Stjórnin áfram?

Ýmsir virðast sjá ofsjónum yfir því að framsóknarmenn skuli líklega sitja áfram í ríkisstjórn eftir óverðskuldað afhroð í kosningum síðasta laugardag.

En er ekki svo að við alþingiskosningar bjóða fram flokkar með það að markmiði að komast til áhrifa og valda? Vilja ekki allir fimm flokkarnir komast í ríkisstjórn? Á flokkur sem tapar fylgi að fara í stjórnarandstöðu?  Átti Sjálfstæðisflokkurinn að fara í stjórnarandstöðu fyrir fjórum árum þegar þeir misstu 3-4 þingmenn? Hverskonar bull er þetta! Ég kaus Framsóknarflokkinn og ég krefst þess að hann fari í ríkisstjórn núna, og ef ekki með íhaldinu þá með Samfylkingu og VG!

Ýmsir hafa síðustu daga látið í ljós þá skoðun að Geir HHaarde hafi alla þræði í hendi sér.  Það er ekki rétt. Jón Sigurðsson hefur þrátt fyrir tapið ýmsa þræði í hendinni.  Það vita Steingrímur Joð, Ögmundur og Ingibjörg Sólrún og eru að sjálfsögðu óánægð með áhuga B&D til að vinna saman áfram þrátt fyrir tæpan meirihluta. Árásir þeirra á framsókn og niðurlægjandi tilboð um að framsókn verji vinstristjórn vantrausti því skiljanleg.

Eftir tuttugu ár er aftur komin krítísk staða eftir kosningar. Vegna klofnings í Sjálfstæðisflokknum misstu B og D meirihlutann 1987 í miklu drama. Þá var Alþýðuflokknum boðið í stjórnina undir forsæti Þorsteins Pálssonar. Þar ríkti ekki trúnaður milli flokka og endirinn sá að til varð ágæt vinstristjórn framsóknar og A-flokkanna. Þá tók Davíð við og síðustu 16 árin hafa í raun verið tíðindalaus - en nú er Davíð fyrir bí - eins og Halldór. Nú reynir fyrst á Jón og Geir.


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

eigum við ekki bara að vona að við fáum V,S,B stjórn

Sædís Ósk Harðardóttir, 15.5.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband