Sjálfstæðismenn boða til fundar

MjallhvitirAf einhverjum óskiljanlegum ástæðum er Sjálfstæðisflokkurinn mikli mér hugleikinn um þessar mundir. Hann varð það ósjálfrátt í gær þegar póstkassi heimilisins var opnaður að loknum erfiðum vinnudegi. Með margvíslegum pósti, reikningum, ruslpósti, fréttabréfi og öðru pósti, mátti líta  fundarboð sem vakti óskipta ánægju mína - en þó væntanlega ekki með þeim hætti sem til var sáð af þeim sem fundarboðið sendu. Um var að ræða boð til framboðsfundar Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga í maí komandi. En á bakhliðinni er stórkostleg ljósmynd sem hefur gefið mér tilefni til margvíslegra pælinga og ætla ég að leyfa lesendum þessa bloggs að deila þeim pælingum með mér. Eiginlega fór allt gærkvöldíð í að rýna í þetta merkilega fundarboð.

Fernt var það sem vakti athygli mína við lauslega greiningu á þessu vel myndskreytta boðskorti.

1.  Í hugann kom strax fallega ævintýrið um Mjallhvíti og Dvergana sjö þar sem Mjallhvít er í gervi Kjartans Ó. Stephensens og Árna M. Matthíesens en dvergarnir sjö í gervi sjö ágætra sjálfstæðismanna og sveitarstjórnarmanna sem ég þekki bara af góðu einu. 

2. Í huga minn kom einnig Jóhann Kr. Pétursson Svarfdælingur (1913-1984). Fannst mér kortið sýna tvöfaldan Jóhann risa Svarfdæling, ásamt sjö meðalstórum jafnháum einstaklingum.

3. Ljósmyndin á bakhlið fundarboðsins hafði þau áhrif á mig eins og um nævíska ljósmynd væri að ræða. Margt er það sem gerir myndina nævíska, ekki síst stærðarmunur fólksins á myndunum og líka það að engu líkara er að þessir miklu tvímenningar og litlu sjömenningar standi ökkladjúpt í lygnu stöðuvatni og brosi þar tannkremsbrosi til ljósmyndarans á árbakkanum.  Er kalt í vatninu?  Þetta hlýtur eiginlega að vera einsdæmi á heimsvísu því nævistar eru einkum starfandi í málaralist og fátítt að ljósmyndarar og auglýsingagerðamenn fótósjoppi sig inn á þetta stig.

4. Á myndina vantar tvímælalaust aðalmanninn sem líka ber göfugt ættarnafn og hefur setið í bygginganefnd Þjóðleikhússins. Það er eiginlega stórfurðulegt að maður sá sem á væntanlega eftir að bjarga okkur Sunnlendingum úr margvíslegum fjárhagsvandræðum og -svelti næstu fjögur árin skuli ekki prýða þessa fallegu ljósmynd af flokki brosandi sjálfstæðisfólks.  

Fyrir þá mörgu sjálfstæðismenn sem ég veit að lesa blogg mitt daglega af athygli skal hér upplýst að fundurinn verður kl. átta í kvöld í Tryggvaskála við Ölfusárbrú efri. Þar munu væntanlega mæta hinir stóru Kjartan og Árni M. ásamt öðrum smælingjum. Nóg pláss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta er svo satt hjá þér Lýður, ég var einmitt að hugsa þetta.  Mér finnst þetta léleg framkoma við Árna Johnsen, hann nær mjög góðri kosningu í prófkjöri og er í 2.sæti á listanum hvort sem mönnum likar vel eða illa.  Það á ekkert að vera að fela það neitt. 

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband