7.8.2007 | 23:51
Strax?????
Er verslunin Strax til á Selfossi? Það eru þá ný tíðindi sem ekki hafa farið hátt. Aldrei lýgur Mogginn! Hér er væntanlega átt við Hornið eða Samkaup eða þá Samkaupstrax. Ég hefði skilið fréttina strax ef talað hefði verið um Hornið.
Kveikt í blaðagámi á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held hún heiti Samkaup-Úrval, og blaðagámurinn var frá Íslenska gámafélaginu, en ekki Sorpu.
GK, 8.8.2007 kl. 00:37
Þessir REYKVÍKINGAR.
Eiríkur Harðarson, 8.8.2007 kl. 01:37
Vegna svona klúðurs eigum við bara alltaf að kalla þennan stað Hornið, alveg eins og rúsínubúðin er enn Kaupfélagið og Höfn var Höfn allt til síðasta dags.
Helga R. Einarsdóttir, 8.8.2007 kl. 10:36
Nafnið undir myndinni við fréttina er Guðmundur Karl, ég spyr nú bara eins og fávís Selfyssingur...er þetta ekki sá sami Guðmundur Karl og kommentar hér fyrstur???
Er hann að leiðrétta eigin frétt?
Janus, 8.8.2007 kl. 11:30
Tek undir með Helgu. Nota bara gömlu nöfnin: Hornið, Kaupfélagið, Höfn (reyndar rústir núna en 10 hæða turn bráðum), Fossnesti og Arnberg. Svo má ekki gleyma Siggabúð þar sem hægt er að kaupa fínar pizzur. Strax er reyndar ágætt heiti á verslun, amk. betra en Kjarval! Og vonandi fær mjólkurbúðin áfram að heita mjólkurbúðin þrátt fyrir að MS hafi selt verslunarreksturinn.
Lýður Pálsson, 8.8.2007 kl. 12:02
Var búinn að reka augun í það að Sorpa var sögð eiga gáminn en það er náttúrulega ekki rétt eins og GK var búin/n að benda á.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.8.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.