Nýtingahlutfall

Ég leit á silfuregils rétt áðan og las þar síðasta pistil.  Þar nefnir EH orð sem ég hef orðið ofnæmi fyrir.  Nefnilega nýtingahlutfall.  Ég hef mestalla mína lífstíð búið í hinum flata Flóa þar sem fjallasýnin er mikil og íbúðarhús að langlangstærstum hluta eins til tveggja hæða.  Nú heyrast fréttir af verktökum sem kaupa lóðir og gömul hús eins til tveggja hæða. Og til hvers? Jú til þess að reisa margra hæða blokkir.  þetta er einkum á Selfossi þar sem nýjustu blokkirnar eru fjögra hæða, tómar reyndar ennþá, en fréttir berast svo af verktakafyrirtæki einu eða fjárfestingafyrirtæki sem vill reisa sex hæða blokk fyrir gamalmenni utan í grónu íbúðarhverfi þannig að suðursólin hverfur og jafnframt verður blokk þessi skammt vestan Mjólkurbús Flóamanna einu stærsta og mest mengandi verksmiðju á Suðurlandi.

Og af Stokkseyri af öllum stöðum í Flóanum eru til furðufuglar sem vilja byggja þrjár sjö hæða íbúðarblokkir við Löngudæl, annálað náttúrusvæði ríkt af fuglum líka.  Sem betur fer hafa fleiri sömu skoðun og ég á þessum glópahugmyndum.

Ég hef búið í blokk, fannst það ekkert merkilegt og skil ekki þessa óstöðvandi áráttu íslenskra verktaka að koma þjóðinni í margra hæða blokkir.  Ég held að þjóðin sem búið hefur í torfbæjum og einshæða byggingum  í ellefu aldir ætti nú frekar að nýta landflæmið áfram og byggja ódýr og einföld hús á einni til tveimur hæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband