Einn bóndi? Bull!

Einn bóndi já?  En margir alþingismannanna eru mjög tengdir landbúnaði.  Guðni Ágústsson, bændasonur, á nokkra bræður og systur sem eru bændur, Bjarni Harðar er barn garðyrkjubænda, Björgvin viðskiptaráðherra er búsettur í blómlegri landbúnaðarsveit, Kjartan Ólafsson er fyrrum garðyrkjuráðunautur og gott ef ekki vel bara bóndi líka, Árni frá Arnarbæli er með lögheimili sitt í fallegum kartöflubæ við sæinn.

Ef við lítum út fyrir Suðurkjördæmið þá kemur reyndar í ljós að fáir eru bændur eða með bein tengsl í landbúnaðinn.  Guðlaugur Þór Þórðarson hefur þó eitt sinn kosið í baðstofu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hobbýbóndi á Þurá í Ölfusi.   Jón Bjarnason og Steingrímur Jóhann Sigfússon eru hreinræktaðar afurðir bændafólks og Jón fyrrum bændaskólastjóri.  Ingibjörg Sólrún er með djúpar rætur í Flóann og eflaust að  hún verður kuskuð til af Haugsfrændgarðinum í fjölskylduboðum ef eitthvað verður farið að bylta í landbúnaðargeiranum.  Eflaust má bæta við þennan lista margvíslegum tengslum þessa ágæta fólks sem kosið hefur verið til að halda utan um þetta bákn Ísland.

Öðruvísi var þetta fyrir öld síðan og fyrr þegar bændur voru í raun þeir einu sem höfðu kosningaréttinn. Þeir völdu þá bestu úr sínum hópi og þá gjarnan þá sem önnur embætti höfðu í leiðinni, svo sem presta, sýslumenn og svo framvegis.  Fyrsti alþingismaður Árnesinga var t.d. sýslufulltrúi. Hann var meiraðsegja Johnsen. Eflaust með skepnur líka. 

 


mbl.is Einn bóndi eftir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband