Nei, Jóhannes í Bónus var örugglega ekki í kjörklefanum

Á netmiðlunum visir.is og mbl.is er yfirlýsing frá Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugshóps sem svar við yfirlýsingu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar frá því fyrr í dag í kjölfar upplýsinga um yfirstrikanir á nafni Björns Bjarnasonar á kjörseðlum. 

Í yfirlýsingu Hreins segir eitthvað á þá leið að kjósendur hafi verið einir í kjörklefanum og kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, suður eða norður, hafi kosið án hjálpar Jóhannesar Jónssonar eiganda Bónus.  Jóhannes hafi ekki strikað yfir nafn Björns Bjarnasonar ráðherra.  Það hafi kjósendur sjálfir gert með sínum gulu bónusblýöntum.  Það er ekki hægt annað en að vera sammála Hreini!

Þetta eru stórmerkileg tíðindi.  Jú, það eru nefnilega leynilegar kosningar og kjörseðlar ógildast ef einhver annar en kjósandinn sér hvar exið er,  áður en hann er settur í kjörkassann. Jóhannes var örugglega ekki í kjörklefa þessara kjósenda það eitt er víst.  En óeðlileg afskipti voru höfð í frammi af manni sem var ákærður í mörgum liðum af embættismönnum sem falið er að gæta lagar og reglu hér á landi.

Reyndar voru ekki nema 20% kjósenda íhaldsins sem sýndu lýðræðinu þá óvirðingu að strika yfir nafn BB eftir áskorun auðmannsins. Það voru nefnilega 80% kjósenda sem leiddu hjá sér þessa skrýtnu auðmannsauglýsingu daginn fyrir kjördag.   

Jú, það kemur reglulega fyrir að einstaklingar telja ríkisvaldið vera að brjóta á sér.  Fæstir þeirra geta eytt milljónum króna í að hafa áhrif á lýðræðið með þeim hætti sem þarna var gert. Þetta voru óeðlileg afskipti auðmannsins að lýðræðinu.

Vonandi verður Björn Bjarnason dómsmálaráðherra áfram - ef íhaldið verður í stjórn á annað borð. Annars er hætta á að í dómsmálaráðuneytið fari veiklynd þingmanneskja sem láti undan þrýstingi auðvaldsins eða láti í versta falli múta sér.  Það að reyna mútur hafa þessir Baugsmenn reynt ef eitthvað er að marka Davíð Oddsson og bandaríska snekkjueigandann.

Ég vil að lokum segja að ekki er allt vont við Baug og Bónus.  Maturinn er þar ódýr og kjarabót að versla í Bónus.  En ég fæ oft óbragð í munninn af Bónusmat þegar í fréttatímum er jafnframt fjallað um ákærur á hendur stjórnendum Bónus fyrir margvísleg brot á sviði fjár- og skattalaga.  Vonandi fer þessu farsa að ljúka.


mbl.is Hreinn: Dómur kjósenda um verk Björns liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband