9.9.2009 | 14:18
Stóra borgarmerkjamál Árborgar.
Þennan risastóra borða mátti sjá í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt 2009 - í fleiri en einu eintaki. Því miður hræðilega auðmýkjandi fyrir íbúa Sandvíkurhrepps fyrr og nú, fjórða hreppsins sem stofnaði Sveitarfélagið Árborg árið 1998. Þar er hvergi nafn eða merki stærsta sveitarfélagsins að flatarmáli að sjá.
Margir gestir á Menningarnótt tóku eftir því að minnsta hreppinn að íbúatölu og stærsta að flatarmáli vantaði á þetta spjald og greinilegt er á framgöngu embættismanna Árborgar sem starfa í umboði Bæjarstjórnar Árborgar að þeir vilja láta heiti þessa hrepps hverfa með öllu. Þeir eru nú þegar hættir að nefna hann í ensku kynningarefni sveitarfélagsins - að heimasíðunni undanskilinni eftir athugasemd frá mér.
Reyndar reyndi sá reyndar ágæti embættismaður sem bar ábyrgð þá þessu smekklausa merki að afsaka sig með því að benda á að ekki væri til merki fyrir Sandvíkurhrepp. Því er til að svara að einfalt hefði verið að kasta út merkjunum þremur gömlu sem lögð voru niður 1998 og setja í stað nöfn gömlu sveitarfélaganna sem sameinuðust 1998. Þá hefði enginn verið skilinn útundan eins og berlega er gert með þessari framsetningu.
Íbúar fjögurra sveitarfélaga, Selfossbæjar, Stokkseyrarhrepps, Eyrarbakkahrepps og Sandvíkurhrepps ákváðu 1998 að sameinast, taka upp nýtt sveitarfélagsnafn Árborg og kasta gömlu heitnum fyrir róða - ásamt gömlu borgarmerkjunum. Haustið 1998 var síðan nýtt borgarmerki tekið í notkun fyrir Árborg eftir samkeppni þar um. Það að setja gömlu merkin upp með hinu nýja er algjör kúvending af hálfu sveitarfélagsins.
Á fundi Hreppsnefndar Sandvíkurhrepps barst á árinu 1996 fyrirspurn frá spönskum borgamerkjasafnara þar sem óskað var eftir að hreppurinn sendi sér eintak af borgarmerki Sandvíkurhrepps. Svar hreppsins var einfalt: Sandvíkurhreppur á ekki slíkt merki og hyggst ekki láta hanna borgarmerki fyrir sig. Punktur. Ekki verið að eyða í óþarfa enda varð Sandvíkurhreppur eina sveitarfélagið af þeim fjórum sem stofnuðu Árborg sem lagði sjóði til þess - en reyndar ekki miklar eignir enda oddvitinn allkunnur að sögn fyrir lipurð í starfrækslu byggðasamlaga um sameiginleg mál. Best og nánast var samstarfið að sjálfsögðu við Selfossbæ. Hinir stofnendur lögðu fram eignir og hærri skuldir, sveitarfélögin við Ströndina voru nær gjaldþrota.
En hvað um það. Ég er afskaplega sár. Og ekki sá eini úr Sandvíkurhreppnum.
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem Sandvíkingi finnst mér þetta mjög leiðinlegt - og um leið alvarlegt. Ég hef séð Sandvíkurhreppi "sleppt" í fleiri gögnum hjá sveitarfélaginu, bæði í ræðu og riti. En það er líka okkar að vera dugleg við að halda nafni hreppsins á lofti.
Kveðja,
Guðmundur Karl Sigurdórsson
Strokkhólsvegi 4
Stóru-Sandvík
801 Sandvíkurhreppur
GK, 9.9.2009 kl. 14:35
Heilir og sælir; Lýður og Guðmundur Karl - sem og fleirri hér á síðu !
Blessaðir verið þið; Selfyssingarnir láta sér í léttu rúmi liggja, þó; Sandvíkurhreppur - Hraungerðishreppur, sem hluti Ölveshrepps, séu undirstöður þessa mont kaupstaðar, ágætu drengir.
Þá; gleymist hlutdeild Villingaholts - Gaulverjabæjar - Stokkseyrar og Eyrarbakkahreppa, í þessu; núverandi, trénaða bákni, hérna fyrir austan fljót.
Hygg; að fremur, ættu íbúar hinna dreifðu byggða; já, og meira að segja sums staðar, í uppsveitum Sýslunnar, frekar að hljóta hrós fyrir stuðninginn, við uppbyggingu þessa kaupstaðar, fremur en fálæti það, sem þið Sandvíkingar góðir, vottfestið, af einurð góðri.
Með; hinum beztu kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:16
Ég er svo sár og reið að mig einfaldlega skortir orð! Þetta er algjörlega ófyrirgefanlegt!
Kv. Jóhanna Sigríður Hannesdóttir, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi.
Josiha, 9.9.2009 kl. 16:06
Magnús Hlynur Heiðarsson sendi mér ljósmyndina.
Bloggfærslan sem vakið hefur mikla athygli fjallar einungis um eitt tiltekið atriði í framsetningu Sveitarfélagsins Árborgar á Menningarnótt 2009.
Ég vil mjög gjarnan koma því á framfæri að dagskrá Sveitarfélagsins Árborgar á Menningarnótt 2009 var í heild Árborg til mikils sóma. Ég hafði mjög gaman af dagskránni á sviðinu bæði um miðjan daginn og um kvöldið. Ég var mjög stoltur af framsetningu sumarsýningar Byggðasafns Árnesinga þarna í ráðhúsinu og tel að þessum aurum sem leggja þurfti til Menningarnætur hafi verið vel varið.
Óskar Helgi hittir naglann á höfuðið: Selfoss væri ekki neitt nema fyrir tilverknað sunnlenskra bænda sem á sínum tíma byggðu þar upp tvær undirstöður KÁ og MBF með þessum ofsalegu margfeldiáhrifum.
Lýður Pálsson, 9.9.2009 kl. 19:40
Gott hjá þér að vekja athygli á þessu.
Gurra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.