Allir að mæta!

Vesturbúðin var til 1950 eitt helsta tákn Eyrarbakka, þyrping fjögurra stórra timburhúsa með porti í miðju.  "Það er líklegt að hvergi hér á landi hafi verslunarhús verið eins vegleg og á Eyrarbakka," má lesa í bók Jóns J. Aðils um verslun Dana á Íslandi. En á þeim stað þar sem forfeður okkar áttu viðskipti við hina dönsku Jessena, Petersena, Lambertsena, Lefolii og Nielsena - og að síðustu hinn íslenska Heklu-Gvend -  er einungis slétt grasflötin, stytta og líkan.

Vesturbúðin var rifin árið 1950 af síðasta eiganda hennar þegar uppi voru haftatímar og erfitt var um byggingaleyfi fyrir duglega og dýrkaða athafnamenn. Hver niðurrifsmaðurinn var skiptir engu máli. Aldarandinn þá var einfaldlega svona og húsavernd hér á landi ekki nema að litlu leyti komin til sögunnar.

Nú eru ekki haftatímar.  Nú ríkir velmegun. Húsavernd á upp á pallborðið og endurbyggð tilgátuhús rísa í hverju þorpinu á fætur öðru og eru staðarprýði með mikilvæg hlutverk.  Til eru íslenskir athafnamenn sem eru forríkir, duglegir, dýrkaðir, já og líka hataðir og öfundaðir, og mæta þeir eflaust allir saman í Samkomuhúsið Stað á morgun, síðasta vetrardag, kl. 20. Að setja fjármagn í Vesturbúðina er varla verri fjárfesting en að setja pening í E. John og Jamaica-skemmtiferð.

En þeir sem vilja komast í nána snertingu við Vesturbúðina geta vel skoðað gamla muni úr Vesturbúðinni í Húsinu á Eyrarbakka þar sem Byggðasafn Árnesinga hefur sína grunnsýningu í dag. Þar eru munir eins og skrifpúlt, verslunarbækur, peningaskápur, brennivínspottar og brennivínskranar.  Í borðstofu er ljósmyndasýning um Vesturbúðina. Sýning sú var kynnt til sögunnar um páskana og miðað við mikla aðsókn þá, mætti vel búast við fjölmenni í samkomuhúsið á Eyrarbakka til að hlýða á niðurstöður sérfræðinga um það hvort Eyrbekkingar og aðrir áhugamenn um íslenska verslunarsögu eigi að halda áfram að láta sig dreyma - eða hvort raunæfur möguleiki sé á að endurbyggja þessi glæsilegu 18. aldar verslunarhús á Eyrarbakka.


mbl.is Endurbygging Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband