Allt í sómanum í Árborg

Í gćr fór ég bćđi í sund og til rakara.  Í sund til ađ liđka mínar fćtur og til rakarans til ađ snyrta minn haus.

Ekkert markvert bar til frásagnar í lauginni sem fréttnćmt ţćtti amk hvađ varđar fréttina sem bloggađ er um.

Á Rakarastofu Árborgar í Miđgarđi var hinsvegar mikiđ rćtt um ţetta mál alltsaman og í ţví sambandi má ţess geta ađ á stofunni voru einungis karlmenn sem tóku ţátt í misjafnlega rismiklum umrćđum um Svíann í sundlauginni í Laugarskarđi. 

Eldri rakarasonurinn sagđi frá óförum sínum er hann skrapp í sauna eitt sinn í útlöndum og allt í einu fylltist saunaklefinn af nöktum konum.  Og ţetta var ekki kvennatími bćtti hann viđ. Ađ endingu hrökklađist hann úr klefanum enda hann sá eini sem var í sundfötum og stakk ţví skynjanlega í stúf viđ ađra gufubađsiđkendur ţar.

Og Lalli, sem beiđ eftir hárklippingu eins og ég, sagđi frá mjólkurbílstjóra einum sem í rigningu einn dag tók erlendan kvenkyns puttafarţega á leiđ sinni um blómlegar sveitir Suđurlands. Og stúlkan tók allt í einu upp á ţví ađ ţurrka fötin sín enda rennandi vot og varđ ţví skjótt ber ađ ofan. Og hvađ gerđi Kiddi viđ ţá óvćntu uppákomu? Jú, hann ók mjólkurbílnum hrađar.


mbl.is Bannađ ađ bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harđarson

Af hverju stoppađi hann ekki bílinn og ók útí kant eđa eitthvađ svipađ?

Eiríkur Harđarson, 19.3.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Lýđur Pálsson

Hef ekki hugmynd!

Lýđur Pálsson, 20.3.2008 kl. 00:27

3 Smámynd: Sćdís Ósk Harđardóttir

Humm Eiríkur alltaf sami hugsunarhátturinn hjá ţér og hvađ átti hann ađ gera úti í kanti

Sćdís Ósk Harđardóttir, 22.3.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Alltaf stuđ í sundi í Hveragerđi, tekur ţví ekki ađ fara í sund á selfossi, alveg eins gott ađ synda í fiskabúri.

Gleđilega páska

Arafat í sparifötunum, 22.3.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Óđinn af Eyrarbakka

Ja hérna hér! mikiđ svakalega eru Íslendingar eđa öllu heldur Hvergerđingar orđnir amerikanserađir og múslimskir. Ađ banna konum ađ synda bb. Manni bara svelgist á yfir ţessum brjóstumkennanlega bađverđi ţarna í Hveragerđi sem kúgađi ţessa konu í klćđi.

Ég gćti nú sagt ykkur frá ţví hversu frjálslega finnar klćđa sig til sunds eđa bađferđa og skiptir ţá ekki máli hvort ţađ sé utan eđa innan dyra. En ţá yrđi ţessi síđa hérna líklega bönnuđ. Ég get ţó fullyrt ađ ţar ríkir algjört jafnrćđi kynjana í ţessum efnum.

Óđinn af Eyrarbakka, 25.3.2008 kl. 23:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband