3.1.2007 | 22:16
Sönnun á eignarétti safngripa
Mál Ingimundar Kjarvals og fjölskyldu gegn Reykjavíkurborg er athyglisvert. Þar vefengir fjölskyldan eignarétt borgarinnar á fjölda málverka eftir meistara Kjarval og ber fyrir sig að hann hafi ekki verið sjálfráða er hann átti samskipti við Geir heitinn Hallgrímsson borgarstjóra. Nú eru helstu málsaðilar fallnir frá og einungis hægt að dæma á líkum í þessu máli. Og dómarar töldu sannað að Jóhannes Kjarval hafi gefið borginni málverkin og byggir á dagbókum sonar embættismanns og því að ekki mátti styðjast við læknaskýrslur.
Mál þetta vekur mig til umhugsunar. Svo vill til að einungis í undantekningartilvikum fylgja gjafabréf eða afsöl gjöfum til Byggðasafns Árnesinga, hvort sem um er að ræða stórar eða smáar gjafir. Reyndar er að jafnaði útbúið gjafabréf ef um mjög verðmætar gjafir er að ræða eða t.d. bifreiðar. Yfirleitt telja málsaðilar slíkt óþarfi enda hef ég reynt að passa upp á að enginn vafi leiki á þeim gjörningi hverju sinni að einstaklingur gefur opinberri stofnun, þ.e. safni, grip sem hann er sannarlega eigandi að og afsalar sér þannig eignarétti á gripnum um leið og safnið tekur við honum. Starfsreglur þurfa því að vera skýrar og allt skriflegt og vottað. Það hefur virðist víst ekki hafa verið í tilviki Kjarvals.Í þetta mál spilar einnig að hægt er að túlka orðið "varðveisla" á tvenna vegur, sem eign og umráð annarsvegar eða sem umráð einungis hinsvegar. Á Reykjavíkurborg Kjarvals-teikningarnar eða er það einungis vörslu- og sýningaraðili þeirra?
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.