"Ný" samgöngutækni gerir bílinn brátt óþarfan

 Þessi frétt fór á fréttavefinn góða www.eyrarbakki.is á föstudaginn langa:

Í hádegismat á Rauða:

Þyrla lendir við Húsið 

Á föstudaginn langa varð uppi fótur og fit á Bakkanum þegar sást til þyrlu á sveimi yfir þorpinu. Að lokum hnitaði hún hringi við Húsið og lenti á Garðstúninu. P1017315

Þar var komin þyrlan TF-HHG frá Þyrluþjónustunni með flugmönnunum Halldóri Hreinssyni og Reyni Frey Péturssyni við stjórnvölinn og fjórum farþegum innanborðs.

 Voru hér á ferð fjórir erlendir ferðamenn sem voru að skoða sig um á Suðurlandi og höfðu m.a. komið við á Langjökli og á Geysi í Haukadal.

Tilgangur heimsóknarinnar til Eyrarbakka var að snæða hádegisverð í Rauða Húsinu og tók Ingi Þór Jónsson, vert í Rauða, á móti ferðalöngunum sem höfðu viðdvöl í u.þ.b. tvær klukkustundir.

Fyrir utan þessa skemmtilegu nýbreytni var mjög mikill gestagangur á Bakkanum í dag, margir sóttu söfnin í Húsinu og Sjóminjasafninu heim og aðrir nutu góðra veitinga í Rauða Húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband