20.5.2007 | 23:30
Óverðskuldað
Yfirstrikanir yfir Björn og Árna eru óverðskuldaðar.
Björn hefur staðið sig mjög vel í baráttunni gegn harðsvíruðum auðmönnum sem ekki hafa hikað við að bjóða valdamiklum stjórnmálamönnum mútur ef eitthvað er að marka Davíð Oddsson og Illuga Gunnarsson. Ekki veit ég hvernig hin nýja væntanlega ríkisstjórn tekur á þeim málum. Sennilega geta þeir Baugsmenn leyft sér allt hér eftir ef eitthvað er að marka þessar tvær Borgarnesræður sem Ingibjörg Sólrún hefur flutt.
Árni hefur afplánað sína refsingu fyrir brot sem hann framdi á sínum tíma. Hann náði góðum árangri í prófkjöri. Útstrikanir óskiljanlegar.
Árni og Björn færast niður um eitt sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 59193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útstrikanir er lýræði sem fólkið notar alltof sjaldan. Sumir eru sáttir og aðrir ekki. Þannig er það barasta og alveg skiljanlegt. Það að dæmdur þjófur sé ekki strikaður út til að gegna þingmennsku væri frekar óútskýranlegt heldur en hitt. Spurning hvers vegna ekk fleiri strikuðu Árna út.
K Zeta, 21.5.2007 kl. 00:07
Ólafur, jú, en ég myndi ekki láta þig hafa kassann til varðveislu. Þannig verður fróðlegt að sjá hvaða sess Árni Johnsen fær innan þingflokksins og ábyrgðarstarfa.
K. Zeta. útstrikanir jú góð leið til að láta álit sitt í ljós. Ég hef skilað auðu í kosningum. Árni náði öðru sæti í fjölmennu prófkjöri, hann nýtur vinsælda þrátt fyrir afglöp sín sem hann var dæmdur fyrir.
Lýður Pálsson, 21.5.2007 kl. 00:55
Mér finnast þessar útstrikanir eðlilegar. Margir sjálfstæðismenn voru afar ósáttir við velgengni Árna í þessu prófkjöri...vildu hann alls ekki á listann. Það er gefinn möguleiki á þessu og þá nýtir fólk sér það ef því sýnist svo. Hins vegar er athyglivert að útstrikanir almennt eru langflestar hjá sjálfstæðisflokknum og segir það okkur ekki að sjálfstæðismenn eru tryggastir kjósenda...við hin förum bara í fýlu og kjósum eitthvað annað ef okkur líkar ekki ,,okkar listi". Þarna skilur á milli :-(
Sigþrúður Harðardóttir, 21.5.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.