Ingibjörg Sólrún var nú líka iðin við undirskriftirnar ...

Hér hafa fjölmargir á Mogga-blogginu gert athugasemdir við þessa frétt um samning Tryggingamálaráðuneytis við Tannlæknafélagið og talið óeðlilegt að kynna hann svona rétt fyrir kosningar.  Þessir fjölmargir virðast ekki þekkja stríð ráðuneytisins við tannlæknana sem einhliða hafa hækkað sína skala án þess að taka tillit til verðlagsþróunar í landinu. Eiginlega finnst mér Siv hefði átt að láta tannlæknana róa sína leið og vekja athygli á óbilgirni starfstéttar sem hefur há laun. Ólíklegt er miðað við stöðu skoðanakannana núna að framsóknarmenn fái Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftir kosningar. Það mun þá væntanlega lenda í höndum Sjálfstæðismanna.  Munu þeir auka þátt ríkisins í tannvernd?  Það finnst mér ótrúlegt. Sjálfstæðismenn fundu upp komugjöld í heilbrigðisþjónustu á tímum Matthíasar Bjarnasonar á árunum 1983-1987. Þá dró úr þátttöku ríkis í tannvernd barna. Skattar í formi komugjalda og skyldra gjalda í heilbrigðisþjónustunni munu aukast ef sjálfstæðismenn komast yfir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Það sýnir sagan okkur.

Þeir sem gert hafa hér athugasemdir eru þá jafnframt að harma undirskriftagleði Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra fyrir borgarstjórnarkosningar 1998 og 2002. Ekki var Steingrímur J. Sigfússon samgöngumálaráðherra latur að sprengja göng og vígja brýr yfir sprænur  fyrir alþingiskosningarnar 1991. 


mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Svo lofaði Ingibjörg Sólrún að hún yrði borgarstjóri R-listans eftir kosningarnar 2002...

... en reyndar sá ég ekki eftir að fá Ingibjörgu - þessa öflugu jafnaðarkonu inn á þing.

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Lýður Pálsson

Hún er líka ættuð úr Flóanum!

Lýður Pálsson, 5.5.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband