að sjálfsögðu gat Kristján ekki sýnt hlustendum Rásar 1 teiknimyndafígúruna en hinsvegar var eitt helsta tákn teiknimyndarinnar sérstakt lag í djassstíl, hresst og skemmtilegt, og það spilaði Kristján. - Reyndar í tengslum við bíómyndina Ilminn!
Slóð inn á þennan þátt er http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304449/10 .
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2007 | 00:50
Íslenskt "egg" selt á 1,5 milljónir króna?
Að loknu lestri þriggja sunnlenskra héraðsfréttablaða situr í mér fréttin - eða slúðurfréttin - um hinn heppna eiganda Eggjavinnslunnar á Selfossi sem var með hið ágæta lén egg.is.
En eins og nú má sjá er hin stórglæsilega húsgagnaverslun á Smáratorgi í Kópavogi komin með lénið.
Húsgagnaverslunin er sögð hafa boðið í lénið 150 þúsund krónur en framkvæmdastjóri matvinnslufyrirtækisins á Selfossi gerði gagntilboð upp á tíusinnum hærra verð og því var tekið.
Húsgagnaverslunin Egg er eins og þeir sem þangað hafa komið verslun fyrir þá sem eiga nóg fé milli handanna og þá munaði víst ekkert um þennan aur fyrir lénið. Þetta er glæsileg verslun, ég hef skoðað hana, falleg húsgögn - en ég keypti ekki neitt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 12:39
Sem betur fer ekki manntjón
Líðan manns sem lenti í Ölfusá góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 13:41
RAGARI, RAKKARI eða RAKARI?
Hann er grátbroslegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um ágætan kunningja minn og rakara sem ók bíl sínum heilan faðm á menningarnótt.
"D Ó M U R
Héraðsdóms Reykjavíkur 22. janúar 2007 í máli nr. S-2087/2006:
Ákæruvaldið
gegn
XX
Mál þetta, sem dómtekið var 8. janúar 2007, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík, 27. nóvember sl., á hendur XX, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið með einkamerkinu RAKARI, að morgni sunnudagsins 20. ágúst 2006, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 1,25) um bifreiðastæði við Frakkastíg í Reykjavík."
Þá rifjaðist upp fyrir mér ágæt saga um ungan rakarason í íslenskutíma í ónefndum gagnfræðaskóla úti á landi. Nemendur áttu að skrifa um hvað þeir ætluðu sér að verða þegar þeir yrðu stórir.Og rakarasonurinn skrifaði heilmikið um að að hann ætlaði sér að verða RAGARI og kennarinn tók rakarasoninn upp á töflu og bað hann að skrifa orðið rétt því kennarinn taldi ólíklegt að rakarasonurinn ætlaði sér að raga fé eða rófur, hvað þá að hann væri huglaus eða ragari. Og rakarasonurinn lagfærði orðið og skrifaði RAKKARI. Kennarinn brást ókvæða við og var að sjálfsögðu ekki ánægður með þessa leiðréttingu. Engar kenndir væru í þá veru hjá strák að ætla sér að rakka niður nánungann. Að endingu skrifaði piltur orðið RAKARI og átti þá væntanlega við að hann ætlaði sér að feta í fótspor föður síns og verða rakari, þ.e. hársnyrtir, en ekki RAKARI en hver annar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 09:53
Ísland - Frakkland
Frábært hjá strákunum. Áfram Ísland!
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 14:20
Hjálmar út - Bjargni inn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 22:07
Nýtingahlutfall
Ég leit á silfuregils rétt áðan og las þar síðasta pistil. Þar nefnir EH orð sem ég hef orðið ofnæmi fyrir. Nefnilega nýtingahlutfall. Ég hef mestalla mína lífstíð búið í hinum flata Flóa þar sem fjallasýnin er mikil og íbúðarhús að langlangstærstum hluta eins til tveggja hæða. Nú heyrast fréttir af verktökum sem kaupa lóðir og gömul hús eins til tveggja hæða. Og til hvers? Jú til þess að reisa margra hæða blokkir. þetta er einkum á Selfossi þar sem nýjustu blokkirnar eru fjögra hæða, tómar reyndar ennþá, en fréttir berast svo af verktakafyrirtæki einu eða fjárfestingafyrirtæki sem vill reisa sex hæða blokk fyrir gamalmenni utan í grónu íbúðarhverfi þannig að suðursólin hverfur og jafnframt verður blokk þessi skammt vestan Mjólkurbús Flóamanna einu stærsta og mest mengandi verksmiðju á Suðurlandi.
Og af Stokkseyri af öllum stöðum í Flóanum eru til furðufuglar sem vilja byggja þrjár sjö hæða íbúðarblokkir við Löngudæl, annálað náttúrusvæði ríkt af fuglum líka. Sem betur fer hafa fleiri sömu skoðun og ég á þessum glópahugmyndum.
Ég hef búið í blokk, fannst það ekkert merkilegt og skil ekki þessa óstöðvandi áráttu íslenskra verktaka að koma þjóðinni í margra hæða blokkir. Ég held að þjóðin sem búið hefur í torfbæjum og einshæða byggingum í ellefu aldir ætti nú frekar að nýta landflæmið áfram og byggja ódýr og einföld hús á einni til tveimur hæðum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 15:29
Óveður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar