Ný stjórnarkreppa í vændum?

Ja nú lýst mér á! Davíð situr sem fastast og hefur skrifað mjög vandað bréf til forsætisráðherra. Sömuleiðis hefur Ingimundur Friðriksson skrifað mjög góða greinargerð um bankakreppuna.  Er kannski ný stjórnarkreppa í vændum? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?  Varla duga pottar og sleifar á Svörtuloft eða hvað? Heimta Heimdellingar ríkisstjórnina burrrt?   Verður mótmælt á tveimur stöðum? Eða var bréf Jóhönnu etv bara sýndarmennska? Það eru spennandi tímar framundan!
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Lýður !

Það er; vægast sagt, óhugnanlegt, hversu fjárplógsmenn og stjórnmálamenn hafa komið málum, hér á Ísafoldu.

Hygg ég vera; að senn muni Landvættir okkar, sem Fjallkonan sjálf, grípa til þeirra örlagannna Regins afla, hver lítt munu fyrirséð verða, og ærinn starfi mun uppbyggingin verða, á ný, takist hún þá, yfirhöfuð, Lýður minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:38

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Óskar Helgi. Uppbyggingin mun taka langan tíma, mjög langan  ef fram fer sem horfir. Við verðum að trúa því - annars bara Leifstöð farmiði aðra leiðina. kv L.

Lýður Pálsson, 9.2.2009 kl. 01:41

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Sælir drengir.  Þú ýjar að landflótta Lýður.  Ekki fráleitt.  Og hvernig skyldi nú kosið milli þeirra flokka, sem hrakið hafa fólk frá ættjörð sinni?

Pjetur Hafstein Lárusson, 11.2.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Lýður Pálsson

Sæll Pjetur. Spurning hverjir verða eftir til að kjósa og hverja skyldu þeir þá kjósa? kv Lýður

Lýður Pálsson, 12.2.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband