22.2.2009 | 00:01
Vatnsdeigsbollur
Ég sem keypti fasteign í október á 80% lánum er ekki ánægður með þessi tíðindi. En etv hafa þessar eignir sem fasteignasalan REMIX er að fá í sölu verið lengi til sölu hjá öðrum fasteignasölum. En hvað um það, bolludagur nálgast:
Efni:
60 gr. smjörlíki
2,5 dl. vatn
Ögn af salti
120 gr. hveiti
2 egg
Aðferð:
Smjörlíki, vatn og salt sett í pott, hrært og soðið. Hveitinu hrært út í. Þá er deigið kælt þar til það er orðið kalt (ekki volgt). Best er að láta pottinn með deiginu fljóta í fullum vaski af köldu vatni og ekki láta vatnið koma saman við deigið. Þegar deigið er orðið kalt er það sett í hrærivél og tveimur eggjum bætt í, einu í einu á ca. 2 mín millibili. Deigið í vatnsdeigsbollurnar er þá tilbúið og hentar ágætlega í átta stórar bollur eða 16 litlar eftir smekk. Bollurnar útbúnar og settar á ofnplötu og bakað í ofni við 225 gráður í 20-25 mín.
Verði ykkur svo að góðu.
![]() |
Eignir á „góðu verði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.