Góðir gestir á Eyrarbakka

Í gær komu góðir gestir á Eyrarbakka. Sjá heimasíður þeirra hér og hér

Ég er nú yfirleitt ekki vanur að blanda fjölskyldu minni né vinnu í bloggið mitt en hér geri ég smá undantekningu. Hér að neðan gefur að líta mig ásamt Kristni syni mínum í góðum hópi gesta í Assistentahúsinu. 

 Kronprinsparret presidenten og museumdirektören med sin son


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Mér finnst nú allt í lagi að þú komir þér og þinni fjölskyldu að í blogginu. Þið eruð flottir feðgarnir þarna með tignum gestum og ekki á hverjum degi sem maður fær að vera á mynd með forsetanum og kóngafólki.

Hulda Brynjólfsdóttir, 17.5.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þarna er góður hópur saman kominn. Dönsku krónprinshjónin eins og þau eru nefnd í fjölmiðlum koma vel fyrir og virðast mjög geðþekk. Danska konungdæmið verður í góðum höndum hjá þeim. Það sýnir líka hug þeirra til okkar að þau skuli koma hingað og fara svona víða. Í rauninni eru þau orðin fulltrúar konungsfjölskyldunnar út á við nú þegar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.5.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Lýður Pálsson

Hulda: Ja reyndar var þetta ekki rétt staðhæfing hjá mér í þessari færslu. Hef stundum skrifað um fjölskyldu mína, t.d. pabba þar sem hann kom opinberlega fram og sömuleiðis þegar kjarnafjölskylda mín höfum verið á ferðalögum. Ég hef hinsvegar reynt að ritstýra blogginu að sjálfum mér, að margvíslegum hugleiðingum mínum og upplifun af því að vera til. Sögur sem ég heyri fara stundum inn. En yfirleitt er ég þó því miður of latur að blogga.

Ragnar Geir:  Ég er þér mjög sammála. Hef aldrei fengið eins geðþekka danska gesti og þann 6. maí sl. Mjög aðlaðandi par og höfðu bæði tvö áhuga á gömlum íslenskum millipilsum!

Lýður Pálsson, 18.5.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Myndinn í héraðsblöðunum er bara snilld.. sagnfræðingurinn og Prinsessan

Arafat í sparifötunum, 18.5.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 59198

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband