24.2.2008 | 21:23
Ég er Spurs-ari!
Nú loksins titill í höfn hjá því ensku-deildarfélagi sem ég hef haldið upp á frá árinu 1978-9. Þegar ég byrjaði að halda með því voru þar leikmenn á borð við Glen Hoodle, Steve Archibald og Argentínumennina Villa og Ardiles sem þá voru nýkrýndir heimsmeistarar. Einnig kom til liðs við liðið Ray Clemence markvörður.
Einnig gat ég ekki verið þekktur fyrir það að halda með sama liði og Kjartan Björns sem óspart hvatti alla í Gagnfræðaskólanum á Selfossi til að gerast fylgismenn og - konur Arsenals. Nei ekki gat ég hugsað mér það. Hinsvegar var mikið Liverpool-æði meðal skólafélaga minna, nokkrir héldu með Everton, til voru Notthingham Forest fylgendur og einn skólafélagi minn hélt með Aston Villa.
Já, eitthvað hefur verið lítið um nýja bikara í verðlaunaskáp Tottenham undanfarin ár. Nú verður vonandi breyting þar á. Er að byrja nýtt gullaldarskeið hjá þessu Lundúnafélagi?
![]() |
Tottenham deildabikarmeistari í fjórða sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.