Halldór Gestsson kvaddur

Í dag liggur leiđ mín í Hrunakirkju til ađ kveđja gamlan ćskufélaga Halldór Gestsson sem var vetrarmađur hjá pabba og afa ţegar ég var lítill. Ţessa grein skrifađi ég í Moggann og mun vćntanlega birtast nćstu daga.

Ţegar ég var ungur héldu fađir minn Páll Lýđsson og afi Lýđur Guđmundsson, sem ráku félagsbú í Litlu-Sandvík, vetrarmann til ađ ţeir gćtu betur sinnt hreppsstjórn, félagsmálum, kennslu og frćđistörfum.  Einn ţeirra var Halldór Gestsson frá Syđra-Seli í Hreppum sem kvaddur er í dag. Halldór starfađi í Litlu-Sandvík öđru hvoru á 7. áratugnum og allt til 1971. Ég man eftir honum fjögurra eđa fimm ára gamall og ég minnist enn ilmsins úr pípu Halldórs sem barst úr vetrarmannsherberginu sem löngu síđar varđ bóka- og vinnuherbergi föđur míns. 

Á ţessum tíma hafđi Halldór krafta í kögglum og segir sagan ađ hann hafi haft betur í sjómanni viđ ţá Geira í Stóru-Sandvík og Dodda í Stekkum.  Halldór Gestsson og LýđurPEkki veit ég hvort ţađ var satt en sterkur var Halldór ţví lítiđ mál var fyrir hann ađ jafnhatta mig hátt á loft og er til ágćt ljósmynd af ţví.  

Halldór bjó á Flúđum eftir ađ hann hćtti ađ starfa sem farandverkamađur í ţjónustu bćnda. Ég hitti hann öđru hvoru ađ störfum í ţágu Hrunamannahrepps. Meiri samskipti hafđi ég viđ Halldór vegna sameiginlegs verkefnis hans og föđur míns sem var ábúendatal Árnessýslu, langt og viđamikiđ skjal sem segir frá ábúendum á öllum jörđum Árnessýslu eins lengi og heimildir greina. Tölvubréf međ nýjum “uppfćrslum” og leiđréttingum bárust međ reglulegu millibili til mín sem ég sá svo um ađ prenta út og koma upp í Litlu-Sandvík.  

Halldór Gestsson var nefnilega ötull frćđimađur og safnađi saman margvíslegum upplýsingum um samfélag sitt.  Hann var, ólíkt föđur mínum, mikill tölvumađur og er ekki ađ efa ađ í tölvu Halldórs Gestssonar og á heimili hans má finna margvíslegar uppskriftir ćttfrćđibóka og handrita. Af hógvćrđ sinni flíkađi hann ekki gögnum sínum né frćđiskrifum en  í fórum Halldórs finna merkar upplýsingar um sögu sunnlenskra sveita. Samskipti Halldórs og Páls föđur míns  voru náin og farsćl eins og ábúendataliđ ber međ sér.  Ţađ er leitt ađ ţeir skuli báđir vera farnir úr ţessari jarđvist – svona allt of snöggt á ţessum vormánuđum 2008.     

Ég á einungis góđar minningar um Halldór Gestsson. Blessuđ sé hans minning. Ég votta systkinunum samúđ.

Lýđur Pálsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir Lýđur fyrir mjög góđ og frćđandi eftirmćli ţín um Halldór. Ég var bundin af löngu ákveđinni norđurferđ svo ég var svolítiđ stúrinn yfir ţví ađ fá ekki mína grein birta jarđarfarardaginn og skrifađi hana beinlínis vegna ţess ađ ég komst. Svo komu margar greinar í seinni lotu og ţetta jafnađi sig. Góđar stundir Ingi Heiđmar.

PS. Ég fer međ frúnni í gestamóttöku á Hótel Jórvík á Ţórshöfn á Langanesi tvćr fyrstu vikurnar í júlí. IHJ

IHJ (IP-tala skráđ) 19.6.2008 kl. 21:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband