2.1.2007 | 22:05
Þjóðminjar í hættu?
Úr Sandvíkurhreppi er það annars að frétta að í dag hófst niðurrif Haga. Hagi er sögufrægt hús sem stendur rétt neðan við iðnaðarhverfið á Selfossi rétt ofan flugvallarins. Það var reist 1911, þegar Eyrarbakkavegur var tiltölulega nýlagður, áður en Selfoss varð að verslunarstað og Eyrarbakki enn höfuðstaður Suðurlands, sem veitingastaður við þjóðveginn. Síðar eða um 1915 eignaðist Ungmennafélag Sandvíkurhrepps helminginn í húsinu og nýtti sem félagsheimili í nokkur ár. Eitt af helstu málum félagsmanna á þessari tíð var að koma upp flaggstöng og tilheyrandi fánagarði, skeifulaga hlöðnum á allar hliðar. Þetta var á þeim tímum þegar mikil sjálfstæðisvakning var meðal landsmanna og í fundargerðum ungmennafélagsins var þetta hjartansmál ungs fólks í hreppnum. Það hefur verið þarna sem fyrst var flaggað íslenska fánanum fyrir austan Fjall. Og enn stendur skeifulaga garðurinn eftir sem þögul heimild um merkilegt tímabil í sögu þjóðarinnar. Ég er alveg viss um að hinar stórvirku jarðýtur Ræktunarsambands Flóa og Skeiða verða ekki nema í fimm mínútur að ýta yfir þessar þjóðminjar.Ég hef verið fylgjandi því að Hagi og garðurinn fái að standa þarna áfram. En hinir ríku eigendur Haga, Ræktó, hafa engan áhuga á að varðveita söguna enda ekki í þeirra verkahring. Þeir hafa góðlátlega brosað til mín þegar þetta hefur borið á góma. Ég hef vakið athygli bæjarstjórnar Árborgar á sögulegu mikilvægi hússins og garðsins. Þar vilja menn ekki standa á móti framförum og uppbyggingu. Ég hefi rætt þessi mál við framkvæmdastjóra Húsafriðunarnefndar og forstöðumann Fornleifaverndar. Þar hef ég tjáð hið ótrúlega áhugaleysi meðal íbúa sveitarfélagsins á að varðveita söguna. Virtir fornsmiðir á Eyrarbakka, Gísli og Guðmundur, hafa meiraðsegja talið óforsvaranlegt að flytja húsið og gera upp annarsstaðar eins og víða tíðkast.
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorglegt mál og mikill missir af þessu húsi, en þú barðist með öllum þínum vopnum til að vernda það. Aðeins fjögur ár og húsið hefði verið friðlýstar fornminjar. Amma mín fæddist í þessu húsi. Þetta var svartur dagur..... en bráðum kemur betri tíð með blóm í Haga.....or not
Arafat (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 22:50
Nei, ég beitti mér ekkert í þessu máli. Skrifaði einungis að beiðni sveitarfélagsins greinargerð þar sem dregnir voru saman kostir og gallar þess að varðveita Haga.
Lýður Pálsson, 11.1.2007 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.