9.2.2009 | 01:27
Ný stjórnarkreppa í vændum?
Ja nú lýst mér á! Davíð situr sem fastast og hefur skrifað mjög vandað bréf til forsætisráðherra. Sömuleiðis hefur Ingimundur Friðriksson skrifað mjög góða greinargerð um bankakreppuna. Er kannski ný stjórnarkreppa í vændum? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Varla duga pottar og sleifar á Svörtuloft eða hvað? Heimta Heimdellingar ríkisstjórnina burrrt? Verður mótmælt á tveimur stöðum? Eða var bréf Jóhönnu etv bara sýndarmennska? Það eru spennandi tímar framundan!
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Lýður !
Það er; vægast sagt, óhugnanlegt, hversu fjárplógsmenn og stjórnmálamenn hafa komið málum, hér á Ísafoldu.
Hygg ég vera; að senn muni Landvættir okkar, sem Fjallkonan sjálf, grípa til þeirra örlagannna Regins afla, hver lítt munu fyrirséð verða, og ærinn starfi mun uppbyggingin verða, á ný, takist hún þá, yfirhöfuð, Lýður minn.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:38
Sæll Óskar Helgi. Uppbyggingin mun taka langan tíma, mjög langan ef fram fer sem horfir. Við verðum að trúa því - annars bara Leifstöð farmiði aðra leiðina. kv L.
Lýður Pálsson, 9.2.2009 kl. 01:41
Sælir drengir. Þú ýjar að landflótta Lýður. Ekki fráleitt. Og hvernig skyldi nú kosið milli þeirra flokka, sem hrakið hafa fólk frá ættjörð sinni?
Pjetur Hafstein Lárusson, 11.2.2009 kl. 23:39
Sæll Pjetur. Spurning hverjir verða eftir til að kjósa og hverja skyldu þeir þá kjósa? kv Lýður
Lýður Pálsson, 12.2.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.