29.9.2007 | 17:49
Söfn í Skotlandi
Dagana 18. til 25. sept. sl. dvaldi ég í Skotlandi. Fyrst með íslenskum safnamönnum í hinum svonefnda farskóla safnamanna sem starfræktur hefur verið frá 1988 á hinum ýmsustu stöðum á Íslandi - að þessu sinni þó utan skersins og flogið til Skotlands. Að farskóla loknum dagana 21.til25. dvaldi ég ásamt Gurru minni í Roslyn þorpi mjög vinalegu fyrir utan Edinborg.
Með safnamönnum fræddist ég um starfsemi safna í borgunum Edinborg og Glasgow. Hin fróðlegasta ferð. Og ósköp eru nú íslensk söfn lítil miðað við það sem sjá mátti í Skotlandi. Allt miklu eldra og stærra í sniðum. Ýmsar hugmyndir fæddust í þessari ferð sem eflaust má vænta að muni sjást í starfsemi íslenskra safna í framtíðinni. Söfn í Skotlandi gegna mjög mikilvægu samfélagshlutverki og eru ekki bara stofnanir sem safna, rannsaka, varðveita og sýna. Þau hrærast líka mjög mikið í því samfélagi sem þau lifa í.
Athyglisverðasta safnið sem ég sá í ferðinni var í miðborg Glasgow, safn sem Hörður á Akureyri fann fyrir tilviljun og tókst að draga eins og þriðjung farskólanemenda með sér í skoðunarferð. Safnið heitir Reflex Museum. Það fjallar um ákveðið fjölmenningarlegt fyrirbæri sem tröllreið öllum heiminum á árunum 1980 til ca. 1990. Höfðar til listgeirans, nánar tiltekið tónlistar. Í safninu er spiluð úr háværum glymskröttum tónlist sem tilheyrir þessari menningu. Veggir safnsins eru þakktir frægum einstaklingum sem þekktir voru fyrir að semja og flytja þessa tilteknu tónlist. Má þar nefna A. Ridgelay og G. Michael. Á skjám mátti sjá hljómsveitir og listamenn sem viðurværi höfðu af þessari list. Sérstakir staðir voru hannaðir og stofnsettir víða um hinn vestræna heim til að spila þessa tilteknu tónlist og voru þar innréttuð sérstök dansgólf til að dansa undir þessari tilteknu tónlist. Sérstök lýsing einkennir þetta fyrirbæri og kringlóttar glerkúlur snúast iðulega fyrir ofan dansiðkendur. Lýsingin er reyndar mjög óvenjuleg af söfnum að vera, ljós sem blikka í öllum litum og snúast til og frá. Var því stundum erfitt að lesa hina fáu sýningatexta sem nær eingöngu voru heiti hljómlistarmanna þeirra sem iðkuðu þessa tónlist. Gjarnan eru barir á þessum tilteknum stöðum sem á alþjóðamáli kallast discoteque. Reflex Museum er endurgerð slíks staðar að mér virðist sem útskýrir hið sérstaka layout safnsins. Ég er reyndar ekki alveg viss um að þetta hafi í raun verið safn. Var þetta safn? Meðfylgjandi myndir sýna mig í vettvangsferðinni á Reflex Museum í Glasgow.
Meira skemmtilegt frá Skotlandsferðinni síðar.
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 59196
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.