19.5.2008 | 15:15
Vor í Árborg úti
Heiður sé þeim félögum Þóri og Andrési fyrir skipulagningu menningarhátíðarinnar Vors í Árborg. Vorið varð nokkuð langt að þessu sinni, heilir tíu dagar og tólf ef við tökum með þjófstart krónprinsparsins sem þann sjötta maí skoðaði kirkju og gamalt hús á Eyrarbakka og át hamborgara og franskar í bílskúr á Stokkseyri.
Eftirfarandi atburði og sýningar tók ég þátt í eða skoðaði:
Ég tók á móti krónprinsparinu danska við Húsið á Eyrarbakka þann 6. maí og sýndi þeim safnið.
Þann 8. maí fylgdist ég með Árna Valdemarssyni vígja Gallerý Gónhól í frystihúsinu gamla á Eyrarbakka, þar opnaði Jón Ingi sýningu og í sama húsi opnaði Hallur Karl vinnustofu sína.
Þann 9. maí opnaði Byggðasafnið sýningu á gömlum millipilsum og Sjóminjasafnið sýningu á efni tengdu Eyrarbakka.
Laugardaginn 10. maí fylgdist ég með glímuflokki í garði Hússins á Eyrarbakka og fór á stórmarkað í frystihúsinu. Ég heilsaði upp á Regínu í Litlu Vesturbúðinni. Hlustaði á Lúðrasveit Selfossi við Sólvelli. Og á laugardagskvöldinu 10. maí fór ég um Eyrargötuna á Eyrarbakka, las á staura ljóð og annað efni um Bakkann, og kom við í Sjónarhóli þar sem Magnús Karel og Inga Lára voru að forsýna myndir í glugga af Eyrbekkingum í búðarglugga Laujabúðar.
Þriðjudaginn 13. maí bar ég 25 klappstóla í Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og þar kl. 15 mátti heyra í Margréti Hallmundsdóttur fornleifafræðingi kynna fornleifaskráningu í Árborg. Það var setið í öllum 25 stólunum.
Fimmtudaginn 15. maí fórum við Gurra á opnun ljósmyndasýningar í Tryggvaskála, sýningar sem Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari á heiðurinn af. Hann safnaði saman ljósmyndum teknum af lögregluþjónum á Selfossi og af flóðum á Selfossi.
Laugardaginn 17. maí fylgdist ég með ótrúlegum fjölda gamalla Selfossbíla renna framhjá mínu einbýlishúsi við Túngötuna á Eyrarbakka.
Og laugardaginn 17. maí fengum við Kristinn Valberg okkur pylsu og kók í boði Atlantsolíu á Selfossi.
Þannig að þessi veglega menningarhátíð fór ekki fram hjá mér.
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.