Góður vafrari lagður niður

Ég man ekki hvaða tegund af vafrara ég notaði vorið 1992 þegar ég kynntist netinu í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem ég var bókavörður um þriggja mánaða skeið.  Ragnar Geir getur eflaust svarað því.  Tengt var við tölvu á Kópaskeri af öllum stöðum landsins.  Þar bjó eða býr maður sem var mikill frumkvöðull. Ragnar Geir getur líka upplýst meir um það.  

Haustið 1995 fékk vinnustaður minn í fyrsta sinn veftengingu og nýja Macintosh-tölvu.  þá var þessi bylgja að bresta á og netþjónafyrirtæki að spretta upp. Vefskoðunarforritið var Netscape sem ég notaði allt þar til stofnunin var PC-vædd upp úr 2002. Ég kunni betur við Netscape en Explorer.

Nú hefur Netscape verið lagður niður sennilega vegna yfirburðastöðu Explorer á heimsmörkuðum.
mbl.is Netscape lagður niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ástæðan fyrir því að Netscape "dróst aftur úr þróuninni" var sú að það var hætt að þróa hann sérstaklega því allt þróunarátak var lagt í Mozilla, sem Firefox er angi af. Mozilla var hins vegar open-source útgáfa af Netscape, með forritskóðanum sem Netscape var unninn úr.

"Mozilla" var hins vegar alltaf innra þróunarheiti Netscape, og Mozaic á undan því, en Netscape var fyrst unninn úr kóða sem átti að fara í Mozaic. Síðan var fyrsta  útgáfan af Microsoft Internet Explorer unnin upp úr eldri útgáfu af sama kóða.

Af þessu má sjá að allir þessir aðalvafrar eru af sömu rót sprottnir og líka af því að "User-Agent" strengurinn sem þeir senda á vefþjón í hvert skipti sem þeir ná í skjal af vefþjóni byrjar eins hjá öllum þessum vöfrum, eða með orðinu "Mozilla" (já, jafnvel líka Microsoft Internet Explorer). Sjá á http://whatsmyuseragent.com/

Elías Halldór Ágústsson, 3.3.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Lýður Pálsson

En hvernig skyldi ganga að varðveita svona Netscape á safni?  Fyrir átta árum síðan hlustaði ég á starfsmann safns í Noregi sem greindi frá vandamálum við að varðveita hugbúnað!  Ekkert mál að varðveita gömlu tölvurnar sjálfar. Hinsvegar var þrautin þyngri að fá gömlu forritin til að virka.

Lýður Pálsson, 3.3.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 59196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband