11.1.2009 | 01:52
Kosið í baðstofu
Ljósmynd þessi er tekin 20. nóvember 1993 í baðstofunni í Litlu-Sandvík. Lengi vel fóru allar kosningar í Sandvíkurhreppnum fram í Litlu-Sandvík á heimili hreppstjórans og oddvitans. Þennan dag voru sameiningarkosningar og átti að fækka sveitarfélögum. Hér var kosið um þann möguleika að sameinast 6 öðrum sveitarfélögum í Flóanum. Það var að sjálfsögðu kolfellt eins og allsstaðar annarsstaðar á landinu. Ljósmyndin sem ég tók sýnir kjörstjórn Sandvíkurhrepps, þau Jónu á Dísarstöðum, Smára í Stóru-Sandvík og Dodda í Stekkum. Einnig er á myndinni hreppstjórinn faðir minn Páll Lýðsson. Hann sá um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu ef villuráfandi sauði bar að garði. Hér hefur tvo slíka borið að og er annar þeirra frá Hellu en hinn úr Borgarfirði. Þeir komu að austan og voru á leið til Reykjavíkur. Borgfirðingurinn sparaði sér þá miklu fyrirhöfn, að keyra í Borgarnes til að kjósa, með því að kjósa utankjörstaðar hjá hreppstjóranum í Sandvík.. Hreppstjórinn er eflaust að gefa þessum tveimur "spjátrungum" heilræði um lífið og tilveruna. Það hefur væntanlega farið inn um annað eyrað og út um hitt. Sá sem býr sig undir að kjósa er heilbrigðisráðherra.
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 59193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Lýður, og velkominn, í spjallvinahóp minn !
Þakka þér; skemmtilega frásögu, sem og myndina, úr stjórnsýslu hins forna Sandvíkurhrepps.
Sannarlega; kvöddu þeir, fullfljótt, þeir Þorvarður heitinn, líka sem faðir þinn, á sínum tíma, en eigi er við örlögunum séð, Lýður minn.
Með beztu kveðjum; úr Hveragerðis- og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:29
Sæll Óskar Helgi.
Þakka þér kærlega fyrir innlitið á síðu mína, sem og hlý orð um gengna tvo.
Lýður.
Lýður Pálsson, 11.1.2009 kl. 02:42
Gaman að þessu vínur
Ásgeir Jóhann Bragason, 13.1.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.